Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1958, Qupperneq 5

Fálkinn - 28.11.1958, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 tugur sonur lafði Docker af fyrsta hjónabandi). Lafði Docker hefir yndi af að renna sér á vatnasldðum, og þá er þessi bátur notaður til að draga hana. Þá er hún ýmist í rauðum eða gulum brókum og fólk kallar hana ýmist „rauða djöfulinn" eða „gulu hættuna". Hún hefir líka gaman af að koma í spilabanka. Hún kallar hann „verk- smiðjuna“ sem hún vinnur „nætur- vinnu“ í. Og næturvinnan gefur henni góðar tekjur, því að hún er afar liepp- in. „Money goes to money“ segir enskt máltæki — eða: „Þangað viil fé sem fé er fyrir“. DOCKER OG DAIMLER. Sir Bernard var i mörg ár varafor- seti Daimler' Motor Co. Þegar iiann lét af þeirri stöðu fyrir tveim árum vakti það nærri því eins mikla athygli og konungur hefði sagt af sér. Þeir sem báru hann ofurliði við atkvæða- greiðsluna höfðu verið félagar hans árum saman og dáðst að honum og iofað hann. §11 erfiðleikarnir byrjuðu daginn sem sir Bernard giftist Norah, stúlkunni úr fátækrahverfinu i Birm- ingham. Það har meir á henni en góðu hófi gegndi, og maðurinn liennar varð að gjalda þess. Sex greiddu atkvæði á móti honum en þrír með og sir Bernard varð að fara. Náfrændi hans greiddi atkvæði móti honum. Þegar sir Bernard giftist Norah voru hreinar árstekjur Daimler Co. kringum hálf önnur milljón punda. Svo að ekki var hægt að segja að Norali hefði spillt fyrir félaginu. Sjálf segir hún um þetta: — Ýmsir fullyrða að ég hafi spillt fyrir mann- inum mínum. Þá ætla ég að segja, að ég hefi átt þrjá menn og ekki eyðilagt fyrir neinum þeirra. Ég elska Bernard og hefi alltaf gert allt til að hjálpa honum. En það er til fólk, sem hatar og öfundar mig. Og þegar öfundin er vakandi eru lygasögurnar fljótar að verða til. Það er sagt að ég veki of mikla athygli. Auðvitað vek ég athygli. Það kostar mig 20.000 krónur á ári, af mínu eigin fé — ekki mannsins míns eða Daimlers. Hvenær sem ég lét sjá mig i einkennilegum kjól eða hélt kampavínsveislur var það til að greiða fyrir Daimler. Eg hefði verið fús til að standa á höfði í Piccadilly ti! «‘ð greiða fyrir Daimler. EVA RÆK ÚR PARADÍS. Frægasta tiltæki lafði Norah er þó við Rainier Monacofursta. Ástæðan til þess er sú, að furstinn gerði hana útlæga úr Monaco og ennfremur var hún gerð útlæg úr frönsku héruðun- um Alpes Maritimes, Baisses-Alpes, en þessi héruð eru öll á Rivieriunni. Eva var gerð útlæg úr Paradís. Og Rainier gerði sir Bernard út- lægan líka. Ekki vegna þess að hann hefði hagað sér óskikkanlega heldur af því, að hann er ekki þannig eiginmaður að hann setji ofani við konuna sína á almannafæri. Sir Bernard og lafði Docker hafði verið boðið í skirnarveislu litla prins- ins af Monaco í dómkirkjunni. Þau höfðu keypt dýrar gjafir, m. a. gull- klukku hjá Cartiers skartgripasala. Á síðustu stundu bað lafði Docker um að Lance syni liennar yrði boðið líka. Því var neitað. Gestaskráin var full- samin og ekki hægt að bæta neinum við. Sjálfan skírnardaginn reif lafði Docker í tætlur pappírsflagg — Mon- acoflagg — í vínstofunni í Hotel de Paris í Monte Carlo. Rainier taldi þetta móðgun við þjóðina. Og svo voru hjónin gerð útlæg frá Monaco og þremur nærliggjandi frönskum héruðum og eyjunni Kors ika. Það siðara var samkvæmt vin- áttusamningi Frakka við Monaco, frá 1951. Hér eru Nice og Cannes, sem lafði Docker hefir dvalið í árum sam- an. — Þetta er hræðilegt, sagði frú Docker. — Rivierian er lífsloftið mitt. Ég kæri mig ekki um að vera í Monaco en mér er ómissandi að koma til Cannes. Lafði Docker fékk þriggja daga frest lil að komast burt. Yrði hún lengur mundi hún verða sett i fang- elsi. Heimsblöðin gerðu aðsúg að henni í íbúð hennar i Hotel Majestic í Cannes. Hún tók á móti blaðamönn- unum og lét kvikmynda sig i skósíðri hermelínkápu og talaði i marga liljóðnema samtímis. -— Þessi samn- ingur milli Frakka og Monaco er gerð- ur vegna þjófa og morðingja, sagði hún. — Rainier hefir lögregluríki með 90 leikfangsdátana sína. Einn blaðamaðurinn tók upp Monaco- flagg og spurði livort hana langaði til að rífa það. — Nei, ég vil hvorki sjá þetta flagg né snerta á því. Ég segi Rainier og Monaco strið á liendur. Auðvitað hafði lafði Docker sýnt ókurteisi. Það er hennar eðli. En ýms- um finnst óþarflega liart verið tekið á ])ví. Og liún er vís til að reyna að liefna sín. Hún gæti t. d. haft það til að leggja skemmtisnekkjunni sinni á landhelgislínuna við Monaco og láta ástarsöngva Grace úr kvikmyndunum hennar glymja i gjallarhorninu um borð. Annars er hún að hugsa um að skrifa endurminningar sinar. — Einn kafl- inn á að verða um Rainier fursta, segir hún. — Ég þekki hann vel og ætla að segja það sem ég veit um hann. Og þá fær lesandinn eitthvað fyrir peningana! En það er ekki óhugsandi að sættir komist á. Rainier hefir að minsta kosti lofað að létta af henni banninu ef hún biðji fyrirgefningar. En vill hún leggj- ast svo lágt — til þess að fá að kom- ast til Cannes aftur? 9IÁÐIIRIM, SEM fórnaði framtíð sinni fyrir systur sína 1—2) Charles Lamb, sem fæddist í London 1775, réðst til Austur-Asíufélagsins þegar hann var 21 árs. Hann var krangi að vexti. Aðeins hausinn var stærri en i meðallagi. Á barnsaldri vakti það athygli hve orðheppinn hann var, og margt hefir verið fært í letur af tilsvörum hans. Einhvern tíma þegar yfirboðari lians fann að því að hann kæmi of seint i skrifstofuna, fékk hann þetta svar: „Já, kannske hefi ég komið klukkutíma of seint, en þá skal ég líka fara klukkutíma of snemma.“ 3) Lamb bjó með systur sinni hjá móður þeirra, sem var ör- yrki. Svo bar það við 1796 að í æðiskasti greip Mary systir lians sveðju og drap móður sína. — Kviðdómurinn kvað upp dóminn: „Ekki sek!“ en krafðist þess að Mary væri látin á geðveikrahæli, ef bróðir hennar treysti sér ekki til að taka ábyrgð á lienni í heima- húsum. Lamb tók á sig þessa ævilöngu byrði. 4) Næstu árin gekk upp og niður með heilsufar Mary. í hvert skipti sem hún fékk hugarvíls- eða ofsakast, tók Charles hana undir arminn og fór með hana í geðveikrahælið og þar voru þau þangað til kastið var liðið hjá. Sjálfur stóð hann á því fastar en fótunum, að þessar heimsóknir i geðveikrahælið hefðu bætandi álirif á hugarástand hans sjálfs. Hann sagði að sér væri hressing að þeim 5) Þegar allt lék í lyndi milli kastanna unnu þau saman að hin- um frægu „Tales from Shakespeare“. Og Lamb skrifaði fjölda af ritgerðum — essays — sem frægar urðu. Hann var kunnugur fræg- ustu rithöfundum þeirra tíma, en leitaði oft huggunar hjá Bakkusi. Hann dó árið 1834, óánægður njeð heiminn og þreyttur lífdaga. Mary lifði liann í 13 ár. Eftir hann var þetta mælt: „Vinir lians elskuðu hann, og vinir enskra bókmennta munu ávallt elska hann.“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.