Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1960, Side 12

Fálkinn - 04.03.1960, Side 12
12 FALKINN FRAMHALDSSAGA tívenkatarihh m * 44 m „Jú-ú, það erum við,“ svaraði læknirinn inni- lega. „Ég veit ekki hvernig ég ætti að bjarga mér á sjúkrahúsinu án Elsie, mamma. Hún töír- ar ágætt te fram úr skýjunum, og er mér ómet- anleg stoð á skurðstofunni.“ „Svoleiðis á það að vera, Philip,“ sagði frú MacDonald fjörlega. „Til hvers er konan sköp- uð, ef ekki til þess að hjálpa karlmönnunum? En ég hef alltaf haldið að hún héti Harrison, sú sem hjálpar þér við uppskurðinn.“ Nú varð stutt þögn. Elsie leit varlega til lækn- isins til að sjá hvernig hann brygðist við, er hann væri minntur á keppinaut hennar. Hún sá að magurt andlitið fölnaði. Læknirinn tók svo hart á kökubitanum, að hann molnaði milli fingranna á honum. „Ungfrú Harrison er hætt að vinna hjá mér,“ svaraði hann stutt. „Jæja,“ sagði gamla konan. „Ég hélt að hún væri svo einstaklega dugleg.“ „Af ýmsum ástæðum taldi ég nauðsynlegt að fá annan í hennar stað. Á morgun tekur ungur maður, sem heitir’ Mathew Coke, við starfinu hennar." „Ojæja. Þú veizt bezt sjálfur hvernig þú vilt haga því,“ svaraði móðir hans. „Allt þetta, sem snertir sjúkrahús, er eins og kínverska í eyr- unum á mér.“ „Ég fullvissa yður um, að það var brýn nauð- syn til að láta ungfrú Harrison fara,“ tók Elsie Smith fram í. „Ég held yfirleitt að kvenfólk sé ekki fallið til þess að vera læknar. Það er allt annað að vera hjúkrunarkona.“ Frú MacDonald laut fram í stólnum og tók hendinni um hnéð á Elsie. „Segið þér mér nú svolítið af sjálfri yður,“ sagði hún. „Ég hef áhuga fyrir öllu, sem Philip hefur áhuga fyrir.“ „Það er nú fátt um mig að segja',“ sagði Elsie hæversk. Hún lygndi aftur augnalokunum. „Ég geri bara það, sem hann sonur yðar skipar mér. Hann er framúrskarandi skurðlæknir og ég er viss um að enginn stendur honum á sporði.“ „Þetta eru nú öfgar, Elsie,“ sagði hann og reyndi að eyða þessu. „Allir vita, að þú ert duglegur læknir, Philip,“ sagði gamla konan. „Allir á sjúkrahúsinu bera mikla virðingu fyr- ir honum og dást að honum,“ sagði Elsie. „Allir — nema nokkrir stúdentabjálfar, þar á meðal ungfrú Harrison. En nú verð ég því miður að fara. Sjúklingarnir bíða eftir kvöldvitjuninni." „Verðurðu að fara strax?“ sagði læknirinn vonsvikinn. „Er enginn til að taka þetta að sér — rétt í þetta sinn?“ „Þú mátt ekki freista mín, Philip,“ sagði Elsie fastmælt. „Þú veizt svo vel, að ég trúi aldrei öðrum fyrir því, sem ég á að gera. Ég væri ekki í rónni ef ég vissi ekki að sjúklingarnir fengi góða meðferð. Verið þér sælar, frú MacDonald, og þakka yður innilega fyrir. Það var ljómandi skemmtilegt að fá að koma á svona heimili. Og bollurnar voru dásamlegar." „Þá skal ég biðja hana mömmu um að kenna þér að baka þær, einhverntíma,“ sagði MacDon- ld um leið og hann opnaði dyrnar fyrir henni. „Jæja, vertu sæl, Elsie. Við sjáumst á morgun á skurðstofunni." Hann sneri sér að móður sinni er hann heyrði hælaskelli Elsie úti í anddyrinu, og brosti ánægjulega. „Jæja, mamma, geturðu neitað því að hún sé lagleg? Er hún ekki yndisleg?“ Gamla konan leit upp frá prjónunum. Ofurlít- il hrukka var 1 enninu á henni. „Jú, víst er hún lagleg — en ég man eftir annarri laglegri stúlku, sem marði í þér hjartað fyrir fimmtán árum, drengur minn.“ „Þú átt við Clare? „Já.“ „Það er liðið hjá fyrir löngu. Ég hugsa, að ég mundi ekki þekkja hana þó að ég mætti henni á götu einhvern daginn.“ „Jú, víst mundir þú gera það,“ svaraði frú MacDonald rólega. „Maður gleymir seint stúlku, sem hefur bakað manni raun.“ „Hvers vegna ertu að segja þetta núna, mamma? Það er ekki um hjúskap að ræða hjá mér og Elsie Smith. Ég dáist hins vegar að henni vegna þess að hún er lagleg, og af því að hún er dugleg hjúkrunarkona. „Margir hafa gifst fyrir minna en það. En þetta er málefni sem mér kemur ekki við. Farðu nú upp og hafðu fataskipti, góði minn. Klukkan er bráðum sjö.“ Þegar hann var farinn út fór frú MacDonald að fletta kvennablaði, sem flutti jafnan kjafta- sögur af heldra fólki. Hún fletti blaðinu hægt unz hún sá mynd af konu, með ólundarlegt en mjög frítt andlit. Hún var á að gizka þrítug. Text- inn undir myndinni sagði frá því, að lafði Milsd- on, sem hefði staðið framarlega í samkvæmis- lífinu í New York í tíu á.r, væri nýkomin til Englands og ætlaði að setjast þar að. „Mikið þykir mér ef hann hefur gleymt henni,“ sagði hún við sjálfa sig. „Ég held að það væri okkur öllum fyrir beztu að þau sæjust aldrei framar. Philip hefur lagt mikið á sig til þess að komast áfram. Nú má ekkert eyðileggjast hjá honum, þegar hann er kominn fast að markinu.“ Ný auðmýking. Philip MacDonald hlakkaði af heilum hug til fyrsta uppskurðarins morguninn eftir. Loks átti hann að hafa karlmann sér til aðstoðar. Aldrei framar skyldi hann gegna þessum tízkuduttl- ungum, að hafa kvenmann sem aðstoðarlækni. Coke hafði verið beztur í flokki Sonju, næst á eftir henni sjálfri, og af prófvitnisburði hans mátti sjá, að hann væri æðrulaus og mjög aðgæt- — Er Rauði Órn eJcki tilbúinn? Strœtisvagninn er að Jcoma. inn. Einmitt svoleiðis mann vildi MacDonald hafa, laginn, rólegan og samvizkusaman. Þegar hann kom gegnum vinduhurðina inn 1 skurð- stofuna, var hann sannfærður um að aðstoðar- maðurinn sem byði hans væri gerólíkur sjálfs- birgingslegu stúlkunni, sem hafði komið til hans fyrsta daginn sem hann var í sjúkrahúsinu. Því varð ekki neitað að Matthew Coke var áf annarri gerð en Sonja. Hann var kraftalegur, hár og klunnalegur. Hreyfingarnar stirðlegar. Andlitið var breitt og freknótt. Hann brosti feimnislega til yfirlæknisins. „Allt í lagi, sir,“ sagði hann. Röddin var mjó og blísturkennd, eins og stundum í sterkum mönnum. „Þökk fyrir, Coke,“ svaraði MacDonald með miklu kurteisari hreim en Sonja hafði fengið að heyra. „Við getum þá byrjað.“ Coke fór að snúast kringum hann með fast að því þrælslegri undirgefni, og rétti honum skakkan hníf. MacDonald bandaði frá sér. Coke rétti honum annan hníf, sem einnig var óbrúk- legur. Yfirlæknirinn hnyklaði brúnirnar og gekk sjálfur að áhaldaborðinu. „Þér hefðuð átt að láta systur Elsie raða verk- færunum," sagði hann dálítið hvasst. „Ég er ekki vanur svona mistökum." „Það var hún, sem raðaði þeim,“ svaraði stúd- entinn órór. Ónotaleg þögn varð um stund. Elsie roðnaði er hún sagði: „Ungfrú Harrison hefur alltaf tekið til verk- færin.“ „Jæja,“ muldraði yfirlæknirinn og kipraði saman varirnar, „Þér sjáið þá um það framvegis, Coke, að réttu verkfærin séu lögð fram. Ég á alltaf annríkt og má ekki eiga á hættu að verða fyrir töfum, þegar ég er að gera uppskurð, sem mikið liggur á.“ Manngarmurinn reyndi að gera sitt bezta, en eftir vikuna var MacDonald orðinn alveg gáttað- ur á honum. Coke var eins og hvolpur en ekki vantaði hann undirgefnina. Hann másaði og blés í hnakkann á yfirlækninum þegar uppskurður- inn stóð sem hæst, og einu sinni missti hann töng á gólfið, svo að sótthreinsunin varð ónýt. Eftir hvern uppskurð saknaði MacDonald meir og meir grannrar, fálátrar stúlku, sem vissi allt- af óskir hans án þess að hann segði þær. Hann þurfti á Sonju að halda, ekki aðeins vegna þekk- ingar hennar heldur líka vegna þess hugboðs, sem hún hafði um það, sem var að gerast — þessa dularfulla, óskýranlega hæfileika sem ekki verð- ur lýst með orðum, en sem tengir fólk saman í leik og alvöru, svo að það verður samræmd ein- ing. Laugardagsmorguninn var MacDonald í öng- um sínum. Hann sat á skrifstofunni og var að búa sig undir erfiðan heilaskurð. Hann átti að byrja klukkan þrjú, og þegar MacDonald leit yf- ir athuganir sínar komst hann að þeirri niður- stöðu, að honum væri ómögulegt að gera hann nema hann hefði Sonju Harrison til aðstoðar. Hann gerði Coke o.rð og sagði honum upp vistinni með svo vægum orðum sem hann gat, og sagðist skyldi útvega honum stöðu hjá öðrum skurðlækni. Og næst var að ná í Sonju. Á laug- ardögum voru engir fyrirlestrar, svo að hún kom ekki í sjúkrahúsið, en hann gat fengið heim- ilisfangið hennar hjá dyraverðinum. „Mér dugar ekki heimilisfangið. Hafið þér ekki símanúmerið hennar?“ spurði MacDonald óþolinmóður. „Ég held ekki að ungfrú Harrison hafi síma, sir. Fæstir stúdentarnir hafa efni á því. En á ég ekki að senda dreng með skilaboð til hennar? Það er ekki mjög langt til hennar.“ MacDonald hugsaði sig um sem snöggvast. Hann hafði skilist þannig við hana fyrir viku, að hann var hræddur um, að hún mundi ekki sinna beiðni hans. Það var aðeins um eitt að velja: að fara sjálfur og tala við hana. Hann stökk út í bílinn og ók eins og gikkur mjóu göluna upp með ánni, þangað sem Sonja átti heima. Gömul kona, sem var mjög vel til fara, opn- aði fyrir honum. Hann var dálítið forviða á um- hverfinu, er hann kom inn í forstofuna. Hann hafði búizt við sterkum litum og vindlingareyk og glymjanda í útvarpinu. Annie gamla fylgdi

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.