Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.06.1958, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Hér hefir verið farið fljótt yfir sögu og eigi drepið á nema sumt af þvi, sem telja má til minnisverðra tíðinda i sögu bæjarins. Og línur þessar vill Fálkinn enda með því að óska Hafn- firðingum gæfti og gengis um mörg ókomin ár. (Myndirnar tók Gunnar Rúnar). Sama árið og barnaskólahúsið var íullgert, tók iðnskóli tii starfa. Enn enn skeði eitt í sögu bæjarins þetta sama ár, 1920: kaþólska trúboðið stofnaði St. Jósefsspitala þar. Síðan hefir útlent nunnuklaustur verið reist í bænum. Ráðhús eignaðist Hafnarfjörður við aðalgötu bæjarins árið 1944. Þar rek- ur bærinn einnig kvikmyndabús. Fundarsalur bæjarstjórnarinnar er á efri bæðinni. Páll Einarsson, síðar hæstaréttárdómari var fyrsti oddviti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en í henni sátu Böðvar Böðvarsson, Guð- mundur Helgason, sem lengi var bæj- argjaldkeri, Jón Gunnarsson, Kristinn Vigfússon, Sigfús Bergmann, Sigurgeir Gíslason og Þórður Ediionsson. En fyrsti bæjarstjórinn var Magnús Sig- urðsson, þáverandi sýslumaður og sið- ar bankastjóri. Af þeim mörgu, sem komið hafa við stjórn bæjarmála síð- an, má einkum nefna Emil Jónsson núverandi vitamálastjóra, sem hefir unnið bænum lengra og meira starf en nokkur annar, sem bæjarstjór' og þingmaður. Við bæjarstjórastarfinu tók af bonum núverandi bæjarstjóri, Stefán Gunnlaugsson. — Elliheimili og 'fyrstu verkamannabústaði eignað- ist bærinn árið 1931, og bafa þeir aukist jafnt og þétt síðan og setja sómasvip á bæinn. Yfirleitt má segja það Hafnfirðingum til bróss, að þeir hafa kostað kapps um að bæta og fegra bæinn sinn, svo að margt er þar með meiri myndarbrag en gerist um bæi af líkri stærð, bæði liér og er- lendis. Hitaveitumál og nýting jarðhitans er mál, sem kemur mikið við sögu Iíafnarfjarðar. Árið 1937 réðst bærinn i að kaupa Ivrýsuvík í því skyni að rækta þar land og nýta hveraorkuna. Framkvæmdir á því að virkja jarð- hitann eru enn ekki hafnar, en nú mun það allra manna mál, að Krýsu- víkurkaupin liafi verið gerð af mikilli framsýni. Og væntanlega verður þess ekki langt að bíða að hið óbeislaða afl fari að starfa í þágu Hafnfirðinga og jafnvel fleiri landsbúa. Þegar Krýsuvíkur-leiðin var fullgerð komst Hafnarfjörður i þjóðbraut, sem notuð er i samgöngum við suðurlandið þeg- ar Hellisbeiði er ófær. Og alltaf hefir staðurinn verið i þjóðbraut suður- Hafnarfjörður 1908 og fimm- tíu árum síðar. nesjanna, en bún er fjölfarin, ekki sist siðan Keflavík varð setuliðsstaður og fékk flugvöll. Svo mikil var umferðin orðin gegnum Hafnarfjörð, að ekki þótti annað fært en að leggja þjóð- veginn utan bæjarins, og hefir það létt stórum á umferðinni um aðal- göturnar. Hafnarfjörður er fallegur bær og einkennilegur. Elsta byggðin er í kvos við fjarðarbotninn og að norðanverðu skýlir hraunið byggðinni fyrir næð- ingunum, sem stundum eru svo slæm- ir i Reykjavik. Stundum er þannig biti og blíða i Hafnarfirði þegar kalt er í Reykjavík. Skjólið i brauninu hafa Hafnfirðingar notað til þess að koma sér upp skemmtigarðinum Hellisgerði, sem með réttu má kalla stolt bæjar- ins. Það var árið 1924 sem málfunda- félagið Magni byrjaði trjárækt í Hell- isgerði, sem siðan hefir aukist jafnt og þétt nndir umsjón Tngvars Gunn- arssonar. Blómarækt er þar einnig mikil og staðurinn svo mishæðóttur, að allt nýtur sín svo vel, sem best verður kosið. í tjörninni í garðinum stendur gosbrunnsmynd, sem Bjarni Snæbjörnsson læknir og kona hans gáfu bænum fyrir ca 15 árum. I Hell- isgerði eiga Hafnfirðingar sína meslu bæjarprýði. Bæjarbókasafnið nýja. Til vinstri: Þjóðkirkjan í Hafnarfirði. — Að neðan: Flensborgarskólinn, stofnaður 1883.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.