Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1960, Qupperneq 11

Fálkinn - 04.03.1960, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 hissa I ÁT MANNINN SINN. — Elisa- bsth Mudimba, af mosugat-ætt í Uganda hefur verið fangelsuð á- samt þremur karlmönnum fyrir 'mjög óvenjulegan glæp. Hún er ssm sé sökuð um að hafa étið manninn sinn. Hann hafði staðið hana að óleyfilegum mökum við eirírí þessara þrlggja og tóku þeir sig þá til og stútuðu manngarmin- um. Síðan gæddu þau sér á slátur- gripnum öll fjögur, og ekkjan mat- reiddi. T&T TONY CUKTIS er orðinn hund- leiður á kossunum. í kvikmynd sem hann lék í á móti Marilyn Monroe hrímtaði leikstjórinn, Bill Wilder, að hann kyssti Marilyn, og kossinn skyldi vera að minnsta kosti 10 sekúndu langur og vera „rauðgló- andi“. Þau urðu að endurtaka koss- inn þrjátíu sinnum áður er Wilder var ánægður .... svo að eiginlega er Tony ekki láandi þó hann yrði gáttaður á þessu. ★ PETER USTINOV leikstjóri hef- haft nóg að hugsa undanfarið. Fyrst og fremst hefur hann leikið í afar stórri kvikmynd, sem heitir ,,Spartacus“ og Kirk Douglas hefur tekið. Þar leikur hann Spartacus, sem forðum stjórnaði uppreisn þrælanna í Róm. Ennfremur hefur leikritið „Romanov og Juliette“ eft- ir Ustinov verið frumsýnt í New York og kvikmyndað. Og loks hef - ur Ustinov í smíðum skáldsögu, sem heitir „Þeir tilfinningalausu“ og leikrit um Parísalífið. Hann seg- ist lifa upp á ensku, hugsa á frönsku, skrifa á rússnesku — og allt með amerískum hraða. ★ LÉTT-KLÆDD er hún vissulega unga stúlkan þessi. Hún hcldur á vog, og er að vega klæðnað af sömu gerð og hún er í sjálf. Klæðnaður- inn er úr angopa-ull og vegur — 19 grömm. Með öðrum orðum: hægt að senda hann í einföldu póstbréfi. ALVEG * LILIAN HARVEY fegurðargoð flestra þjóða um langan aldur, varð fyrir óvæntri ánægju nýlega. —> Ég finn að ég er ekki gleymd, sagði hún fagnandi suður á Rivíerunni ný- lega. Fyrir nokkru hafði eitt Ham- bcrgarbláðið nefnilega samkeppni, og þar voru fyrstu verðlaun viku dvöl hjá frægri filmdís, þar syðra. Þrettán ára drengur vann verðlaun- in, og þegar hann var spurður hjá hvaða filmdís hann vildi helst vera, svaraði hann viðstöðulaus: — Lilian Harvey. — Þetta er dásamlegt! Man unga kynslóðin nafnið mitt ennþá? sagði Lilian. ★ Virkið St. priavels á landamær- um Englands og Wales var á sínum tíma reist til þess að hindra óleyfi- legar samgöngur yfir landamærin. Hver sá, sem reyndi að komast yfir þau, var handhöggvinn — og þao var hægri höndin, sem hann missti. ýt tiíðri tfercld llppgötvunin mikla Fyrir einu ári horfði svo illa fyrir Elmer Meukel, að hann flýði í ofboði frá konunni sinni og þremur börnum og litla skálan- um sínum í Sun Valley við Los Angeles. Á skrifborðinu hans var hrúga af óborguðum reikningum Þessi maður sem allt í einu lét hugfallast hafði í heilt ár unnið nótt með degi að því að smíða ofurlítið áhald. Það var ekki stcerra en svo, að hœgt var að hafa það í vasanum. Þetta áhald átti að verða vörn gegn því, að flugvélar rœkjust á i loftinu. — Iiann gat ekki um annað hugsað en þetta. Hann hafði afsalað sér góðri stöðu sem tœkni-ráðunaut- ur hjá merku fyrirtœki til þess að geta helgað sig allan uppgötvun sinni. Hann hafði eytt aleigu sinni i uppgötvunina og sömu- leiðis því, sem hann hafði œrt út úr föður sínum og bróður. — Konan hans varð að taka að sér skrifstofustarf til þess að vinna fyrir fjölskyldunni. Hún treysti því að Elmer mundi takast þetta. Elmer Meukel hafði sent „Polar Engineering Corporation“ í Los Angeles teikningar og lýsingu á uppgötvun sinni. En hann fékk ekkert svar við erindi sínu. Og loks hljóp hann á brott frá öllu saman með fimm dollara í vas- anum. Hann fór til Reno sem laumu- farþegi á járnbrautinni. Áður en lestin rann inn á stöðina hljóp hann af, en sneri á sér fótinn. Tveir umrenningar, sem voru í sömu lestinni, héldu að hann vceri einn úr þeirra hóp og tóku hann að sér. Og nú var hann um hríð í kofagarmi hjá þeim við Truccee- ána. Hann vandist fljótt þessu nýja umhverfi. Hann leitaði vandlega í skarninu, sem fleygt var í tunnur gistihúsanna, og fann margt nýtilegt. Hann bjó til krásir handa umrenningunum úr þessum úrgangi. Og þeir létu hverjum degi nœgja sina þján- ingar og slœptust og spiluðu. Dag- arnir liðu — vikur — og mán- uðir. En svo datt honum í hug einn daginn að senda fjölskyldu sinni línu. Og þetta örfaði rás viðburð- anna. Konan hans haföi fengið heimsókn tveggja lögreglumanna, sem vildu hafa tal af honum, og nú hafði hún þó ofuriitla vís- bendingu um hvar hann vœri. Lögreglumennirnir sem komið höfðu til að spyrja um Meukel voru í mjög áríðandi erindum. „Polaris“ hafði nefnilega sent teikningarnar hans og lýsinguna til hermálaráðuneytisins í Wash- ington, ag verkfrœðingarnir þar vildu ólmir ná í Meukel til að taka þátt í tilraunum með tcekið. Engum hafði dottið í hug að hann vceri strokinn frá öllu sam- an og orðinn umrenningur. Nú tókst fréttamaður eins stóra dag- blaðsins á hendur að leita Meukel upp. Og það tókst. Hann var ekki hár í hattinum þegar hann kom aftur til Sun Valley. Hann var sannfœrður um, að nú œtluðu lánadrottnarnir að þjarma að honum. En verra var’ þó samviskubitið út af því að hann skyldi hafa yfirgefið konu og börn. Hann bjóst við auðmýkj- andi samfundum við hana. En í staðinn var honum fagnað sem hetju. Hermálaráðuneytið hafði tryggt framtíð hans og fjölskyldunnar með því að setja hann á föst laun. Og auk þess á hann von á vænni fúlgu, ef upp- götvun hans reynist jafn vel og vonir standa til. Síðan í stríðslok hafa 200 vélar rekist á í lofti yfir Bandaríkjun- um. Maður sem vinnur að því að afstýra þessum slysum, á annað betra skilið en að lifa á úrgang- inum úr skarntunnum gistihús- anna, — finnst þeim háu herr- um i Washington. Kengúru-plágan Áður eyðilögöu kanínurnar beitilönd Ástralíu og þau blésu upp, en nú hafa pokadýrin tekiö við. Þau rótnaga bestu beitilönd- in og fjárbœndurnir halda því fram, að síðan í stríðslok hafi þau gert skaða sem nemur 120 milljón pundum. — Þess er krafist aö stjórnin geri líkar ráðstafanir og gerðar voru til að útrýma kanín- unum. Þeim var útrýmt með smitandi lyfi, sem þœr drápust af. Fulltrúi bœnda í New South Wales segir, að um 2 milljón pokadýr séu í þessu fylki, og að hvert þeirra éti gras’, sem nœgja mundi tveimur sauð'um. Vitið þér ...? hve mikinn þátt kvenfólkið tekur í atvinnulífinu? Það er alkunna, að margar konur taka virkan þátt í stjórnmálum. sem þjóðhöfðingjar, ráðherrar, þing- menn o. s. frv., en fáum dettur í hug hve miklu konur ráða í at- vinnulífinu. — í Vesíur-Evrópu er 25,000 stór- fyrirtækjum stjórnað af konum, sem aðalforstjórum, og rannsókn sem fram hefur farið í Þýzkalandi sýnir, að af 600,000 skráðum firin- um var 120,000 stjórnað af konum. að Bandaríkjamenn eru mestu feitmetisætur í heimi? Síðustu tíu árin hefur framleiðsla feitmetis til matar aukist um 50%, en það er mjög misjafn hve mikið þjóðirnar nota það. í Asíu og Afríku neytir fólk ekki nema milli 5 og 6 kíló af feitmeti á ári að meðal- tali. Rússar þurfa 14 kíló og í Vest- ur-Evrópu er neyslan 25 kíló. — En Bandaríkjamenn komast ekki af með minna en 30 kíló, enda ganga þeir illa að mat sínum. að hægt er að vega undir- skrift yðar á vog? Eins og gefur að skilja þarf ná- kvæmar vogir til að vigta blekið sem fer í eitt mannsnafn. En þær eru til og voru fyrst sýndar á sýn- ingu í London fyrir tveimur árum. Til þess að fyrirbyggja titring á voginni, sem valdið gæti skekkjum, verður hún að standa á steyptum stöpli, sem verður að ganga heilap metra niður í jörðina. Þá á vogin að verða nægilega stöðug.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.