Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1958, Síða 2

Fálkinn - 28.11.1958, Síða 2
2 FÁLKINN BÆKUR 2. Hanna, vertu hugrökk Sjötta bókin í röðinni af hinum vinsælu Hönnu-bókum. Fimmta bókin, „HANNA HEIMSÆIÍIR EVU“, kom í vor og er nú því nær uppseld. 3. Matta-Maja vekur athygli Að undanteknum HÖNNU-bókunum bafa engar telpnabækur náð jafnmiklum vinsældum og sögurnar um Möttu-Maju. 4. Jonni í ævintýralandinu Segir þar frá 13 ára röskum dreng af enskum ættum og vini bans, kínverskum dreng, sem lenda i miklum ævintýrum í frumskógum Malajalanda. Um þessa bók liefir verið skrifað: „Sagan er ótrú- lega skemmtileg og spennandi, en auk þess liefir hún að geyma ógleymanlegar lýsingar á töfrum frumskógarins og háttum og siðum frumbyggja þessara Ianda.“ 5. Kim og félagar Hér kemur fyrsta bqjþin í bókaflokknum um Kim og félaga bans. Kim er hörkuduglegur strákur og lendir í mörgum æsandi ævin týrum, en þið munuð kynnast þvi, hvernig honum tekst að greiða úr þeim flækjum. 6. Sonur veiðimannsins Höfundur þessarar bókar, Karl May, er viðfrægur fyrir Indíána- sögur sínar ,og eru þær þýddar á mörg tungumál. Sonur veiði- mannsins gerist á sléttum Norður-Ameríku á þeim tímum, er ekki var þar komin nein föst byggð, en aðeins Indíánaflokkar og hvítir veiðimenn reikuðu um slétturnar. — Fyrsta bókin af sögum Karls May um hina villtu Indíána og veiðimenn: „Bardaginn við Bjarka- gil“ kom fyrir siðustu jól og er nærri uppseld. 7. Smaladrengurinn Vinsi Eftir Jóliönnu Spyri. Meðal vinsælustu unglingabóka, sem þýddar hafa verið á islensku, er sagan af Heiðu, eftir Jóhönnu Spyri. Sú bók er löngu uppseld, en myndasagan af Heiðu og Pétri hefir kom- ið i einu af dagblöðunum og kvikmyndin af þeim naut óvenju- mikilla vinsælda. Þó er af mörgum talið, að sagan af litla samla- drengnum Vinzi sé besta bók Jóhönnu Spyri. Sagan gerist í hinu undurfagra landslagi svissnesku alpanna og lýsir hinu nána sam- bandi unglinganna við lnisdýrin. 8. Boðhlaupið Stefán Sigurðsson kennari þýddi. Fyrir nokkrum árum kom þessi bók út undir nafninu Boðhlaupið í Alaska. Hér kemur hún í nýrri útgáfu. t bókinni segir frá mikilli lietjudáð, er fimrn menn lögðu - lif sitt í liættu til þess að bjarga börnunum í Nome i Alaska frá því að verða barnaveikinni að bráð. Og þó var það George litli, sonur læknisins, sem fann ráðið til þess að koma hinu dýrmæta lyfi á leiðarenda. Sagan er fögur og ógleymanleg. 9. Gulleyjan eftir Robert Stevenson. — Gulleyjan, þessi spennandi sjóræningja- saga, hefir verið þýdd og lesin á fjölmörgum tungumálum og kvik- mynduð i ótal útgáfum. Hver cr sá, sem ekki kannast við einfætta sjóræningjann, sem öllum skaut skelk í bringu. Lýsingar Steven- sons á hinum hrjúfu mönnum, sem fengust við sjórán á átjándu öld, eru ljósar og snilldarlegar og gleymast aldrei. 10. Tígrisdýrið frá San Pedro Ekki þarf að lýsa Sherlock Holmes leynilögreglusögum. — Þær eru lesnar af ungum og gömlum og fyrnast ekki. — Allar þessar bækur eru í vandaðri útgáfu, mjög ódýrar. Prentsmiðjan LEIFTUR NÝJAR 1. „Svíður sárt brenndum“ Ekki þarf að minna á, að bóka Guðrúnar frá Lundi er ævinlega beðið með mikilli eftirvæntingu af alþýðu manna til sjávar og sveita. — Sagan, sem nú er komin i bókaverslanir, er ný, hefir hvergi birtst áður og gcrist á síðustu árum í sveit og við sjó. Verð bókarinnar er sama og á þeirri, sem kom i fyrra: Kr. 125,00. Skinandi bjart IjÓS í skyndi — án þess að hita þurfi lampann eða dæla. Hljóð- laus og öruggur lampi, fallegur og fljótvirkur. Verzlun O. Ellingsen H/F, Reykjavik. The Federation of Iceland Co-operative Societies. Aladdin Industries Ltd., Greenford, England.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.