Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 04.03.1960, Blaðsíða 15
FALKINN 15 ekki viðskila er okkur færi að reka. Þessir gúmmíbátar voru ekki stórir. Utanmálið var 4X7 fet og innanmálið 2.5X5.5 fet. Sá litli var talsvert minni. Það var helzt að s.já að þeir sem bjuggu þá til hefðu ætlazt til að það væru pygmear, sem áttu að nota þá, því að þeir stærri voru of litlir handa tveim mönnum, en við urðum að vera þrír í þeim, en tveir í minnsta bátn- um. De Angelis og Kaczmarczyk höfðu blásiS upp litla bátinn, og annar þeirra var kominn í hann. En þegar sá síðari reyndi að komast um borð fóru þeir báðir í sjóinn. .Rickenbacker og Bartek áttu líka erfitt. Adamson átti að vera með þeim, en hann gat ekkert hjálpað þeim. En hinum tókst að koma hon- um um borð. De Angelis og Kaczmarczyk voru enn í sjónum þegar Cherry, Reyn- olds og ég fóru í þriðja bátinn og reyndum að bjarga þeim. Alex Kaczmarczyk var ósjálfbjarga og hélt í bátinn. Ég var sá eini sem ■ekki kunni að synda, svo að ég var heppinn að detta ekki í sjóinn. Til vonar og vara hafði ég tekið af mér skóna, því að ég hafði heyrt að það vær betra, ef maður væri ósyndur, en mig iðraði þess oft síðar. ☆ Liliane de Réthy— Framh. af 7. síðu. og skorinorður, eins og konungar ættu að vera. Aðdáun Baudoins á stjúpu sinni hefur á síðari árum verið túlkuð þannig, að hann væri ástfanginn af henni .... En það ey meira mél í pokanum en þetta. í átján ár hafa Belgar skrásett alla galla Liliane með mik- illi nákvæmni. Og sú skrá er sam felld röð af ákærum og aðfinnslum. Ef hægt væri- að rannsaka þessar kærur að fullu, mundi afstaða Lili- ane líklega verða skýrari. Ef þjóð- in gæti kynnst Liliane eins vel af blöðunum og enska þjóðin þekkir Margaret prinsessu, mundi kannske margur fá aðra skoðun á Liliane. En höllin í Laeken er órjúfandi múr, sem greinir þjóðina frá æðsta manni hennar. Leopold var fáskipt- inn og hlédrægur, og það er Bau- doin líka. Þeir hafa aldrei svarað ákærum í blöðunum og því síður munnlegum fréttaburði, hversu ó- sannur sem hann hefur verið. Það er vitanlega aðferð, sem hefur sín- ar sterku hliðar. Konungar eiga að vera hafnir yfir slúðursögur. En það eru líka gallar á því. Þegar orð- rómi er ekki andmælt hugsar fólk- ið sem svo: Þetta er þá líklega satt? ER ÞETTA AÐ BREYTAST? Það er talið líklegt, að eftir að Albert hefur gifst muni allt þetta breytast til batnaðar. Liliane er horfin í skugga Paolu prinsessu og því ekki eins gott skotmark og hún var. Og auk þess hefur Leopold konungur flutt burt frá Laeken og lýst yfr því, að Baudoin hafi fullt athafnafrelsi, samkvæmt vilja þings °g þjóðar. Siðan líta Belgar Liliane réttara auga en áður. „Ósigurinn“, sem hún beið við að Albert giftist, hefur h'aft mikil áhrif út á við. Nú eru margir farnir að vorkenna Liliane, sem hötuðu hana mest áður. Liliane fór alls ekki dult með að hún hefði orðið fyrir þungu áfalli, en jafnframt tók hún á móti Paolu með mestu alúð. Hún kyssti hana og faðmaði, dekraði við hana og gaf henni gjafir, og sýndi með því, að hún sætti sig við orðinn hlut. Og sumir vilja halda því fram að Liliane hafi eignast samherja í hinni ljóshærðu ítölsku prinsessu, sem kvað vera einkennilega lík Astríði drottningu í sjón. Þær þekkj- ast varla svo vel ennþá, að þær trúi hvor annarri fyrir leyndarmálum sínum. En það er mikils virði ef þeim er hlýtt hvorri til annarar. Aðstaða Liliane hjá belgisku þjóðinni veltur mikið á því hvort Paola verður verulega vinsæl í Belgíu. Ef Paola nær vinsældum eitthvað í áttina við það sem Ástríð- ur drottning hafði, er líklegt að Liliane hverfi í fullkominn skugga. í næsta blaði segir frá Paolu Ruffo. ☆ (jetrauHaráÍHitigar RÁÐNING. Það er fátt óvitlaust á myndinni. í tjaldið vantar stöng og stag. Eini tjaldhællinn sem sést er settur þannig að hann hlýtur að losna. Luktin er sett þannig að hún hlýtur að kveikja í tjaldinu. Dreng- irnir hafa fest þvottasnúruna í trén með krókum og það má ekki. Teikn- arinn hefur gleymt .annari klemm - unni í skyrtuna og svo vantar part í þvottasnúruna. Drengurinn við eldinn er með sex fingur á annari hendi og stútinn vantar á kaffi- könnuna. Drengirnir hafa gert upp eld við tréð, en það má ekki. Olíu- brúsinn stendur hjá eldinum. Raf- magnsstraujárn á varla heima i útilegu. Mjólkurflaskan stendur úti í sólskininu, og það er ekki gott. Brauðið er á jörðinni og það er sóðaskapur, og tómum blikkdósum hefur verið fleygt. í horninu' til vinstri liggur hnifurinn og slíðrin hjá. Drengirnir virðast yfirleitt vera heldur hirðulitlir. Skuggarnir, stefna í allar áttir, alveg eins og birtan kæmi ekki úr sömu átt. Undir bekknum sem drengurinn með harmónikuna situr á, eru aðeins þrjár lappir, sokkarnir eru ekki af sama tagi og harmonikan snýr öf- ugt. — Hér eru komin 19 atriði, sem eru öðru vísi en þau eiga að vera. Sterki maðurinn lyfti r!28 kílógr. Paul Ely, herráðsforingi de Gaulles, er sá sem átti drýgstan þátt í að bæla niður uppreisnina í Alsír. AUSTRÆN FEGURÐ. — Þessi kínverska leikkona heitir Tsai Chin. í vetur liefur hún Ieikið í sjónleik, sem heitir „The World of Susie Wong“ og vakið dæmafáa atliygli í London. Yul Brynner, leikarinn heims- frægi, liefur nú fullan hug á að hverfa i'rá kvikmyndunum og lielga sig starfsemi í þágu flóttafólks á vegum Sameinuðu þjóðanna. ----x----- Aðeins börn, fábjánar og gamal- menni geta leyft sér þann lúxus að segja sannleikann. Sir Winston Churchill. Þau hafa fulla ástæðu til að vera hýr á svipinn, þessi, því þau voru að vinna milljónir króna í knattspyrn ugctraun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.