Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1958, Qupperneq 11

Fálkinn - 28.11.1958, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. RUZICKA: Fyrstö flohks auglýsing Jolinny, sagði mr. Priestley viS unga manninn með blöðkueyrun og útvöðnu skóna. — Johnny, líttu á, hérna eru hundrað seðlar og hver þeirra gildir hundrað dollara. — Oh yes, boss, very fine. — Bíddu svo svolítið við áður en þú segir „fínt“ ... Þessir seðlar eru ekki ekta ... Við ætlum að heyja nýja auglýsingarbaráttu með þeim ... Littu vel á seðlana. Þetta er slcrambi vel gerðir 100-doliaraseðlar, nema að því leyti að þarna til vinstri er svolítil rák, og þar á siðar að prenta: „Heiðr- aði tilvonandi viðskiptavinur, hér sjáið þið hundrað dollaral En miklu nieira getið ])ið grætt, ef þér leyfið aðstoðar Priestley & Jackson. Gerið svo vel og talið við okkur. Við gefum yður góð ráð ókeypis." Hefirðu skilið þetta, Johnny? „Oh yes, boss. — Well, well, hélt Priestley áfram. Þetta búnt liérna er sýnishornasend- ing. Áður en ég afræð live ég bið um stórt upplag ætla ég að prófa hvernig ])essi auglýsing verkar á almenning. Settu upp hattinn og taktu seðlana og farðu út á götu. Réttu fóikinu scm þú mætir seðlana, og settu vel á þig hvernig það tekur því. Og eftir — látum okkur segja tvo tíma — kem- urðu aftur og gefur mér skýrslu. — Oh yes, boss. Ég skal fara strax. Á ég að koma með nokkurn af seðl- unum aftur? Priestiey tók um ennið. Stundi hátt. Nei, vintanlega ekki, flónið þitt. Þú átt að útbýta þeim öllum. — Oh yes, boss. Nú skil ég þetta orðið. Johnny setti beyglaða liattinn sinn á hausinn og fór .. . Hann kom ekki aftur fyrr en eftir þrjá tíma. í nýjum, gráum flúnels- fötum, hvítum rúskinnskóm, silki- skyrtu og mcð slifsi og nælu með ekta perlu. — Mr. Priestley! — Ilvað get ég gert fyrir yður? hrópaði Priestley og spratt upp af stólnum og lineigði sig. Ilélt að þetta væri nýr skiptavinur. — Mr. Priestley ... Boss! Þekkið ])ér mig ekki aftur? Forstjórinn varð fyrst i stað eins og steingervingur. Loks fékk hann málið aftur ... — Ert það þú ... getur það verið að þetta sért þú, Jolinny? Þú ert ger- breyttur ... Sjentilmaður frá hvirfli til ilja ... — Yes ... það er ég, svaraði Johnny ... Svo er seðlunum yðar fyr- ir að þakka . .. Þarf ég að gefa nokkra skýrslu. Þér skiljið hvernig fór þegar þér sjáið mig ... — f guðs bænum! Nú rann loks upp Ijós fyrir Priestley. — Scðlarnir! — Yes, Boss, sagði Johnny og brosti út undir eyru. — Yður er óhætt að óska mér til liamingju. Ég hefi komið af mér öllum seðlunum! — Hræðilegt! nnildraði Priestley i öngum sínum. — Hvernig gat þetta skeð? Tók cnginn eftir hvita reitnum á seðlunum? — N’ei, enginn, sagði Johnny hreyk- inn. Það er alveg áreiðanlegt. Ég skar nefnilega bita úr seðlunum þar sem rákin var. SAUMAÐUR ÚR FIMM KLÚTUM. — Stóru tískuhúsin i París hafa skraut- klefa, þar se-m þau selja blússur, hanska, ská og töskur o. þ. 1. Nú hefir Lanvin Castillo meðal annars nokkra fallega hvíta klúta með áprentuðum blómamyndum og hefir honum hugkvæmst að sauma kjól úr fimm klút- um, bolinn úr einum en pilsið úr hinum fjórum. I------------------ ★ Tískumifndir ★ Unga stúlkan hafði séð auglýsingu um atvinnu og gaf sig fram við stór- kaupmanninn, sem auglýsti. — Hvað hafið þér yður til ágætis? spurði hann. — Ég held að ég sé skrambi greind, og síðasta árið hefi ég unnið yfir þús- und krónur í krossgátuverðlaun. — Það er nú gott og blessað, en ég þarf stúlku sem getur notað greind- ina i skrifstofutímanum. — Já, einmitt. Ég réði allar kross- gáturnar i skrifstofutimanum. —O— Enskur bolabitur og rússnesk hlaupatík hittust á götu í París. Og bolabiturinn sagði: — Það er ekki verandi heima i Englandi lengur. Fólk nagar svo vel af beinunum þar, og hvergi er hundaþúfa eða luktar- stólpi. En hlaupatíkin reigði sig og sagði: — Það er eitthvað annað lieima í Rússiá. Ég á heima i stóru hunda- húsi og ét ekki annað en kjötbein og kaviar og sef á astrakanfeldi. — En hvað ertu þá að flækjast liingað vestur í seyruna í París? spurði bolabiturinn forviða. — Það lcemur til af þvi, að mann langar stundum til að gelta. —0— Monte Testaicio í Róm er 50 metra liár haugur og eingöngu úr gler- og leirbrotum, sem safnast hafa þarna fyrir í siðustu sex aldir. Fyrrum voru flest matvæli í Róm geymd í leir- krukkum, og þeim var fleygt þarna jafnóðum og þær brotnuðu. —0— Sumar stúlkur roðna þegar þær eru kysstar, aðrar hrópa á lögregluna, og sumar bíta. En verstar eru þær sem hlæja. —0— Lafði Astor er fræg fyrir að vera orðheppin, og láta orð sín hitta á rétt- an stað. í umræðum um barnauppeldi komst hún þannig að orði: „Því mið- ur vaða margar konur i þeirri villu, að þær séu orðnar mæður undir eins og þær hafa eignast barn. Með sama rétti gæti sú, sem eignast píanó, hald- ið því fram að lnin væri orðin tón- snillingur. —O— Rigningin sem fellur vinstra megin á þakið á kapellunni í Griiningen í Schwartsvald, rennur út í Dóná og kemst þaðan út i Svartaliaf, en úr- koman sem kemur hægra megin á þakið rennur í Ncckar og berst út i Norðursjóinn. —O— Imyndunarveikasti maðurinn, sem sögur fara af var Oskar barón von Redwitz (1823—1891). Síðustu 28 ár ævinnar kvartaði hann undan nýrri veiki á hverjum degi og lýsti yfir 10.000 sjúkdómum, en ekki gátu lækn- arnir kannast við neinn þeirra. —O— Vitið þér...? að í ár eru 100 ár liðin síðan fyrsta fréttaskeytið var sent yfir Atlantshaf ? En í dag dreifa 9.000 útvarpsstöðv ar fréttum um allan heim og 75 frétta- stofur í 04 löndum dreifa daglega tug- um þúsunda af orðum í fréttaskeytum sínum. að maður hrapar tiltölulega hægt í lofti? Nýlega setti franski kapteinninn Andernos Mosconi heimsmet í fall- hlífarstökki, með hlifaropnun á síð- ustu stundu, og lét sig hrapa úr 8.000 metra hæð en opnaði hlifina er hann var aðeins 325 metra frá jörðu. 7.075 metra fallið tók 105 sekúndur, sem svarar til 40.5 metra á sekúndu eða 107.4 kilómetra á klukkutíma. að íbúafjöldi Asíu vex óðfluga? Yfir þriðjungur stórborgabúa heims- ins er nú í Asíu. Þar þyrpist fólkið sem sé til borganna, eins og í vestur- löndum. En eystra sækir fólkið aðal- lega til fárra stærstu borganna. — í Asiu er nú reynt að varast það óliag- ræði, sem leitt liefir af örum stór- borgavexti á vesturlöndum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.