Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1958, Síða 14

Fálkinn - 14.03.1958, Síða 14
14 FÁLKINN * DÓTTIR SÓLARINNAR mætti hún vel heita, litla stúlkan með stóra hattinn, sem brosir móti sólinni hér á myndinni. SPEKINGURINN. — Það er alls ekki undarlegt þó að þjóðtrú ýmissa landa hafi búið til sögur um gáfnafar mara- bústorksins. Hann á að hafa manns- vit og sjá jafnlangt nefi sínu, sem þó er lengra en nef gérast1. Og óneitan- lega lítur hann spekingslega út þegar hann stendur á öðrum fæti og hugsar um gátur tilverunnar. • LITLI KOFINN. Frh. af bls. 3. Leikrit þetta hefir átt geysimikl- um vinsældum að fagna víða erlendis, m. a. í Frakklandi, en hætt er við, að svo verði ekki hér, þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir því, hver meg- inorsökin sé. Sennilegt er þó að hin hárfínu blæbrigði franskrar gaman- semi njóti sín ekki á íslenskunni í þessum leik, en fleira kemur þó vafa- laust til. Þóra Friðriksdóttir leikur eiginkon- una, Róbert Arnfinnsson eiginmann- inn, Rúrik Haraldsson vininn og Jóhann Pálsson „villiinanninn". UNICEF — Framhald af bls. 5. sælir hvar sem þeir koma. Allir vilja leggja þeim lið, og í Bang- kok tóku níu æruverðir búdda- prestar sig saman um að særa frá þeim illa anda, svo að ekk- ert skyldi granda þeim. UNICEF hafði reist hæli fyrir berklaveikt fó'lk og börn þeirra, og þetta hús „hreinsuðu" búddaprestarnir áð- ur en það var tekið í notkun. I Belgíu-Congo heldur fólkið þakk- arhátíðir til heiðurs UNICEF, og UNICEF-læknarnir hafa fengið orð á sig, ekki síður en særinga- læknarnir, og þykja jafnvel taka þeim fram! Sex hundruð milljón svöng börn eru í veröldinni. Sumum finnst það unnið fyrir gýg að reyna að hjálpa öllum þessum fjölda. En það er furðulegt hve mikið er hægt að gera fyrir litla peninga. Fyrir eina krónu er hægt að bólusetja 2—3 börn fyr- ir taugaveiki. Fyrir tíu krónur er hægt að gefa 20 börnum mjólk í heila viku. UNICEF-kortin, sem seld eru fyrir jólin í öllum lönd- um, eru ein tekjulindin, sem reynist drjúg í hjálparstarfsem- inni. * Lárétt skýring: 1. fjallvegur, 12. for, 13. stóreignir, 14. mynni, 16. plóg, 18. hlykk, 20. verkur, 21. ending, 22. barnabókar- persóna, 24. veisla, 26. skólastjóri og skáld, 27. skynfærin, 29. tól, 30. silf- ur, 32. kveðskapur, 34. varma, 35. sjávarbakkar, 37. verslunarfyrirtæki, 38. tveir eins, 39. loga, 40. dugnaður, 41. nafnháttarmerki, 42. ?, 43. sam- tök, 44. amboð (þ.f.), 45. drykkur, 47. tónn, 49. herramaður, 50. var flat- ur, 51. skritið, 55. söngtextahöfundur og skáld, 56. vinnudýr, 57. versnar, 58. tveir eins, 60. for, 62. hjálp, 63. r.umið staðar, 64. drykkjar, 66. setti fótinn fyrir, 68. liafast við, 69. þjóð- félag, 71. örvað, 73. bönd, 74. minka- bani. Lóðrétt skýring: 1. þolinmæðisverk, 2. fyrirhöfn, 3. tveir eins, 4. frumefni, 5. með sínum lii, 6. starfsöm, 7. hljóð, 8. ending, 9. hafa mætur á, 10. planta, 11. friðar, 12. illræðisverk, 15. kvæði, 17. kon- ungur (fyrrv.), 19. lokaniðurstaða, 22. málfræðiatriði, 23. hreysi (flt.), 24. skip, 25. skip, 28. málmur, 29. óvirð- ingarmerki, 31. bæjarnafn, 33. still- ing, 34. hlý, 36. segja, 35. reiðskjóti, 45. raðtala, 46. mælir, 48. korn, 51. riki, 52. smælki, 53. isl. vísindamað- ur, 54. áburður, 59. óviðeigandi tal, 61. geymslur, 63. hreyfitæki, 65. fara fram, 66. málmur,*67. sildarmatur, 68. biblíunafn, 70. tveir eins, 71. ljóð- skáld, 72. drykkur, 73. varð votur. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. afvopnunarmál, 12. efar, 13. Sim- on, 14. Álar, 16. ill, 18. alt, 20. aka, 21. mi, 22. múl, 24. tau, 26. ku, 27. vitja, 29. augna, 30. ká, 32. stállunga, 34. A.K., 35. Ike, 37. óa, 38. gó, 39. ské, 40. pota, 41. rá, 42. au, 43. perm, 44. ama, 45. t.h., 47. hó, 49. fob, 50. fa, 51. brottfall, 55. Ni, 56. klúrt, 57. afmán, 58. L. G., 60. áin, 62. tin, 63. mg, 64. ala, 66. áar, 68. dóu, 69. gaus, 71. útför, 73. korr, 74. Skeljungsbani. Lóðrétt ráðning: 1. afli, 2. fal, 3. Y.R., 4. p.s., 5. nia, 6. umla, 7. not, 8. an, 9. má, 10. ála, 11. lakk, 12. eimskipafélag, 15. rauð- kembingur, 17. Gúttó, 19. Gaggó, 22. mis, 23. ljáarhorn, 24. tunguhaft, 25. Una, 28. Al, 29. Au, 31. ákoma, 33. lá, 34. Akron, 36. eta, 39. sef, 45. trúin, 46. át, 48. ólmir, 51. blá, 52. tt, 53. fa, 54. lán, 59. glas, 61. safn, 63. móri, 65. auk, 66. átu, 67. rög, 68. Don, 70. Se, 71. új, 72. ns, 73. K. A. AUMINGJA TÍ-GIFTI AUÐMAÐUR- INN. Framhald af bls. 9. sex ár, en flugust oft á. Árið 1951 lofaði Tommy henni 1000 dollurum á mánuði til að „flækjast ekki fyrir sér“. Samt hittust þau öðru hverju, og Georgina var á leið til lians eina nóttina í febrúar 1952, er hún varð undir bíl og beið bana. Lauk þar næstlengsta hjónabandi Tommys. Fyrsta hjóanband lians stóð í niu ár. Tommy syrgði nr. 8 ekki lengi, þvi að í júlí 1952 giftist hann ljóshærðri dansmær, sem hét Anita Francis Roddy Eden. í brúðkaupsveislunni 'fékk Tommy sér svo rækilega neðan í þvi, að hann hafði hausavíxl á brúð- urinni og systur hennar Juanitu (þær voru tviburar og nauðalíkar) og ætl- aði að teyma liana með sér í hjóna- rúmið. í brúðkaupsferðinni liagaði hann sér ekki vel; var sífullur, hengdi upp myndir af átta fyrirrennurum Anitu i svefnherberginu, skaut til marks á lampana í gistihúsniu og loks skaut hann brúðina í fótinn. „Hann var á svalli með öðru kven- fólki frá þvi fyrsta,“ sagði Anita. „Og hann var blátt áfram vitskertur. Hann uppástóð að hann gæti opnað glugga með því að depla augunum og stóð á þvi fastar en fótunum, að hundurinn hans væri endurholdgun 8. konunnar sinnar. En þegar Tommy fór að biðja mágkonu sína að verða 10. konan sín, flóði útaf. Anita fór frá bonum eftir tíu daga, en lagaskilnaðurinn komst ekki endanlega í kring fyrr en 1955. Sagt er að Anita hafi fengið 250.000 dollara bætur, sem að visu er góð borgun fyrir tólf daga. En það voru lika erfiðir dagar, segir Anita. Svo liðu tvö ár. En í lok síðasta árs giftist Tommy laglegri stúlku frá Texas, sem heitir Pat Gaston og hefir verið „show-girl“ í Ziegfield Follies.“ Pat tók ekki Tommy vegna pening- anna,“ segir móðir hennar. Og það er kannske rétt, því að varla er eftir miklu að slægjast lijá Tommy nú orð- ið. Því að hann hefir eytt 4 milljón dollurum í giftingarnar sínar. Að vísu á hann 2 milljónir eftir, en þær eru bundnar og hann getur ekki eytt þeim, en nýtur vaxtanna af þeim. — Hann er vel ánægður með tíundu konuna, eða „júbíleumskonuna" ennþá; hún er bráðlagleg og sex fet á hæð. Þegar hann var spurður livort hann hyggð- ist giftist oftar, svaraði hann: „Já, því ekki það ef ég get náð í konu, sem getur alið önn fyrir mér!“ Því að nú þykist hann ekki hafa efni á meiri útlátum. * Alveg hissa. Það er hörgull á prinsum í Evrópu, handa fjölda af gjafvaxta prinsessum, þar af tveim meykóngaefnum, Mar- grethe Danaprinsessu og Beatrix Hol- landsprinsessu. Þær eru 18 og 20 ára og bráðmyndarlegar stúlkur. Ástriður Nogregsprinsessa er komin yfir hálf- þrítugt og ólofuð enn, Irene Hol- landsprinsessa er 18, svo koma ýmsar af afdönkuðum konungaættum, svo sem frönsku prinsessurnar Isabella Maria og 'Anna Marguerite, ítalska prinsessan Maria Gabriela, gríska prinsessan Sophia og loks Maria del Pilar frá Spáni. — Ingiriður Dana- drottning og Júliana Hollandsdrottn- ing eru sagðar áhyggjufullar út af giftingu dætra sinna. Er sagt að Ingi- ríður vilji helst fá enskan tengdason, og væri þá helst um að ræða hertog- ann af Kent, en hann er sagður tals- verður gallagripur. —O— Sjónvarpið í Sidney í Ástralíu aug- lýsti fyrir nokkru, að stúlka, sem væri fús til að láta snoðklippa og krúnraka sig i sjónvarpinu skyldi fá að launum sjónvarpstæki fyrsta flokks, demants-armbandsúr, þvotta- vél, kæliskáp og svo parruk við henn- ar hæfi í kaupbæti. Það voru ’hvorki meira né minna en 500, sem gáfu sig fram, flestar ungar giftar konur. „Það tæki mig mörg ár að eignast alia þessa ágætu gripi,“ sagði ein þeirra, „en hárið á mér er sprottið aftur eftir sex mánuði.“ Og á líkan hátt munu hinar 499 hafa liugsað. —O—

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.