Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1958, Síða 13

Fálkinn - 10.10.1958, Síða 13
FÁLKINN 13 — Þú ættir að vera mér þakklátur fyrir að ég er að reyna að hjálpa þér, sagði hún. — Þetta var ágæt ráðagerð, og ég sagði aðeins, að kannske gætir þú talið hana á að fara með þér ... — Jú, einmitt. Þú sást hvernig það fór! — Þú tefldir á tvær hættur, sagði hún. — Hlustaðu nú á mig. Hún studdi hendinni á handlegginn á honum. — Ég get fallist á að þú hafir verið óheppinn, en þú mátt ekki flækja þér í meiri vandræði. Eitt get ég gert fyrir þig. Eg get léð þér peninga til að kom- ast til Englands — og þér væri hollast að ná í flugvélina, sem fer í fyrramálið. Þegar sá, sem þú keyptir bílinn af, kemst að því að þú ert farinn, gerir hann sig ánægðan með að fá bílinn aftur. Og að því er hinar skuldirnar snertir, skal ég veðja um að hann frændi þinn sér um þær fyrir þig, þótt ekki sé nema til þess að láta ekki skugga falla á sig. Auk þess er langt til Englands og Portúgalar þurfa góðan umhugsunartíma í hverju máli. — Heyrðu, Olivia, sagði Tony og horfði á hana með aðdáunarsvip. — Við hefðum getað komið ýmsu fram í sameiningu. Verst að við skulum bæði vera svona auralaus. — Já, það er hörmung, sagði hún. — Eg skal hitta þig á flugvellinum — með farmiða handa þér. Hann hugsaði sig um í svip. En honum voru öll sund lokuð og ekki annars kostur en þiggja tilboð hennar. — Eg skal borga þér þetta aft- ur, sagði hann. — Bara að ég geti selt kvik- myndarhandritið. Þegar á allt var litið átti Tony þetta inni hjá henni, hugsaði hún með sér á heimleið- inni, hálftíma seinna. Hún þóttist vita, að hún mundi aldrei fá peningana aftur. Mun- urinn á henni og Tony var sá, að hann vildi ná í Melanie en hún vildi losna við hana. Það leit illa út hjá honum, en nú voru allar horfur á, að hún mundi vinna sína orrustu. Hún fann að hann átti þennan flugmiða hjá henni. Þegar þau komu heim steig Brett út úr bílnum og hjálpaði Melanie út. Hún hljóp sem hraðast undan honum en hann elti hana inn. Þegar hún gekk i áttina til stigans kallaði hann í hana. — Viltu koma hérna inn með mér, sem snöggvast? Ég þarf að tala við þig um dálít- inn hlut. Hún hikaði stundarkorn og fór svo með honum inn í blómastofuna, og hann kveikti á lampanum. — Getum við ekki biðið til morguns? spurði hún. Ef hann hefði ekki verið svona reiður, mundi hann hafa séð að hún var í þann veg- inn að lognast út af, en afbrýðin brann í hon- Þraut Hvað eru börnin mörg? (1 síðustu þraut voru efsta húsið til liægri og neðsta til vinstri eins). um og gerði hann blindan og tilfinningar- lausan fyrir öllu nema sínum eigin sáru von- brigðum. Hann hafði treyst henni — hann hafði haldið, að þessi skæru augu gætu ekki logið. En hún hafði frá öndverðu villt honum sjón- ir. Hún hlaut að hafa verið ástfangin af þess- um svikahrapp. Enginn vafi gat leikið á því að hún var sek. Hún hafði verið ástfangin af Goring í Lon- don og hafði haft stefnumót við hann og farið bak við frænku sína. Hún hafði kysst hann hérna úti í garðinum ... Hann gekk að arninum og sneri bakinu að henni. — Brett .... Hann leit snöggt við og sá að Melanie stóð við hlið hans. — Viltu ekki hlusta á mig? spurði hún. — Ég gaf honum ekki festina. Framhaldið á sögunni er hreinn og beinn tilbúningur. — Hvernig náði hann í festina? spurði Brett. — Hann hlýtur að hafa fundið hana. Fjanda korninu, hugsaði hann ólmur með sér. Hann langaði til að trúa henni, en veittist það mjög erfitt eins og á stóð. — Ég skal segja þér þetta allt. Og svo þuldi hún upp það sem henni og Tony hafði farið á milli, en hún sá enga breytingu á andlitinu á Brett. — Trúir þú mér ekki? spurði hún. — Hvernig á ég að geta trúað þér? Goring sagði sjálfur ofur skilmerkilega frá því hvernig hann hefði fengið festina. Þú játar að hann hafi komið til þín til að biðja um hjálp ... — En ég sagðist ekki geta hjálpað honum. — Þú hafðir enga peninga. En þú hafðir safírana. — Ég gaf honum ekki festina, sagði hún ofur rólega. — Hvað varstu að gera heima hjá honum í nótt? — Ég fór ... Olivia ... — Já, ég veit það. Hún sagði mér að hún hefði ekki getað varnað þér frá að fara. Hún reyndi að fá þig ofan af því. — Sagði hún það? Melanie kreppti hnef- ana. Eldur brann úr augunum. — Lygalaup- urinn sá! Hann hleypti brúnum. — Enn fleiri lyga- laupar? Nú flaut út af. — Einhvern tíma muntu komast að sannleikanufti! hrópaði hún í bræði. — Þú sakar mig um lygi og óheilindi. Ég vil ekki vera hér á heimilinu degi lengur! — Ekki það? Og hvert hefir þú þá hugsað þér að fara? Hvar færð þú tækifæri til að hitta Goring aftur? Hefirðu hugsað þér að elta hann — til Englands — eða til Ameríku? — Kannske! svaraði hún í þráa. — Mig gildir einu hvert ég fer — eða með hverjum — ef ég aðeins get komist á burt frá þér. Og nú fer ég ... — Ekki held ég það. Hann þreif í öxlina á henni og sneri henni að sér. — Framvegis gerir þú það, sem ég óska ... — Nei, ég geri það ekki. Hún sleit sig af honum. — Eg klaga fyrir Studholme mála- flutningsmanni, — hann er meðráðamaður minn líka ... — Hann er ekki löglegur meðráðamaður þinn. Auk þess verður hann mér algerlega sammála þegar hann heyrir um þetta. Hún starði á hann frýjandi, hvössum augum. — Ég vil ekki vera hér — og ég vil ekki hlýða þér. Hann yptti öxlum. — Það er réttast að þú farir upp í herbergið þitt. En nú var hún öll í uppnámi. — Eg vil það ekki! hrópaði hún. — Eg hata þig! Eg vil heldur svelta í hel en vera deginum leng- ur hérna á heimilinu. Ef Goring frændi hefði vitað hver hrotti þú ert mundi hann aldrei hafa látið mig fara hingað. Ég vil ekki sofa í þessu húsi eina einustu nótt lengur ... — Ef þú vilt endilega halda áfram að haga þér eins og óviti, verður þú að sætta þig við að farið verði með þig eins og óvita, sagði hann. Og áður en hún vissi af hafði hann FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af' greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1 V-i—G. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltestcd. — Sími 12210. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.