Fálkinn


Fálkinn - 04.03.1960, Síða 14

Fálkinn - 04.03.1960, Síða 14
14 FÁLKINN Rósarunnurinn — FRAMH. AF 9. SÍÐU Herbergin mundu ekki rúma helm- ingin af húsgögnunum þeirra, og bílinn gátu þau selt. Hún hugsaði rólega um þetta. Nú þurfti að láta endana ná saman, og hún varð að hjálpa til þess. Hún minntist þess að rósarunnurinn var sprottinn upp af rós úr brúðarblómavendi, — og konan hafði sagt að hann væri til heilla. Kannske sú heill fylgdi þeim, sem næstur kæmi í húsið.... Um leið og hún leit upp sá hún Símon í dyrunum. Hann var þreytu- legur. Janet hljóp til hans og faðm- aði hann. — Ég hef sagt henni frá öllu, sagði Noreen rólega. Svo fór hún út og lokaði dyrunum hljóðlega á eftir sér. Símon þrýsti Janet að sér og hún heyrði að hann varp öndinni. — Kannske þótti honum vænt um að hún vissi um áfallið? — Ég var farinn að sjá að bar- áttan var töpuð, sagði hann, en mig langaði svo til að halda þér utan við þetta. — En ég vil ekki standa utan við! Ég vil vera með þér — og hjálpa þér! Hann spurði undrandi: — Er þér alvara? Þetta er verra en ég hélt í fyrstu, og við verðum að breyta lífsvenjum. . . . Hún kyssti hann á munninn. — Við skulum byrja á nýjan leik og byggja upp í félagi, hvíslaði hún. — Og einhverntíma yfirbugum við erfiðleikana, og þá verður allt ennþá yndislegra en nokkurntíma áður, vegna þess að þá höfum við vanist að eiga ekkert nemá hvort annað — og rósarunn. ☆ Þrjár vikur á fleka — Framh. af bls. 5. vélina svo að stélið eitt snerti sjó- inn. Vélin lenti í öldulægð. Öldurn- ar gengu hátt kringum okkur. Vél- in nam staðar á minna en 30 feta færi. Það er ómögulégt að lýsa þrýst- ingnum og ákomunni við svona lendingu fyrir þeim sem ekki hafa upplifað það. Þrátt fyrir púðana undir beltunum fannst okkur við vera að slitna í tvennt og við feng- um súr-bragð í munninn. Mér fannst augun vera að springa út úr höfðinu á mér.. Ég sá ekkert og fannst ég missa með- vitundina. En svo kom síðasti kipp- urinn í beltinu og þrýstingurinn á höfðinu linaðist. Ég fékk sjónina aftur, en gat ekki enn hugsað skýrt. Ég man ekki hvernig ég losaði beltið og stóð upp úr sætinu, en upp stóð ég og leysti böndin á ein- um gúmmíbátnum, sem var fest- ur undir þakinu í stjórnklefanum. Rickenbacker losaði aftari bátinn. De Angelis og Kaczmarczyk skutu minnsta bátnum út um lúk- una í sprengjuklefanum. Ricken- backer hafði sagt þeim að gera það, því að þeir voru yngstir og létt- astir á sér. Bill Cherry var ósærður, en Reynolds hafði fengið sár yfir þvert nefið. Hann hafði setið og sent SOS þangað til Rickenbacker kallaði: „þrjú fet!“ Hann vissi ekkert hvern- ig hann hafði fengið þetta sár. Ad- amson ofursti hafði fengið högg á öxlina og engdist af kvölum. Ég hafði aðeins fengið litla skeinu á annan handlegginn. Ég veit ekki í hvaða röð við fór- um út úr vélinni. En ég þóttist vita að þetta væri í fyrsta skipti í sög- unni, sem 4-hreyfla landflugvél hefði lent á sjó án alvarlegra slysa. 8 MENN Á ÞREM GÚMMÍBÁTUM. Við vorum fljótir út. Sjórinn gus- Lárétt: 1. Dóni, 5. Glens, 10. Ógilda, 11. Byr, 13. Hljóðst., 14. Svall, 16 Karl- mannsnafn, 17. Álasa, 19. Þykkni, 21. Fornafn, 22. Nöp, 23. Þyngdar- eind, 26. Þrek, 27. Karlmannsnafn, 28. Óstyrkar,, 30. Ambátt, 31. Fugl- ar, 32. Refsaði, 33. Greinir, 34. Tveir eins, 36. Áls, 38. Skakkt, 41. Á litinn, 43. Skvampaði, 45. Rölt, 47. Á litinn, 48. Hroki, 49. Tarf, 50. Þræta, 53. Seint, 54. Fangamark, 55. Látin, 57. Mæða, 60 Fangamark, 61. Örlæti, 63. Rifrildi, 65. Innvols, 66. Konung. Lóðrétt: 1. Fangamark, 2. Þakbrún, 3. Stólpi, 4. Mál, 6. Góla, 7. Fræg, 8. Stórfljót, 9. Greinir, 10. Deigar, 12. Vonska, 13. Karlmannsnafn, 15. ílát, 16. Hetja, 18. Hæðirnar, 20. Mánuður, 21. Maðk, 23. Gutl, 24. Fréttastofa, 25. Efldi, 28. Verk, 29. Húsi, 35. Á fiski, 36. Lævís, 37. Land, 38. Kjánar, 39. Úrgangur, 40. í spilum, 42. Sargar, 44. Samhlj., 46. Hyggja, 51. Hjala, 52. Þunnmeti, 55. Fálát, 56. Alda, 58. Óðagot, 59. Viðkvæm, 62. Tónn, 64. Fanga- mark. KROSSGÁTA FÁTKANS aðist inn um brotna gluggana og víða var kominn leki að vélinni. Ég man að Bill Cherry kom síðast- ur; það var honum líkt. Hann var flugstjórinn og hagaði sér eins og kapteinn á sökkvandi skipi. Þegar ég kom út í sólskinið sá ég að Rick og Bartek voru á öðrum vængnum og Adamson á hinum. Andlit hans var afmyndað af kvöl- um, og mér datt í hug hvort hann hefði meiðst innvortis. Hinir sátu uppi á skrokknum þeg- ar ég skreið upp úr lúkunni á stjórnklefanum. Mér varð fyrst hugsað til gúmmíbátanna. Sjórinn, sem hafði litið út eins og dansgólf úr 10.000 feta hæð, var talsvert úfinn. Öldurnar 8—12 feta háar. Og það reyndi mikið á vélina, sem valt til og frá, stakk nefinu í öldurnar og sjóirnir gengu yfir hana. Hve lengimundi hún fljóta? Allir áttu erfitt með að fóta sig, sérstaklega Adamson, sem enn var sárþjáður. Tveir stærri bátarnir voru blásnir upp og settir á sjóinn. Þegar ég leit við sá ég að De Angelis og Kaczmsrczyk voru að blása þann minnsta upp. Við höfum þrýstiloft í vélinni til að blása upp gúmmíbátana. Svo náðum við í kaðal, til þess að tengja bátana saman, svo að við yrðum cJlauin d Iroiifldtu. í iíÁaita lUi. Lárétt: 1. Fúlga, 5. ísbar, 10. Nafar, 11. Karfi, 13. Re, 14. Agat, 16. Vart, 17. LH, 19. Egg, 21. Aur, 22. Err, 23. . íma, 24. Glas, 26. Tolli, 28. Stam, 29. Lauta, 31. Mat, 32. Álana, 33. Skróp, 35. Arnór, 37. Kl., 38. ÓI, 40 Frama, 43. Egnir, 47. Freyr, 49. Nið, 51. Gnótt, 53. Leið, 54. Egils, 56. Narr, 57. Ung, 58. Ara, 59. Unn, 61. Reo, 62. GN, 63. Ýfir, 64. Raup, 66. GK, 67. Apríl, 69. Prófa, 7 71.Varla, 72. Kalli. Lóðrétt: 1. Fa, 2. Úfa, 3. Laga, 4. Graut, 6. Skari, 7. Barr, 8. Art, 9. RF, 10. Negla, 12. Ilman, 13. Regla, 15. Tromp, 16. Velta, 18. Hamar, 20. Gaus, 23. ítar, 25. Stk., 27. La, 28. Sló, 30. Arkar, 32. Áning, 34. Ólm, 36. Róg, 39. Öflug, 40. Feig, 41. Ryð, 42. Angar, 43. Eðlur, 44. Inn, 45. Róar, 46. Strók, 48. Renna, 50. II, 52. Trega, 54. Erill, 55. Snapa, 58. Áfir, 60. Nurl, 63. Ýra, 65. Pól, 68. PV, 70. FI.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.