Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1958, Side 6

Fálkinn - 28.11.1958, Side 6
6 FÁLKINN ROBIN DOUGLAS HOME píanóleikarinn, sem vill eiga prinsessuna Eitt kvöldið fyrir nokkrum ár- um sátu þeir saman í liðsforingja- skálanum í Scots Greys ungi her- toginn af Kent og Robin Douglas Home. — Minnstu ekki á kvenfólk við mig, kunningi, sagði Robin, — ég er kvenhatari. Kannske lít ég öðrum augum á hjónabandið þeg- ar ég er orðinn gamall, en við skulum gleyma því núna. Hertoginn brosti, og Charles, yngri bróðir Robins hristi höfuð- ið. — Bíddu þangað til þú situr í daufu ljósi eitthvert kvöldið og hlustar á lokkandi tónlist og allir kringum þig eru í rómantískum hugleiðingum, sagði hertoginn, — þá kemur einhver í laumi inn í til- veruna þína, og þú ert glataður. Douglas Home kapteinn hló tröllahlátur. Hálfrökkur og veikir tónar! Hvílík fjarstæða að halda að það ætti að freista min. Þegar hann fór úr hemum eftir að hafa starfað sem liðsforingi í fimm ár, hafði Robin Douglas steingleymt þessum orðum hins tigna hertoga af Kent. Hann hafði um annað að hugsa, t. d. að græða peninga- Hann fór að vinna í auglýsingastofu í London en gekk illa að láta kaupið hrökkva fyrir þörfum sínum. Þá datt honum í hug ráð til að auka tekjurnar. Hann hafði glamrað á píanó árum saman. Því ekki að gera sér mat úr því? Að vísu andmælti hin stranga móðir hans, lafði Margaret, og frændi hans, sem var jarl og foringi íhaldsflokksins í neðri málstof- unni, þessari hugmynd eindregið. En Robin sat við sinn keip. Fyrir mörgum árum mundi öll fjölskyldan hafa fengið tauga- áfall við þá tilhugsun að angi af þeirri göfugu fjölskyldu ætti að vinna fyrir sér, og jafn fráleit hugmynd og að maður sem héti Douglas Home ætti að gerast píanisti í náttklúbb, tók vitanlega engu tali. En háu skattarnir í Englandi og ekki síst erfðafjár- skatturinn lamaði enska aðalinn svo, að hann varð að finna nýjar leiðir til að geta haft ofan í sig að éta. Svo að lafði Blandford, vinur og hollráðanautur Robins brosti bara þegar hann spurði um álit hennar á því að hann færi að leika á píanó í náttklúbb. — Drengur minn, sagði hún — ég mundi blátt áfram dást að hug- rekkinu í þér og styðja ákvörðun þína um að verða þér úti um at- vinnu. Það er engin minnkun að því að vinna fyrir sér. Ef þú vilt skal ég gefa þér vottorð um að þú sért duglegur pianisti. Hvað seg- irðu um Casanovaklúbbinn? Ég þekki Rico Dajou, svo að lína frá mér gæti kannske hjálpað þér ... — Það var fallega mælt, sagði Robin og svo skrifaði hann bréf til Casanovaklúbbs Rico Dajous í Grosvenor Street í London- — „Ef yður kynni að vanta píanista ætla ég að biðja yður um að minnast mín.“ Og samtímis fékk klúbburinn bréf frá lafði Blandford, með ágætum meðmælum með Robin. Tveimur dögum síðar fékk hann símskeyti um að gefa sig fram í klúbbnum. Stúdentinn frá Eton og fyrr- verandi kapteinn í hinni frægu hersveit Scots Greys Reginment settist við pianóið í klúbbnum fyrsta kvöldið jafn heimavanur og hann hefði verið þar alla sína ævi. Hann var hvorki lífsleiður, eins og margir af gestunum kringum hann, eða rembilátur og taldi sig hafin yfir aðra, heldur eins og hann sjálfur orðaði það: — Aðeins maður sem reynir að verða sér úti um lífsuppeldi með heiðarlegu móti. Hann spilaði sitt af hverju af því sem hann kunni, rómantísk lög í rómantískum búningi ... 7/ I Fall in Love ... I’m in the Mood of Love ... Some Enchanted Ev- ening •. . Unga fólkið í salnum hópaðist að honum. Hann var hvorki Chopin né Paderevski — ekki einu sinni Liberace, en Robin kunni tökin á nótunum, hafði töframátt hvað það snerti, svo að áheyrendur komust í hrifningar- ástand. Á einu kvöldi varð hann Seint að kvöldi 4. mars s.l. vetur kom Robih Douglas Home til Stokkhólms, til þess að sýna sig aðstandendum unnustunnar. Svo mikið af forvitnu fólki hafði safnast saman á flugvellinum að lögreglan átti fullt í fangi að koma Robin undan óskemmdum. Margrét Svíaprinsessa. einn af vinsælustu náttklúbba- píanistunum í London, en róman- tík var þó ekki til í honum. Það var annað mikilsverðara, sem hann var að hugsa um. Kaupið fyrir vinnuna í auglýsingastofunni á daginn og í klúbbnum á nóttunni nam samtals 2.500 pundum á ári. Hann leit björtum augum á fram- tíðina. Þó að Robin starfaði í nátt- klúbbnum breytti það engu um vináttu hans og hertogans af Kent og annarra ungra Breta með blátt blóð í æðum. Um helgar fór hann oft til Coppins, bústaðar Kent- hertogans, til að hvíla sig og skemmta sér með vinum sínum, og dansa við Alexöndru prinsessu, systur hertogans. En einustu ytri virðingarmerki hans voru Eton- hálsbindið og innsiglishringurinn með kjörorði fjölskyldunnar: Tryggur til æviloka. Nú var lafði Margaret Douglas Home orðin upp með sér af syn- inum og skemmti gestum sínum á aðalsheimili sínu í Kensington með þessu líkum ummælum: — Ég hugsa eingöngu um ham- ingju sonar míns. Hann er svo á- nægður með að bjarga sér sjálfur. Ég get ekki séð að það sé óvirð- ing að þvi að starfa í náttklúbb. Því ætti það að vera. Er ekki betra að vinna en að vera öðrum til byrði? Víðar í Englandi fóru hertogar og jarlar að dæmi Robins. Sumir opnuðu dyr ættaróðals síns fyrir þeim, sem vildu borga 2 sh. 6 pence fyrir að sjá alla gömlu ætt- argripina og fá tebolla og bollu í kaupbæti. Skattar og erfðafjár- gjöld skópu nýja tíma hjá hinum fornu aðalsættum. 1 frístundurh sínum var Robin að hnoða saman visum. Hann hafði alla tíð haft gaman af bók- menntum, og ein mesta hetja hans í æsku var frændi hans, William Douglas Home, Ijóða- smiður og leikritaskáld, og eitt verk hans lærði Robin utanbókar. Sumarið 1956 var hann orðinn svo vinsæll að hið fræga Berkeley

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.