Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1958, Page 3

Fálkinn - 28.11.1958, Page 3
FÁLKINN 3 KIÐALYFTA I SKALAFELLI Allar liorfur eru nú á ,því að á næsta ári verði komið upp hér á landi full- kominni skiðalyftu, en erlendis þar sem skíðaíþróttin er stunduð, eru slíkar lyftur laldar ómissandi. Það eru KR-ingar, sem ráðast í ]ietta og verður lyftan i Skálafelli. Skíðaskáli KR í Skálafelli hrann fyr ir fáum árum, en KR-ingar létu það ekki á sig fá, heldur hófust þegar handa um að reisa nýjan skála úr steinsteypu og timbri fyrir ofan kjallara. Er það hið vandaðasta lhis, sem verður búið öllum þægind- um. Þá er skálinn fyrsti fjallaskáli, sem fær rafmagn frá Sogsvirkjuninni. Það er rafmagnið, sem fyrir hendi er, sem gerir það mögulegt að ráðast í að byggja þarna skiðalyftu. Gera KR-ingar sér vonir um að það verði skiðaíþróttinni hin mesta lyftistöng þar sem luin verður þá færari en áð- ur um að keppa við aðrar skemmtanir um hylli unglinganna. Með skíða- lyftu er hægt að komast upp á fjalls- tindinn á nokkrum mínútum í stað þess að eyða klukkustundum i erfiða göngu ,en aðalánægjan við íþróttina liggur i því að bruna niður hrekk- urnar. Geta má þess að eftir að Norðmenn byggðu sinar skíðalyftur, liafa þeir eignast bæði Ólympíu- og heimsmeist- ara i Alpagreinum skiðaiþróttarinnar, en áttu þá ekki fyrr. Vígsla nýja skiðaskálans i Skála- felli er fyrirliuguð á 60 ára afmæli félagsins í febrúar næstkomandi, en skiðalyftan verður væntanlega sett upp næsta sumar. Verður hún um 900 metrar að lengd. Félagsheimili Framsóknarmanna — Framsóknarhúsið — við Fríkirkjuveg var opnað sunnudaginn 1 (>. þ. m. Á neðri hæð er veitingasalur með sæt- um fyrir 200 manns, en á efri hæð verð.ur fundarsalur minni og skrif- stofuherbergi fyrir Framsóknarfélög- in í Reykjavík. Frystihúsinu Herðubreið hefir nú verið I)reytt i félagsheimili Framsókn- armanna. Húsið er leigt Sambandi ungra Framsóknarmanna og Félagi ungra Framsóknarmanna í Reykja- vík, sem annast rekstur þess. Veitingasalurinn niðri er hinn vist- lcgasti, eru þar sæti fyrir 200 manns. Verður hann opinn á kvöldin og eiga einhver skemmtiatriði að vera þar á hverju kvöldi. Hljómsveit Gunnars Ormslevs leikur í húsinu, með henni verða tveir söngvarar. Á daginn verð- ur framreitt þarna siðdegiskaffi. Framkvæmdastjóri er Guðbjörn Guð- jónsson, er séð hcfir um rekstur Bifrastar i Borgarfirði á sumrin. Yf- irmatsveinn er Þorsteinn Viggósson, yfirþjónn Kristján Runólfsson. Veitingasalurinn er hinn vistlegasti. Leiksvið hússins er mjög vel gert og hafa starfsmenn Þjóðleikhússins séð upp uppsetningu þess, er það talið Framhald á bls. 14. yieimili iyrir bliní fólk Skíðaskáli KR í Skálafelli. Hér í bænum eru starfandi tvö fé- lög, sem vinna að þvi að gera blindu fólkið lifið léttara og stuðla að því að starfskraftar þess fái að njóta sín, ]). e. Blindravinafélag íslands og Blindrafélág íslands. Reynslan hefir sýnt að blint fólk getur innt af hendi hin margvislegustu störf og sýnt þar engu minni kunnáttu en þeir, sem al- sjáandi eru. Blindravinafélagið hefir nýlega fest kaup á húseign á hinum fegursta stað við Bjarkargötu og Blindrafélagið vinnur nú að því að reisa stórhýsi á mótum Hamrahlíðar og Stakkahlíðar. Húsið á að vera þrjár hæðir og kjall- ari. Á tveimur efstu liæðunum verða vistarverur blindra, á neðstu hæð vinnusalur, sölubúð og skrifstofa, en í kjallara vinnuvélar og birgða- geymsla. Myndin, sem hér fylgiv með er af húsinu, þegar búið var að steypa kjallarann og fyrstu hæðina, en nú liefir önnur liæðin einnig verið steypt. Standa vonir til að húsið verði komið undir þak um áramót. Þessi mynd sýnir skíðalyftu eins og FRAMSÓKNARHÚSIÐ KR-ingar hugsa sér að gera í Skáiafelli. opnað við Fríkirkjuveg - Þar er einn veglegasti samkomusalur landsins

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.