Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1960, Page 3

Fálkinn - 04.03.1960, Page 3
FALKINN 3 Mynd þessi var tekin á Reykjavík- urflugvelli, þegar Sæfaxi kom úr síð- ustu ferð sinni frá Vestfjörðum áður en liann fór til skoð- unarinnar. Flugsamgöngur ómissandi SAMGÖNGUMÁLUM hérlendis hefur fleygt mjög áfram á síðustu árum. Yngstu kynslóðinni þykir kannski ekkert til þess koma að geta kom- ist vestur á firði, norður á land eða til Aust- fjarða á einum til tveimur klukkutímum. Það er sjálfsagður hlutur í augum hennar. En því var ekki þannig farið með feður hennar og mæður svo ekki sé talað um afa og ömmur, sem þurftu marga daga til þess að komast þessa sömu vegalengd. — Svo örar og stórstígar hafa framfarirnar orðið. Mætur maður, sem ný- lega er látinn, sagði eitt sinn, að hann hefði lifað frá landnámsöld til vorra daga. í þeim orðum er fólginn mikill sannleikur. Þegar hann fædd- ist bjuggu við að mörgu leyti við það sama og forfeður okkar á 10. og 11. öld, en framfara- þróunin nær öll orðið síðasta mannsaldurinn. Þetta rifjaðist upp, þegar í blöðum mátti lesa um það sem mikil tíðindi, að nær daglegar flugsamgöngu við Vestfirði inyndu leggjast niður um mánaðartíma eða svo vegna lögboð- innar skoðunar á katalínaflugbát Flugfélags ís- lands. — Katalínaflugbátarnir hafa gegnt þýð- ingarmiklu hlutverki í samgöngumálum okkar síðustu 15. árin. Flugfélagið fékk þann fyrsta 1944 og síðar tvo til viðbótar 1946. Þá átti Loft- leiðir um tíma tvo katalínuflugbáta, en seldi þá, þegar félagið hætti innanlandsflugi. Fyrsti kata- línabátur Flugfélagsins hafði gengið sér til húðar 1953 og öðrum var lagt 1958. Sá þriðji, Sæfaxi, er því einn eftir, og það var einmitt hann, sem taka þurfti til skoðunar. Hann var smíðaður í Bandaríkjunum fyrir herinn 1942 eins og allir katalínabátarnir, sem við höfum átt. Er óhætt að fullyrða að þeir hafa flutt langt yfir 100 þúsund farþega hérlendis. Það er skiljanlega erfitt fyrir byggðarlög, sem vanist hafa á að hafa stöðugar og reglubundnar flugsamgöngur, að vera svipt þeim. Fyrir ör- fáum áratugum, hefði það þó þótt hreinasti lúxus að hafa vikulegar póstferðir til og frá Reykjavík eins og nú er við Vestfirði með báti. ísfirðingum til dæmis bregður í brún þar sem katalínabátarnir hafa á síðustu árum flutt til og frá ísafirði helmingi fleiri farþega en íbúatala ísafjarðar er. Vonandi rætist úr samgöngumálum þeirra Vestfirðinga. Katalínan kemur aftur, en þó er sýnt að það getur ekki orðið til frambúðar. Sæfaxi fcr sömu leið og hinir katalínuflugbát- arnir fyrr eða síðar, og ekki er trúlegt að nýr flugbátur verði fenginn í staðinn, þar sem þeir eru mjög dýrir í rekstri. Þegar er unnið að gerð nýrrar flugbrautar á ísafirði. Þegar hún er full- gerð geta þær landflugvélar, sem nú eru aðal- Iega notaðar til farþegaflutninga, lent þar. Á meðan unnið er að því verki og þar til völlur- inn verður fullgerður vonast þeir vestra eftir því að fá að njóta katalínunnar. Sá siður hefur verið tekinn upp í Breiðfirðingabúð að halda þar svonnefnda „peysufata- dansleiki“. Eru þá eingöngu dansaðir þar gömlu dansarnir og þær konur, sem klæðast íslensk- um búningi, fá ókeypis aðgang. Þrír slíkir danslcikir hafa verið haldnir þar í vetur. Tíu „peysu- fatakonur“ komu á fyrsta dansleikinn, tuttugu á annan og á fyrsta góudag voru þær 60. — Þær eldri klæddust yfirleitt peysufötum, en hinar yngri voru í upphlutum. Hér á myndinni sést nokkur hluti þess fríða lióps, sem þar var. * 1 slntuimn TJÖRNIN í Reykjavík hef- ur verið lögð traustum ís að undanförnu og einnig hefur vatni verið sprautað á íþrótta- völlinn á Melunum og þar verið ís ætlaður til skautaferða. Það eru að langmestu Ieyti börn, sem liafa notfært sér þetta. — Áhuginn hjá stálpuðum ungl- ingum og fullorðnum virðist harla lítill á þessari skemmti- legu og hollu íþrótt — og er það miður. Hér áður fyrr átti æskufólk sér stefnumót á tunglskinsbjörtum vetrarkvöld- um á Tjörninni, sem er ó- neitanlega rómantískari stað- ur en Austurstræti og Lauga- vegur og kaffihúsin þar, að þeim ólöstuðum. — Hér á myndinni sést ung stúlka festa á sig nýju skautana sína, sem eiga örugglega eftir að veita henni marga ánægjustundina. Vinkonur hennar horfa hug- fanga á.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.