Fálkinn


Fálkinn - 11.03.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.03.1960, Blaðsíða 5
FALKINN 5 Ruffo di Calabria var gott dæmi hinna samantvinnuðustu fjölskylda ítalska aðalsins. Og Paola hafði drukkið í sig.hlýðni og virðingu við æfagamlar erfðavenjur í uppvext- inum. Og hún hafði hafnað flestu því, sem venjulegar ungar stúlkur sækjast mest eftir. Þegar hún var átján ára og flest- ar jafnöldrur hennar hugsuðu mest um ástir og pilta, virtist Paolo ósnortin af þeim tilfinningum. Að vísu sást hún oft með ungum veneziönskum höfðingjasyni, Gius- eppe Voldi di Hisurata. En það var aðeins kunningsskapur — þau höfðu bæði áhuga fyrir jazz, ferða- lögum og nútímalist. Þau skrifuð- ust á löngum bréfum milli Venezia og Róm, en þar var aldrei minnst á ástamál. Þessi kunningsskapur hefði kannske getað orðið eitthvað meira með tíð og tíma. En svo fóru bréfin að strjálast. Og á kvikmyndahátíð- inni í Venezia var Volpi di Misurata öllum stundum með filmdísinni Lorellu De Luca. SÍST BÚIST VIÐ ÞVÍ . . . Vinstúlkur Paolu í Róm, sem all- ar voru ungar, margar fallegar og aðrar annálaðar fyrir tilhald í klæðaburði, reyndu ekki að leyna því hve hissa þær urðu þegar þær fréttu um trúlofun Paolu og Al- berts prins. Og þó höfðu þær oft haft tækifæri til að taka eftir, að piltunum leist vel á Paolu. En aldrei höfðu þær gert sér í hugarlund að Paola ætti eftir að verða mágkona Belgíukonungs. En þegar fréttin barst út hringdi símtnn heima hjá Ruffo di Cala- bria í sífellu og heillaóskunum rigndi yfir Paolu, hundruðum sam- an. Það var ekki vitandi nema við- komandi yrði boðið í brúðkaupið . .. En prinsessan lét Albert um að semja listann um brúðkaupsgestina. Ekki vegna þess að hún treysti sér ekki til þess sjálf, heldur blátt á- fram af því að hún hafði ekki tíma til þess! Hún hafði ekki margar vikur til stefnu og margt þurfti að undirbúa. Ekki síst var það tíma- frekt að undirbúa ldæðnaðinn. Paola Ruffo hafði nefnilega aldrei hugsað sérlega mikið um útganginn á sér, hún var sparsöm og barst lítið á. Því að á Ruffo-heimilinu var farið sparlega með peningana. En nú vildi Paola ekki spara pen- ingana, aldrei þessu vant, og hún sýndi það líka að hún kunni að eyða peningum. Fyrst pantaði hún mikið ag fatnaði hjá besta klæðskeranum í Torino, síðan lét hún sauma marga kjóla hjá Consetta Buonanno, sem er eitt af elstu og frægustu tísku- húsunum í Napoli. Concetta Buonanno er 72 ára. — Hún hefur saumað kjóla handa mörgum prinsessum konungsfjöl- skyldunnar fyrrverandi og Maria José fyrrv. drottning er fastur við- skiptavinur hennar. Verslunin er í gamalli höll, sem er með fornlegu sniði. Paola fór ekki að versla þar fyrr en í hittifyrra, að hún átti að vígja dansleik. Þá keypti hún sér fyrsta „grand galla“ kjólinn sinn, og donna Consetta sagði: — Ég vil gjarnan sauma brúðarkjólinn á yð- ur líka..... Og ári síðar gerði hún það, þó að Liliane de Réthy stjúptengdamóðir MAÐURINN BAK VIÐ ORÐIÐ • 8 SANDWICH greifi og samlokurnar Það kemur stundum fyrir aO yreifar eru svo náOugir aö leyfa fólki að láta heita í höfuðið á sér og vera skírnarvottar að barni. En að brauðsneið hafi verið látin heita í höfuðið á greifa hefur lík- lega ekki komið fyrir nema einu sinni. Þessi brauðsneiðargerð heitir „sandwich“ og hefur lagt undir sig allan heiminn. En nafnið stafar af því, að upphafs- maður þess var svo áfjáður í að tapa peningum í spilum, að hann gaf sér ekki tíma til að éta. Árið 1778 var uppi í Englandi greifi sá sem Edward hét, jarl af Montagu og greifi af Sandwich. Hann var fæddur 1718, og þegar á unga aldri vakti hann umtal fyrir hve mikill œfintýramaður og spiiagosi hann var. Hann var ör á fé og kom það vinum hans að góðu haldi, m. a. landkönn- uðinum James Cook, sem ekki hefði getað gert út leiðangra sína ef Sandvíkurgreifans hefði ekki notið við. Enda skírOi Cook Sandwicheyjar til heiðurs þess- um velunnara sínum. Því miður var Sandwich ekki alltaf jafn heppinn í spilum. Og einn daginn snerist gæfuhjólið i öfuga átt hjá honum er hann sat yfir spilunum. Hann tapaði 20 þúsund sterlingspundum á einum sólarhring. Svo ákafur varð hann að hann gaf sér ekki tíma til að borða. Þegar fram í sótti fór hann þó að svengja, en af því að hann vildi ekki standa upp frá borðinu skipaði hann þjóni sínum að fœra sér nokkrar brauOsneiðasamlokur með ket- sneiO á milli. Þetta fréttist og komst í tízku. Höfðingjarnir í London fóru hver um annan þveran að éta samlokur, sem þeir kölluðu „sandwiches". Síðan lif- ir nafnið, þó að samlokurnar séu nú orðnar fjölbreytilegri og þess- ar með ketsneiðinni, 'sem Sand- wich gleypti í sig meðan hann var að tapa 20.000 pundunum. ★ WKÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOíXXXXSOCJOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOWÍOCOOOCÍStXXXÍCÍÖÍXÍÖOÍÍOtíOÍXÍOO! hennar vildi láta sauma kjólinn á öðrum stað, og ýms tískuhús í Róm reyndu að ná í þessa verslun. Og Ruffofjölskyldan átti annríkt að kaupa gjafir undir brúðkaupið. Eftir gömlum sið gáfu ýmsir vinir prinsessunnar henni peningagjöf, svo að hún gæti ráðið því sjálf hvað hún kysi sér í búið, og þannig kom inn álitleg fúlga. Paola notaði pen- inga þessa aðallega til þess að kaupa sér skartgripi og ferðaútbúnað. Það lá vel á henni dagana fyrir brúðkaupið og oft sást hún aka Fiat-bíl mömmu sinnar býsna glannalega um göturnar í Róm. — Áður hafði hún átt Vespa-reiðhjól en það var orðið garmur. Ef bíllinn var ekki laus fór hún með strætis- vagni. HVERNIG ÞAÐ BYRJAÐI. í Brússel var fregninni um trú- lofunina vel tekið. Fólk hafði orð á því, að hin lítt vinsæla Liliane prinsessa, stjúpa Alberts, mundi vonast til að Paola væri þæg og hæversk stúlka, svo að hún yfir- skyggði ekki Liliane . . . En það er alls ekki víst að hún verði mjög þæg og lítillát, eins og kvenfólkið hefur yfirleitt gert ráð fyrir. — Hún er ekki öll þar sem hún er séð, sagði einn kunningi hennar. Og það hefur hvað eftir annað sannast. Albert Belgaprins og Paola höfðu ekki þekkst nema fimm mánuði þegar þau trúlofuðust. Þau kynnt- ust fyrst í Róm 4. nóvember 1958, þegar Albert var staddur þar sem fulltrúi bróður síns við krýningu Jóhannesar 23. páfa f Péturskirkj- unni. Albert kom auga á stúlkuna meðan á athöfninni stóð, og varð bráðskotinn þegar í stað. í kvöld- boði hjá belgiska sendiráðinu, sama kvöldið, kynnti barón Van der Elst sendiherra þau. Meira gerðist ekki í fyrstu atrennu. Paola var mjög umsetin og dansaði við alla aðra en prinsinn. Og Albert prins var lengst af kvöldinu með einni vin- stúlku Paolu, sem heitir Myrta Scirra, og var nærri óþekkjanleg frá Brigitte Bardot. Þegar sam- kvæminu sleit kvöddust Albert og Paola með handabandi og sögðu: „Það var gaman að kynnast yður!“ Og svo var það ekki meira þann daginn. En Albert hafði haft fallegan B.M.W.-bíl með sér frá Belgíu og Paola stenst ekki bíla. Daginn eftir óku þau saman út á vellina fyrir utan Róm og næstu þrjá daga voru þau saman öllum stundum. Og fjórða daginn sem þau voru úti í sveit stöðvaði Albert allt í einu bílinn, sneri sér að Paolu og sagðist elska hana! Og að hann vildi giftast henni strax. Paola tók þessu auðsjáanlega fúslega. Hún mun hafa búist við því. Hana sárlangaði til að segja já und- ir eins, en af því að hún hafði fengið strangt uppeldi vildi hún ekki flana að neinu og gat ómögulega gefið honum svar strax. Hún sagðist verða að hugsa málið. Albert varð að fara heim til Belgíu daginn eftir. Þau skrifuðust á sí og æ. Og 20. janúar fór Albert prins í ferðalag, svo lítið bar á og skaut upp í Róm. Hann sást oft með prinsessunni, en nú voru þau aldr- ei tvö ein saman. Vinir Alberts í Róm voru jafnan með í ferðalögum þeirra, og Albert og Paolu tókst svo vel að láta líta svo út að þau væru ekki nema góðir kunningjar, að engan grunaði að trúlofun væri í nánd. í febrúar fór Albert til Sviss, leigði sér fjallakofa við Gstaad og gekk á skíðum. Til Gstaad komu líka Liliane de Réthy og Baudoin konungur. Leopold faðir hans var ekki með í ferðinni; hann hafði far- ið til Congo. Albert símaði til Torino, en þar var Paola um þær mundir, og bað hana að koma og heimsækja þau. Paola gerði það og systir hennar, Maria, kom með henni og settust þær að í gistihúsi skammt frá. Og nú kynntist hún nánustu fjölskyldu Alberts. OPINBERUNIN. Svo kom Paola í heimsókn til Brússel um páskana, svo að lítið bar á. Og sunnudaginn 12. apríl gerðust tíðindin. Þulurinn í belgiska útvarpinu gerði hlé á sendingunni og sagði að von væri á mikilvægri tilkynningu. Og allir biðu í ofvæni. Hans hátign Baudoin konungur óskar að tilkynna þjóðinni, að AI- bert prins af Liége og donna Paola Ruffo di Calabria hafa trúlofast. Það er ekki ofsagt að þetta þótti furðufregn. Var ekki um annað tal- að í Belgíu næstu daga. En svo varð ósamkomulag um hvar brúð- kaupið ætti að standa. Fjölskylda Paolu heimtaði að það yrði haldið í Róm. Og að páfinn gæfi brúðhjón- in saman í Vatíkaninu. En Belgar töldu sjálfsagt að hinn belgiski prins og ríkiserfingi gengi í hjónabandið í Belgíu. Um skeði leit svo út að vandræði yrðu út af þessu, en það var páfinn sjálfur sem tók af skarið og réð því að brúðhjónin voru gefin saman í Brússel. Þegar ítalska prinsessan kom til Brússel nokkrum dögum fyrir brúðkaupið, sem var ákveðið 2. Framh. á bls. 14. STJARNAN OG SKOPPARA- KRINGLAN. — Drengurinn sem er að leika sér að kringlunni er enginn annar en spanska furðubarnið Paol- ito Calvo, sem var orðinn frægur fyrir kvikmyndaleik löngu áður en liann komst úr barnaskólanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.