Fálkinn - 28.11.1958, Side 4
4
FÁLKINN
Norah Docker — er - fín - rík - og frek
„Aðalsfrúin með slor-kjaftinn“, sem leyfir sér allt vegna þess að maðurinn hennar er ríkur.
Fyrir tíu árum varð ensk farþega-
flugvél að nauðlenda i byl um 100 km.
frá Stokkhólmi. Farþegarnir voru ná-
fölir og skjálfandi af hræðslu. Allir
— nema frú Norah Collins, sem fór
hin rólegasta í næsta gistihús og bað
um síma til London. Maðurinn sem
hún talaði við var sir Bernard Docker,
varaforseti Daimler Motor Co. og einn
af ríkustu mönnum Englands. Hann
hafði ráðið henni frá að fljúga í þessu
slæma veðri, en hún hafði ekki viljað
bregðast vinum sínum í Svíþjóð, sem
hún hafði lofað að heimsækja. í sím-
talinu spurði sir Bernard: „Norah,
viltu giftast mér?“ og hún svaraði:
„Sjálfsagt!"
Þessi verkamannsdóttir frá Birm-
ingliam hafði krækt i þriðja milljóna-
mæringinn og um leið komist í aðals-
stéttina. En síðan hefir livert hneyksl-
ismálið rekið annað í sambandi við
lafði Norah — það síðasta í sambandi
við furstann í Monaco.
Lafði Norah er 51 árs en er grönn
eins og ung stúlka ennþá, hárið gló-
bjart og augun blá. Hún veður í pen-
ingum og getur stært sig af að eins
mikið er skrifað um hana i blöðin
og Diönu Dors. Enn er hún girnileg
eins og kvikmyndadís. Þegar hún kem-
ur inn í veitingasal elta allir liana
með augunum og aðdáendur koma úr
öllum áttum til að fá að kyssa á hand-
arbakið á henni.
En lineykslismálin liafa siglt i kjöl-
far Docker-hjónanna síðustu tíu árin.
Engum þarf að leiðast þar sem þau eru
nærri. Þau eru eins og eldfjall og
fara ekki að annarra siðum. „Við er-
um eins og dinosaurusar á siðmenn-
ingaröldinni,“ segir lafði Docker.
Hún getur sýnst sakleysisleg eins
og lamb, en undir þessu sakleysisyfir-
borði er tígrisdýr. Hún vílar aldrei
fyrir sér. Hún gerir það sem hana
langar til og segir það sem henni dett-
ur í hug. Og svo hefir hún gaman af
að ausa út peningum og láta sjá að
hún sé rík.
— Faðir minn var svo fátækur að
við höfðum ekki efni á að kaupa vax-
dúk á eldhúsborðið, sagði liún ein-
hvern tíma þegar hún hafði drukkið
Lafði Norah Docker — útlæg úr
Monaco.
fullmörg kampavínsglös. — Mig lang-
ar til að gefa öðrum stúlkum úr verka-
mannastéttinni fordæmi til að haga
sér eftir.
Það er aldrei hægt að segja fyrir
hverju hún kann að taka upp á. Hún
getur verið kát og dauf í dáikinn, ró-
leg og fokreið, hvassyrt og ótrúlega
ang>urblíð. Ef hún hittir fólk sem
henni fellur vel við er hún ekkert
nema manngæskan. Fátæku og gömlu
fólki er hún eins og engill. Hún er
alveg laus við allt tildur og tilgerð.
En svo getur hún líka verið óþægi-
leg — ótrúlega meinleg við fólk sem
henni fellur ekki við. Hún hefir fengið
hvassa tungu í vöggugjöf. Og hún kann
að nota kattarklærnar í baráttunni við
náungann.
BYRJAÐI SEM DANSMÆR.
Norah Docker hét Turner áður en
hún giftist fyrst, og ólst upp í fá-
lækrahverfi. Faðir hennar var verka-
maður og fjölskyldan átti lieima i
Birmingham. Þar fékk hún vinnu i
verslun þegar hún var 14 ára. Hún
vann fyrst'í lampaskermadeildinni og
svo í sokka- og nærfatadeildinni. En
átján ára varð hún dansmær í Café de
Paris í London. Þessar meyjar áttu
að dansa við gestina og þurftu að vera
laglegar og dansa vel.
Þær fengu tvö pund á viku og kvöld-
mat, og urðu að vera til staðar frá
klukkan 9 að kvöldi og þangað til lok-
að var. Þær máttu ekki undir nein-
um kringumstæðum fara út með karl-
manni. En vitanlega urðu margir rik-
ir menn til þess að gefa þeim kampa-
vín. Og stundum voru þeim gefnir
skartgripir.
Þegar Norah var tvítug giftist luin
ríkum vínkaupmanni, Clement Call-
ingham. Þegar hann dó erfði liún nær
300 þúsund pund eftir hann. Skömmu
síðar giftist hún Cerebos-saltkóngin-
um Williams Collins, sem þá var 69
ára. Hann dó áður en árið var liðið
og nú erfði hún milljón sterlingspund.
Norah keypti sér veðhlaupahesta og
gamla höll og fór að lialda samkvæmi,
sem orð fór af. Og svo fór hún í
ferðalag kringum jörðina.
Árið 1949 giftist hún sir Bernard
Docker, og í samanburði við milljónir
hans voru eigur hennar eins og sand-
korn á sjávarströndu. Nú fyrst var
farið að taka cftir henni að marki, og
nú fór að bera á því, að hún var ekki
eins og fólk er flest.
Nú hafði hún fengið nafn, sem mark
var tekið á við hirðina og innan ensku
konungsfjölskyldunnar. Hún keypti
sér glæsilega ennisspöng og var nú
orðin gjaldgeng í aðalstéttinni. En
vegna þess live hún liagaði sér ein-
kennilega og hve hvassyrt hún var,
varð hún von bráðar enginn aufúsu-
gestur hjá fina fólkinu. Norali liefndi
sín með ])ví að halda stór samkvæmi
og dansaði þar við verkamenn manns-
ins sins í sínum fegursta skrúða al-
sett gulli og gimsteinum, sem kostuðu
of fjár. Og til þess að láta taka betur
eftir sér keypti hún höll og kirkju
og 50 sveitabýli i Buckinghamsliire og
gaf verkamönnum allt saman. Blöðin
skrifuðu raarga dálka um þessa nýju
tegund góðgerðarstarfsemi. Og það
likaði Norali. Hún hafði fengið það
sem hún vildi. Að ergja fínu frúrnar
og verða kunn meðal fjöldans.
Síðan hefir lafði N'orah verið fasta-
gestur í fréttadálkum blaðanna. Hún
kann að láta taka eftir sér. Á góð-
gerðasamkomu einni rigsaði hún snúð-
ugt út, er þingmaðurinn frú Braddock
kynnti Marlene Dietrich fyrir gest-
unum. Annað skipti fór lnin í sam-
kvæmi, sem bófaforingjarnir Billy
Hill og Albert Dimes höfðu efnt til i
Soho. Hún dansaði við þá og lét þá
kyssa á handarbakið á sér.
— Þeir eru mjög heillandi, sagði
hún. — Virkilegir herrar. Þeir kunna
sig miklu betur en margir höfðingjar.
Auk þess þekkja þeir fjölda af þjóf-
um, svo að gott er að eiga þá að, ef
einhvern tima kynni að verða stolið
frá manni.
Lafði Norah Docker hefir lika skipt
<•
Norah Docker er að fara á grímudansleik og hefir klæðst sem aðalpersón-
an í „Annie get your gun“, en sir Bernard er kokkur og Lance (sitjandi
hjá móður sinni) kúreki.
sér af stjórnmálum og reyndi að kom-
ast í framboð til þings. Og ýms spak-
mæli býr hún til, svo sem: „Pening-
arnir gera það aðeins ofurlítið þægi-
legra að vera aumingi." Eða: „Það er
til lítils að vera gift milljónamær-
ingi, ef maður kann ekki að lijálpa
honum til að eyða.“
Og fleira er haft eftir henni: „Ég
náði í sex zebraskinn í fóður á sætin
í bílnum mínum, þvi að það er of heitt
að sitja á minkaskinnum.“ — „Síðan
á 18. öld hefir Dockerfjölskyldan að-
eins borðað af gulldiskum. Ég geri það
líka, vegna þess að miklu auðveldara
er að útvega gull en gamalt postulín.“
— „Éð elska sjimpansa. Þeir minna
mig á kunningja í Mayfair.“
LÚXUSHEIMILI OG FLJÓTANDI
HÖLL.
Vitanlega eiga Doikerhjónin marga
bústaði. Þau leigja íbúð í Claridge
Hotel i London og eiga sveitabústaði
í Stockbridge, Hampshire og ævintýra-
bústað á Jamaica. Hann er við liinn
alkunna Montago Bay, og þar er
sundlaug, eins og flygill í laginu. En
hjónin hafa ekki notað þennan bústað
sinn nema einu sinni.
Lengst af árinu lialda þau sig um
borð í fljótandi höllinni sinni, „Sliem-
ara“. Fólk segir í gamni að „Shemera“
Sir Bernard og lafði Norah á veðreið-
um í Ascot.
hafi slagsíðu til hægri, því að þar sé
klæðaskápur lafði Norah. „Shemara"
er 833 lestir og er vátryggð fyrir rúm-
lega hálfa milljón enskra punda.
Ilver ferð þessa skips kostar mörgþús-
und pund og viðhaldið nemur 15.000
pundum á ári.
„Shemara-kokktcil" (kampavin með
sitrónusafa) er borinn fram daglega
um hádegið. „Ef þér viljið fá flösku
i klefann yðar er ekki annað en
hringja á þjóninn," segir sir Bernard
við gestina sína.
Auk „Shemara“ á Docker vandað-
an hraðbát, sem heitir „Noberlan*.
Nafnið er skeytt saman úr Norah,
Bernard og Lance (en Lance er tví-