Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1958, Page 8

Fálkinn - 28.11.1958, Page 8
8 FÁLKINN Kerry Kennedy sá úr glugganum sínum að stúlkan — eða unga daman — færðist nær og nær hesthúsinu. Ilvað var hún að vilja þangað? Vitan- lega liafði hann lesið og heyrt um undarlegt fólk, sem reyndi að eitra fyrir veðhlaupahesta — sérstaklega þá, sem spáð var sigri — til þess að geta grætt of fjár á veðmálum eftirá. En hann hafði alltaf haldið að þetta væri tilbúningur. En þegar hann sá stúlkuna vera að laumast þarna, fór hann að hugsa um, livort ekki gæti verið eittlivað til i því. Veðlilaupagæðingarnir lians sex — en Florie var þeirra fremstur í meira en einu tilliti — voru eini arfur hans og framtíð, og þá sjaldan honum datt í hug að rósamála framtíðina, kom Floric þar alltaf við sögu. Þessi hest- ur hafði nokkrum sinnum fengið I. verðlaun, og ef honum tækist að sigra í Derbyhlaupinu þá gæti Kerry Kennedy keypt aftur ættaróðalið, sem hann hafði misst. En — hvað var stúlkan að vilja þangað? Hann þreif keyrið, sem hékk á nagla á þilinu, tók hattinn sinn og fór út ... Þetta var í rökkrinu og stúlkan hafði ekkert að gera — svo mikið var víst! Hún var ung — nítján eða tutt- ugu ára, og yfirleitt ljómandi falleg á að líta — á öðrum stað og tíma! Hör- undið var frísklegt og augnaráðið vak- andi og gáfulegt — en honum fannst þó eitthvað vera í felum í fallegu aug- iinum i henni. „Þetta er einkaeign!" sagði hann við hana og bar keyrið upp að hatt- barðinu. Hún brosti — gagnrýnandi. „Og hatturinn,“ sagði hún neyðarlega — „er hann ekki einkaeign líka?“ Nú dökknaði andlitið á honum. Hann skildi vel, að þetta var áminn- ing, fyrir að hann hafði borið keyrið upp að hattinum í stað þess að taka ofan. En — er þörf á að taka ofan fyrir fólki, sem ryðst inn á annarra manna lóð í óleyfi? Jæja, hvað sem því leið, var hún nú löguleg, sú litla — og kannske var ósvífnin aðeins í nösunum á henni. „Einn af hestunum mínum á að keppa í veðreiðum á laugardaginn, og í dag er miðvikudagur, skiljið þér. Því er spáð að liann vinni, og vinnu- mennirnir mínar segja, að síðustu dagana hafi grunsamlegir náungar verið að snuðra hérna kringum hest- húsið.“ Hún kinkaði kolli og svaraði: Stnlkan „Ojæja, en það er ástæðulaust fyrir siðaðan mann að tapa jafnvæginu fyr- ir því ...“ „Kannske,“ grcip hann fram í, „en leyfist mér að spyrja hver þér ... ? En nú tók liún fram í fyrir honum og sagði: „Þér kannist kannske við gamalt orðtak um að það besta hjá manninum sé hesturinn — ég efast ekki um að það sé satt!“ Og svo kastaði hún til höfði og strunsaði burt, og að vörmu spori var hún horfin út í myrkrið. En þótt augu hans gætu ekki elt liana þá gerði hugur lians það. Und- arleg stúlka þetta! Virtist greind, hyggin og menntuð. íburðarlaust en nettilega til fara. En — oft er flagð undir fögru skinni. Henni gat vel hafa verið mútað til að eitra fyrir Eloric, eða að minnsta kosti gera honum niein, svo að hann gæti ekki keppt á laugardaginn. Stúlkan leit nógu sak- leysislega út til að vekja ekki grun, en það Iiefði einhver bófinn undir eins gert. Og ekki lék nokluir vafi á því, að það var hesthúsið hans, sem hún hafði augastað á. Það lá við að hann vorkenndi stúlkugarminum, sem hann hafði rekið á burt! Hann brosti i kampinn. „Heldurðu að hún geri það?“ spurði Hodges, sem sat á Hallemskránni með hinum virðulega félaga sínum, Pottei'. „Vitanlega gerir hún það,“ svaraði Potter. „Ef Florie vinnur ekki hlaupið — og það gerir hann ekki, ef stúlkan gerir það sem lnin á að gera — þá fær hún ... „Áttu við Elsie Rann?“ tók Hodges fram í. „Já, hvern annan ætti ég að meina ... ? Þegar hún hefir gert það sem henni hefir verið falið, fær hún 500 sterlingspund, og það er ekkert smá- ræði — unga sjtúlku munar um minna!“ „En hehlurðu að við getum treyst henni?“ „Auðvitað getum við treyst lienni! Hún cr úr sömu sveit og ég. Hún kom hérna inn eitt kvöldið — ja, það er líklega hálfur mánuður síðan — og spurði hvort ég væri ekki David Pott- er frá Meadows — því að ef svo væri þá ætti hún að bera mér kveðju. Ég bauð henni glas af öli og buff, sem hún gleypti á svipstundu, og svo liðk- aðist á lienni málbeinið. Maðurinn sem liún kom mcð kveðjuna frá hefir eins gott vit á hestum og við báðir til sgmans, og stelpan er enginn græn- jaxl heldur, i því tilliti. Svo að þér er óhætt að treysta Elsie Rann — eins vel og sjálfum þér.“ Hodges kinkaði kolli. „Gott, þá sendirðu hana þangað á föstudags- kvöldið. En fyrst verðum við að fara þangað og framkvæma nauðsynlegan undirbúning." „Vertu rólegur,“ sagði Potter. „Ég skal láta hana fá meðalið og spraut- una. Eg skal láta liana æfa sig á að nota morfínsprautu, svo að hún geti farið rétt að við hestinn. Og svo skal þessi Kennedy-garmur verða fyrir meiri vonbrigðum en -hann Iiefir lifað nokkurntíma á ævi sinni, þegar hest- urinn hans verður veikari en svo að liann geti unnið lilaupið." Þetta var lúalegt og einfalt bragð, hugsaði Kennedy með sér, — og verst var að liann kom of seint — eða nærri því of seint. Hann hafði verið að tala við knapann Moore, þeir höfðu verið að ganga frá áætluninni fyrir morgun- daginn og tala um sigurinn, sem þeir bjuggust fastlega við, og svo höfðu þeir kveikt sér i pípu og talað urn hvort ekki væri mál að fara að hátta. Og svo kom hávaðinn, einmitt þegar hann var kominn' úr fötunum, svo að hann þurfti ofur litla stund til að klæða sig aftur. Mistley, hestasveinninn, sagði eftir á, að ’hann hefði heyrt einhvern hrópa á hjálp úti á túni: „Hjálp! Morð! Þeir eru að myrða mig! Mistley hafði sagt við félaga sinn að hann yrði að liafa augun hjá sér meðan hann lilypi út á túnið til að athuga hvað um væri að vera — en strákurinn misskildi hann og hljóp inn til þess að kalla á Kenne- dy. Og jiess vegna stóðu hesthúsdyrn- ar opnar og gæslulausar i tvær—þrjár minútur. Vitanlega hafði það verið til að gabba, þetta liróp úti á túninu. Undir eins og Mistley var kominn þangað höfðu einhverjir náungar liypjað sig á burt hlæjandi og horfið út í myrkrið, og Kerry Kennedy, sem kom lilaup- andi ofan úr svefnherbergi sinu, liafði kornið að hesthúsinu galopnu og mannlausu. Eftir að hann hafði litið jiar inn, hafði hann sett strákinn á vörð og hlaupið áfram. Hann lieyrði grunsamlegt þrusk í runni skammt frá, rétt við veginn. Hann fór að þreifa fyrir sér og fann þá stúlkuna, sem hafði falið sig þar — stúlkuna frá í fyrradag. Hann tók fast i handlegginn á henni og hristi hana. En hún Iiorfði fast og rólega i augun á honum og sagði háðslcga: „Það er, eins og ég sagði yður i fyrradag — það besta við yður er tvímælalaust hesturinn yðar!“ Hann varð sótrauður af reiði. „Mig gildir alveg einu um það — en hvað viljið þér hestinum mínum?“ Hún losaði á sér handlegginn. „Ef þér eruð siðaður maður þá er yður best að láta mig i friði! Við crum stödd á alfaravegi, og ég geri ráð fyrir að lögreglan mundi taka svari minu ef ég kvarta yfir meðferð yðar á mér.“ „Lögreglan ...“ Það var nepja í rödd hans. „Ef ég gerði sjálfsagða skyldu mína mundi ég fara með yður beint á lögreglustöðina og afhenda yður þar. En hvað licitið þér annars?“ „Þér getið kallað mig Elsie Rann,“ svaraði hún háðslega og labbaði burt. Þegar hann kom aftur í hesthúsið eftir nokkrar minútur sýndi vinnu- maðurinn honum sprautuna. Hún hafði legið á gólfinu, við annan aftur- fótinn á Florie. Sprautan var tóm ... Þctta var lítil og nett sprauta, hæfi- leg fyrir kvenmann að handleika ... hann sá stúlkuna í anda hjá veð- hlaupagæðingnum. Stunga gegnum skinnið á lærinu, þrýsta að og strjúka svo liárið yfir staðinn — og Florian var úr leik á morgun! En mundi liann verða úr leik? Kennedy sendi eftir knapanum Moore, og þeir rannsökuðu nú hestinn eins vandlega og tök voru á. Florie var lieitur — en það var lílca heitt í hcst- húsinu — enn var eitrið ekki farið að lirífa. Það mundi ekki verða hægt að sjá álirifin fyrr en eftir tvo tima í fyrsta lagi ... eða var svo lævislega frá þessu gengið, að hesturinn mundi veikjast i miðju hlaupinu? Þeir sem stóðu bak við þetta mundu græða sand af peningum ... ]ivi að flestir veðjuðu á Florie sem öruggan sigur- vegara og mundu því leggja mikið undir — og þcir peningar mundu lenda hjá þeim, sem veðjuðu á ein- liverja hornrekuna. Moore stakk uppá að ná í dýralækni — en Mistley réð frá því, vegna þess að enginn vissi hvers konar eitur Florie hgfði fengið. Ef svo heppilega færi að ekkert sæi á hestinum í fyrra- málið, mundi það aðeins skaða sigur- von Flories, að sögur bærust út um þetta lilræði. Kerry Kennedy féllst á þetta — timinn var of naumur til að láta dýra- lækni gera tilraunir mcð skepnuna. Betra að bíða og sjá hverju fram vindi. írá í fyrradag

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.