Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1958, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.06.1958, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Elli- og hjúkrunarheimilið Sólvanpfur, vígt 1953. Hellisgerði, ræktun hófst 1923. HAFNARFJÖRÐUR - KAUPSTAÐUR í HÁLFA ÖLD Hinn 1. júni 1908 urðu merk þátta- skipti i sögu Hafnarfjarðar. Þann dag fékk þessi fornfrægi verslunarstaður kaupstaðarréttindi og fyrsta bæjar- stjórnin var kosin. Hafnarfjörður, sem áður var hluti úr Garðahreppi var orðin „sjálfstæð borg“. Þessa afmælis var minnst á marg- víslegan hátt um fyrri helgi. Meðal annars með þvi að vigt var hið nýja bókasafn bæjarins, sem þannig varð einskonar afmælisgjöf bæjarbúa til sjálfra sín og þarflegt framlag til menningarmála staðarins.. Margt hefir breytst í Hafnarfirði undanfarin fimmtíu ár. Bæjarbúum hefir fjölgað um fimm þúsund. Bærinn hefir eignast ágætar hafskipabryggjur, gatnakerfi og holræsi. Vatnsveitu og rafmagn eignaðist Hafnarfjörður á undan Reykjavík. Eitt merkilegt fyrir- tæki hefir starfað í Hafnarfirði í 22 ár og séð landsmönnum fyrir 27 þús- und rafeldavélum, auk kæliskápa og þvottavéla. Útgerð hefir staðið með miklum blóma, fyrst á þilskipum og siðar með togurum og vélbátum, því að fyrst og fremst er það sjórinn, sem færir bæjarbúum björg í bú. Lands- kunn útgerðarfyrirtæki hafa starfað í Hafnarfirði alla þessa öld og enda meira en heilli öld iengur. Á sama hátt og Skúli fógeti kallast faðir Reykjavíkur má Bjarni Sívertsen kall- ast faðir Hafnarfjarðar, þessi mikli dugnaðarforkur, sem kom sem ungur sjómaður austan úr Selvogi og gerðist merkasti kaupsýslumaður sinnar tíð- ar og frægur um Norðurlönd á þeim tíma er ísland var að kafna í vesal- dómi á tímanum, sem kenndir eru við Jörund hundadagakonung. í þá daga var Hafnarfjörður miklu merkilegri verslunarstaður en Reykja- vik. Höfnin þar var sjálfgerð og þar gátu skip legið örugg í flestum veðr- um, en í Reykjavík var hvergi skjól, fyrr en liafnargarðarnir voru full- gerðir í byrjun fyrri heimsstyrjaldar- innar. Þess vegna kom Hafnarfjörð- ur jafnan mjög við sögu íslenskrar sóknarverð. Nú eru tímarnir svo breyttir, að Hafnarfjörður er ekki jafn þýðingarmikill verslunarstaður og áður var; það er útvegurinn sem byggir fyrst og fremst á liöfninni, en ekki verslunin. Tveimur árum eftir að Hafnarfjörður varð kaupstaður byrjaði enskt firma, Bookless Bros, útgerð í Hafnarfirði og stundaði hana í 12 ár, en á árunum 1922—-’30 rak enska firmað Hellyer mikla útgerð. Þegar hún hætti vofði atvinnuleysi yfir bænum og til þess að vinna bug St. Jósefsspítali, reistur 1926, stækkaður 1956. verslnar, bæði áður en cinokunar- verslunin hófst og eftir. Þangað sigldu Englendingar og Þjóðverjar og á ein- okunartimunum var Hafnarfjörður „feit höfn“ sem kallað var og eftir- á því réðst bæjarfélagið í að kaupa togara, „Maí“ hét hann, en frá byrjun fyrri styrjaldar höfðu „Ýmir“ og „Viðir“ verið gerðir út. Af einstakl- ingum, sem einkum hafa átt merkan þátt í útgerðarstarfinu má sérstaklega nefna hinn kunna athafnamann Einar Þorgilsson og syni lians, er tóku við starfinu eftir fráfall föður síns, Au- gust Flygenring, h.f. Akurgerði, Böðv- arssyni, Loft Bjarnason og Jón Gísla- son. Ýmsir fleiri koma við þessa sögu, svo sem Þórarinn heitinn Egilsson, sem hélt uppi merki föður sins, hins mikla athafnamanns Þorsteins Egils- sonar. Merkur áfangi náðist i sögu útgerð- armála bæjarins í fyrra, er liið nýja og fullkomna fiskiðjuver tók til starfa. Er það eitt hið fullkomnasta hér á landi, og verður útgerðinni mikil lyftistöng. Elsta hafskipabryggjan í Hafnar- firði var byggð 1913. Síðan hefir liöfn- in verið aukin jafnt og þétt og árið 1940 var byrjað á hleðslu hafnargarð- anna, sem nú hlífa höfninni i þeirri átt, sem áður var óvarin. Um aldamótin var Hafnarljörður frægastur út á við íyrir skóla þann, sem séra Þórarinn heitinn í Görðum stofnaði, og kenndur er við Flensborg. Víðsvegar af landinu sóttu ungmenni skóla þennan, sem í þá daga svaraði tii Möðruvallaskólans. Árið 1937 fékk skóli þessi nýtt og veglegt hús á Hamrinum og sómir sér þar vcl, sem menntasetur Hafnarfjarðar. Barna- skólinn núverandi var fullgerður 11 árum áður, stendur hann á einkar fögrum stað, og uppistaða var gerð i Læknum, þannig að stór tjörn er fyrir framan skólahúsið. Barnaskólinn, stofnaður 1875, stækkaður 1943. Sundhöllin, vígð 1943, yfirbyggð 1953.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.