Fálkinn


Fálkinn - 05.02.1960, Qupperneq 11

Fálkinn - 05.02.1960, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA SAQAN ☆☆☆ Þegar frúin ætlaði út ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ VIÐ ætluðum í leikhúsið og ég hafði tvístígið á þröskuldinn — tveggja vindlinga tíma og biðið þolinmóður eftir að Gunsa snotraði sig upp í fegurðardrottningu. Loksins skellti hún svefnherberg- ishurðinni og opinberaðist í stigan- um. — Þá er ég tilbúin, auglýsti hún. Ég skellti á mig hattkúfnum og opnaði útidyrnar. — Bíddu svolítið, sagði hún, — ég held að skórnir meiði mig. Ég ætla að fara í aðra skó. Hún hvarf upp stigann aftur og ég tók enn á engil-þolinmæðinni minni og hélt áfram að tvístíga á dyramottunni. — Allt í lagi! Nú skulum við reyna að komast af stað! Við fórum út. Ég lokaði dyrun- um. — Æ, hanzkarnir mínir! Bara eina sekúndu .... Hún skaust inn aftur og hvarf upp í svefnherbergið. Það var rigning. Ég fór inn fyrir og hélt áfram að slíta mottunni. — Nú er ég tilbúin! Hún færði sig í svörtu nethanzkana sína meðan hún var að hlaupa niður stigann. — Bíddu svolítið, sagði hún og veifaði öðrum þumalfingrinum upp að nefinu á mér. Þumalfingurinn stóð út úr hanzkanum, nakinn og pervísalegur. Ég verð sjálfsagt að ná í aðra hanzka, það er gat á þessum. Höf- um við tíma til þess? Ég leit á klukkuna. — Nógur tími. Klukkuna vantar fimm mínútur í átta, og þetta byrj- ar ekki fyrr en klukkan átta. Við komumst þetta vel á fimm mínút- um, ef við ökum 380 kílómetra á klukkutíma. En hún var fyrir löngu horfin úr kallfæri. Ég þrammaði 17 sinnum yfir mottuna, en þá tilkynnti hún enn: — Allt til! — Við verðum líklega að fara að snúa mottunni, sagði ég, — hún er farinn að slitna. Svo komumst við að bílskúrnum og ég lyfti upp hurð- inni. — Æ, gleraugun mín! Ég gleymdi gleraugunum mínum! Hún þaut á spretthlaupi að for- stofudyrunum. Og svo á sprett til baka. — Lykilinn, ljáðu mér lykil- inn þinn, augnablik. Hún fékk hann og hljóp aftur. Mér datt í hug, að kannske hefði hún tekið upp á þessum hlaupum til að grenna sig. — Allt í lagi! Við skulum flýta okkur að komast af stað! Ég settist inn í bílinn. Hún fór að gramsa í litlu silfruðu tuðrunni sinni -— Varaliturinn? sagði ég. — Þú hefur gleymt varalitnum, er það ekki? — Jú„ Hún kinkaði kolli eins og sekur syndari, — hann er að minnsta kosti ekki hérna. Og inn fór hún exm. Fjórum mínútum og 30 sekúnd- um yfir átta, skreið hún lafmóð — upp í sætið við hliðina á mér. — Varaliturinn var í annari tösku .... þeirri litlu, svörtu, skilyrðu. Ég skil ekki hvernig hann hefur komizt þangað! Afsakaðu að ég lét þig bíða, en ég gat ómögulega mun- að hvar ég hafði lagt töskuna, — þá litlu svörtu, skilurðu .... — Ertu tilbúin? — Já, við skulum endilega kom- ast. Hefurðu aðgöngumiðana? Ég kinkaði kolli. Svo ræsti ég hreyfilinn og bak-slagaði út. Hún renndi kveðjuaugum til húsdyr- anna. — Ljósið! Ég hef gleymt að slökkva í svefnherberginu! Hún hoppaði út. Áður en myrkrið gleypti hana sá ég að hún tók af sér eyrnagullið. Líklega var hún með þau, sem meiddu. Ég beið í 5 mínútur. 6 mínútur. — 6 mínútur og 30 sekúndur. Þá kom hún. — Hér er ég. Æ, við skul- um komast af stað, ég er lafmóð af þessum erli en nú . . . . Æ, drott- inn minn! Ég skildi töskuna mína eftir inni, Hef ég tíma til að .... Ég kinkaði kolli, blíður og ljúfur, eins og ég er vanur. Framh. á 14. síðu. tfr Víiri Henl4 Ekki Mallorca - heldur ELBA! EWa, sem er frœyust fyrir aö Napoleon sat þar einu sinni 100 daga í stofufangelsi og strauk svo, er fögur ey og oft nefnd um leið og Iichia og Capri, sem þylcja merkilegar eyjar og margir gorta af að liafa séð. En Elba hefur dregist aftur úr og þangað koma fœrri. En nú cetla þeir á Elba aö láta hendur standa fram úr erm- um og fara að keppa við Mallorca um feröamenn — einkum Norð- urlandabúa, sem eru miklu hrifn- ari af Mallorca en aðrar þjóðir. Elba er ekki nema 2244 fer- kílómetrar, svo að það er ódýrt að kanna hana endanna á milli. Þar hafa ýmsir verið, bœði Grikk- ir og Rómverjar, Fransmenn og Spanjólar og Tyrkir og Þjóð- verjar, svo að margskonar minjar má þarna líta. Útlendingar voru alls ekki vel séðir á Elba öldina sem leið en nú er annað liljóð í strokknum segir Ferðamannastofnunin þar. Hingað til eru það einkum ítalir, sem hafa lagt leið sína þangað og labbað um lyngheiðarnar og striplast í fjörunni. En á síðustu árum eru útlendingar farnir að koma þangað, og telja það mesta kostinn að þar sé rólegt og engin œrsta, eins og vant er þar sem mikið er um ferðafólk. Fyrir stríðið var stofnuð stál- smiðja á Elba, sem grœddi fé, en bceði Þjóðverjar og vesturveldin sprengdu hana í agnir á stríðs- árunum. Síðan hefur verið ör- birgð og atvinnuleysi á Elba, og þessar 30.000 sálir sem þar búa, hafa. lapið dauðann úr skel, og ekki haft annað en vínber og járngrýti til að lifa á. Því að miklar járnnámur eru þarna i jörðu. Árið 1948 voru aöeins fjögur sœmileg gistihús til á Elba. En síðan hafa gistihúsin þotið upv eins og gorkúlur um alla eyjuna, og hefur verið svo vel vandað til þeirra að ferðafólkið er ánœgt cg talar vel um hólmann þegar það kemur heim. Svo að gestakoman ágerist ár frá ári. Á siðasta ári eyddu 225.000 manns fríinu á þeim 45 fyrsta flokks gistihúsum, sem nú eru á eyjunni, eða þá á heimilum fólks, sem hefur herbergi til leigu. — Ferðafélagið sér um móttöku gestana og selur ferðina ásamt svo ag svo langri dvöl fyrir á- kveðið verð, fyrirfram. Góð skip ganga milli Elba og Porteferraio á meginlandinu og gestir geta tekið bílinn sinn með sér. Vegirnir eru sœmilega góðir, og er m.a. hœgt að aka upp á rœsta tindinn á eyjunni; hann heitir Capannafjall og er 1200 metra hár. Þaðan sér maður yfir allan hólmann. Verðlag á öllum greiða er mjög hóflegt, og þeir sem vilja geta haft með sér tjaldið sitt. Fagra valkyrjan Há og grönn, Ijóshœrð og falleg amerísk stúlka, 29 ára, var að lœra tónlist í Kaupmannahöfn í fyrravetur. Hún lenti í klandri og komst fyrir sakadómarann og var sektuð um 250 krónur og dœmd til að greiða manni nokkrum 500 krónur í meiðslabœtur. Hún borg- aði umsvifalaust. Hún hafði átt heima í matsölu í Friðriksgötu í Kaupmannahöfn í fyrravetur og verið í sambýli við danskan kvenstúdent í herbergi. En í sömu matsölu leigði skrif- stofumaður einn. Honum leist vel á báðar stúlkurnar, einkum þá amerísku, og sœtti hverju lagi til að gera sig blíðan við þcer og gerðist stundum nœrgöngull, því að náttúran er náminu ríkari. Svo var það einn daginn að sú ameríska stóð í eldhúsinu og var að elda sér súpu. Sá ástleitni kom inn. Og nú afréðu sambýliskon- urnar að sýna honum í tvo heim- ana. Lenti nú í svœsnum áflog- um þangað til húsmóðirin skakk- aði leikinn. Þá hafði pilturinn misst eina framtönn, sú ameríska hafði fengið stœrðar glóðarauga, en sú danska heilahristing. Rétt á eftir hitti sú ameríska piltinn frammi á ganginum og enn sló í brýnu. Er óljóst hvað gerðist, nema að sú ameríska skvetti úr sjóðheitri súpuskál svo að piltur- inn brenndist, þar á meðal í hlustinni. Svona er ástin stund- um. VÍtið þér ...? að bætt heilsufar er farið að valda vandkvæðum? Vegna aukins þrifnaðar og kunn- áttu læknanna verður fólk nú miklu eldra og hraustara en áður var. Fólkið, sem kemst á ellistyrks- eða eftirlauna-aldur, er margt hvert fullvinnandi, en hið opinbera sér fyrir því, án þess að nýta starfsorku þess. Nú fara kröfur hækkandi um það, að þetta fólk fái eitthvað að starfa, í staðinn fyrir að láta sér leiðast. Málið er nú í athugun hjá UNO. VD 9'1 að með tilraunum á spendýrum er reynt að komast að raun um, hvernig geimfarþegum fram- - tíðarinnar muni líða út í Ijós- vakanum? Farþegum í geimförunum, sem þjóta um ljósvakann, mun finnast, að þeir hafi ekki nema eina þyngd og skynja ekki hvað er upp og hvað er niður. Til þess að fá nasasjón af, hvernig fólki muni finnast þetta, hafa verið gerðar tilraunir með kettlinga og mýs. Segulmögnuðu járnsvarfi var sallað á lappirnar á þeim og kvikindin svo látin ganga neðan á járnplötu, þ. e. með bakið niður. Þau áttu mjög bágt með að átta sig á göngunni, og línuritin af hjartslætti þeirra sýndu, að þau voru mjög þreytt eftir tilraunirnar. HEFURÐU HEYRT um Skotann, sem fór út á hlað á Þorláksmessu, hleypti af skoti og sagði börnunum, að jólasveinninn hefði framið sjálfsmorð?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.