Fálkinn - 28.11.1958, Page 13
FÁLKINN
13
þeim fannst samtalið vera að falla niður. Hann
var vingjarnlegur og heillandi við dömurnar,
en þó ekki í nánu sambandi við neina þeirra.
Kaffið var borið fram á svölunum og að
svo búnu fóru kapteinninn og Amy út í garð-
inn að hreyfa sig. Hljómlistin heyrðist út um
opna gluggana — Julian hafði auðvitað valið
plöturnar — og stundvíslega klukkan kortér
yfir tíu stöðvaðist grammófónninn — og frú
Mclver varð fyrst til að gegna merkinu.
Skömmu síðar runnu bílarnir niður trjá-
göngin, hver eftir annan, en bíll Cranwoods
kapteins var þegar horfinn. Hann hafði farið
með Amy með sér í svolitla ökuferð.
Kvöldið var hljótt og heitt og loftið þrungið
deyfandi blómailm og suðandi skordýrum.
Julian studdi hendinni á arm Elisabeth.
—Ef þér eruð ekki mjög þreytt gætum við
kannske gengið dálítinn spöl, sagði hann. —
Næturloftið er hressandi þegar fellivindar eru
ekki í aðsigi.
Þau voru komin svolítinn spotta niður
garðstíginn er hún spurði: — Hvar voruð þér
áður en þér komuð hingað, hr. Stanville.
— I Malaya, svaraði hann. Ég var umboðs-
maður þar. Og þar áður á Borneo og þar áður
á Fiji-eyjum.
— Þykir yður gott að vera á Kyrrahafs-
eyjum, eða hafið þér þvingað yður til að láta
yður líka að vera hérna?
Það varð nokkur bið á svarinu og loks sagði
hann, og röddin var ekki laus við gamansemi
þó kaldranaleg væri. — Það er andúð í tón-
inum yðar til mín. Yður gremst eitthvað í
fari mínu, er það ekki? Ég hefi tekið eftir
því oftar en einu sinni. Hvað getur það verið?
Svo svaraði hann spurningunni. — Mér líður
vel allsstaðar þar sem ég get haft eitthvað
fyrir stafni. 1 mínu starfi fær maður áhuga
fyrir íbúunum og viðfangsefnum þeirra, og
flestir okkar hafa nóg að hugsa, skólastjórinn
hugsar um skólana og fræðsluna — læknirinn
um sjúkrahúsin og rannsóknastofuna og svo
framvegis. Faðir yðar hefir áhuga á að bæta
hafnarmannvirkin.
Hana langaði til að hann kallaði landstjór-
ann sir Henry, eins og hún gerði sjálf. — Og
þér? spurði hún svo.
— Ég er alltaf að reyna að koma á betri
samgöngum milli eyjanna, en ég vil helst
líta á þetta viðfangsefni í heild. I öllu land-
námsstarfi stoðar ekki að einblína á einn hlut
í einu, án þess að taka tillit til annarra. öllu
verður að þoka í rétta átt. Hann hló. — Þér
hafið sjálfsagt ekki gaman af að heyra mig
halda fyrirlestur um hvernig farið er að því
að byggja upp heimsveldi, og ef ég á að vera
hreinskilinn finnst mér synd að eyða svona
fallegu kvöldi í jafn veraldlegt efni.
Þraut
Hér er mynd af fjórum hérum. Þeir virðast
allir eins, en svo er pó eJcki. Finniö í hverju
hinar myndirnar eru frábrugðnar þeirri efst
til vinstri.
— Jæja, sagði hún. — Hvað eigum við þá
að tala um annað?
— Konur sem hafa ferðast mikið, eins og
þér, eru sjaldan í vandræðum með umræðu-
efni. Hvernig kunnuð þér við yður í París,
til dæmis?
— París? Hún hefði átt að vera viðbúin
spurningu eins bg þessari. Hvernig henni lík-
aði Paris — borg sem hún hafði aldrei séð?
— Kvenfólkið tekur varla eftir öðru í París
en hitanum i augum karlmannanna og smekk-
vísinni í klæðaburði kvenfólksins, sagði hún
létt.
— O, ekki veit ég nú það, sagði hann hugs-
andi. Hann stakk höndunum í vasana og bætti
við: — Mér er nær að halda að þér takið
eftir fleiru en augnaráði karlmannanna og
klæðaburði kvenfólksins. Þér viljið kynnast
kaffihúsunum og dómkirkjunum og Signu —
þér takið eftir fólkinu og börnunum. París er
ekki aðeins tískusýning í yðar augum heldur
elskuleg og töfrandi borg.
Hún svaraði létt: — Já, þér segið þetta
alveg eins og það er. París er elskuleg og töfr-
andi. Og áður en hann færi að tala um Mad-
ríd eða Bern flýtti hún sér að segja: — Eg
verð að þakka yður fyrir hve vel samkvæmið
var undirbúið og fór vel fram.
— Það var ekki nema skylda mín, sagði
hann.
HEFIR HANN GRUN?
Elisabeth leit til hans útundan sér. Hann
starði beint fram og hún sá skarpa vanga-
myndina með þunnum nasaflipum og munninn
sem brosti fjarrænu, hugsandi brosi. Hvað
var hann að hugsa um, þarna sem hann gekk
við hliðina á henni og reyndi að skrefa eigi
lengra en hún gerði? Á næsta augnabliki
mmnti hún sjálfa sig á, að það skipti engu
máli hvað hann var að hugsa um. En þegar
hann tók til máls aftur hlustaði hún með á-
kefð, eins og hún vonaði að fá svar við þög-
ulli spurningu sinni.
— Meðan ég man, sagði hann létt. — Ég
gerði dálítið, sem ég vona að yður líki vel.
Þér virtust talsvert æst út af hvolpinum á
flugvellinum og nú hefi ég sent bíl með hund-
inn til dýralæknisins. Hann var skoðaður og
ekkert reyndist vera að honum. Hann var
sendur heim til frú Kelvey siðdegis í dag. Við
hefðum ekki getað gert þetta ef hundurinn
hefði komið frá Englandi, en af þvi að hann
kom frá alþekktu hundabúi í Singapore, gát-
um við gert undanþágu.
Hún varð glöð en gröm um Jeið. Gerðuð
þér þetta mín vegna?
— Eingöngu yðar vegna. Frú Kelvey var
viðbúin því að verða að bíða eftir hvolpinum
í tvær vikur.
Hún hirti ekki um að þakka honum fyrir,
því að hún sá að ef til vill var honum kunnugt
um að hún hafði beðið Sands um aðstoð, og
kannske hafði Stanville aðeins gert þetta til
að sýna hver hefði völdin.
Hann hægði á sér og leit á hana. — Vitið
þér að þér eruð allt öðruvisi en ég hafði bú-
ist við. Faðir yðar er ekki vanur að tala um
yður, en af því litla sem hann hefir sagt, hafði
ég hugsað mér yður allt öðru vísi en þér eruð.
— Jæja. Og hafið þér orðið fyrir von-
brigðum.
— Nei, ég er bara dálítið hissa.
Þau námu staðar við múr, alþakinn ilmandi
blómum og hann hallaði sér upp að honum og
hélt áfram að tala og starði út í myrkrið. —
Vitið þér að föður yðar er mjög hugað um
að þér giftist?
Elisabeth hrökk við en kvaldi sig til að tala
rólega: — Allir feður eru með því markinu
brenndir, en ég vil ekki giftast enn.
— Það get ég vel skilið, sagði hann. — Þér
eruð svo ung.
Henni féll ekki hvernig hann talaði. Það
var líkast og hann hefði séð fyrir löngu, að
þær höfðu brögð í frammi, og mundi fletta
FÁLKINN — VIIÍUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af'
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin'kl. 10—lk
og IY2—6. — Ritstjúri: Skúli Skúlason. Frarakv.stj.:
Svavar Hjaltested. — Simi 12210.
HERBERTSprent.
ADAMSON
Hættuleg kven-
kjólatíska.