Fálkinn


Fálkinn - 11.03.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.03.1960, Blaðsíða 8
8 FALKINN Bara að hún heíði ekki slegið hann. Það var svo ósæmandi og svo óþarft. DELIU var meinilla við hvernig móðir hennar brosti alltaf út í annað munnvikið, þegar hún — Deha — gaf tilfiriningunum lausan tauminn. Það var eins og hún segði: Þetta er allt í lagi, en þú kemst á aðra skoðun þegar þú ert orðin þroskaðri. Ég veit það. Ég var svona sjálf. — Alveg eins' og nokkur manneskja hefði nokkurn tíma kvalizt eins og Delia kvaldist núna. — Það er hræðilegt að eiga heima undir sama þaki og Bob, þegar ég veit að ég get aldrei gifzt honum, sagði hún einn daginn þegar hún var að hjálpa móður sinni til að taka til á eldhúsborðinu. — Hvers vegna geturðu ekki gifzt honum, væna mín? Hami pabbi þinn gerir hann bráðum að meðeig- anda í fyrirtækinu. Það færi vel á því. Ég vissi ekki að hann hafði beðið þín. — Æ, hann er alltaf að biðja mín, sagði Delia óþolinmóð. Og vegna vegna þess að ég bíð stundum á fót- um til að hita handa honum te þeg- ar hann kemur seint heim úr sjúkra- vitjunum, og af því að það hefur komið fyrir að ég hef stoppað sokk- ana hans, og af því að ég varð einu sinni dálítið skrítin þegar við vor- um úti í tunglsljósi. Þess vegna heldur hann að eg verði afbragðs læknisfrú. — Heldurðu að þú gætir ekki orðið það? Nú kom þetta bros í munnvikið, rétt einu sinni. — Þú ættir að hafa reynsluna, úr því að þú ert læknisdóttir. — Já, það er einmitt mergurinn málsins. Ég veit hvernig læknisæv- in er, og Bob er alveg jafn niður- sokkinn í starfið og hann pabbi er. Ef hann verður meðeigandi í lækn- ingastofunni verð ég alveg sams konar þræll hans eins og .... — Eins og ég er? sagði móðir hennar hljóðlát. — Æ, sagði Delia og leit undan er móðir hennar leit fast á hana. — Þú ert öðruvísi. Það er eins og þú unir því vel. Þú hefur líklega van- ist því snemma að fórna þér fyrir aðra, af því að þú varst hjúkrunar- kona, en ég vil helzt lifa eðlilegu lífi. Ég vil njóta lífsins. Ég var að tala við Charles um þetta nýlega, og hann sagði, að ef fólk þorði að haga lífsháttum sínum þannig, að það sýndi sjálfu sér eftirlæti, mundi færra af ógæfusömu fólki vera til í heiminum. — Charles? — Charles Webber. Ég hef hitt hann talsvert oft í lækningastof- unni upp á síðkastið. Hann er mála- flutningsmaður stofunnar. Þú þekk- ir hann eflaust í sjón. Hann er einn af sjúkhngum pabba. Móðir hennar hristi höfuðið. — Ég kem honum ekki fyrir mig. Er þetta viðkunnanlegur maður? — Hann er afar viðfeldinn og af- ar ríkur. Hann býður mér oft 1 há- degisverð og honum fellur skrambi vel við mig — eða líst öllu heldur skrambi vel á mig. Ég á að borða með honum miðdegisverð í kvöld í Mayfair. Það var þess vegna, sem ég vildi ekki hjálpa þér með stór- þvottinn í dag, sagði hún. — Jæja? Þú ert undarlegt barn. Hvers vegna sagðir þú mér ekki að þú hefðir öðru að sinna, í stað þess að verða önug? — Maður er ekki „undarlegt barn“ þegar maður er orðinn tutt- ugu og eins. Delia óskaði að hún hefði verið klædd þannig að það samsvaraði aldrinum betur — í stað þess að vera í gömlu langbrókinni. — Og ég sagði þér það ekki, vegna þess að mér sýndist þú svo þreytu- leg, að það lá við að mér dytti í hug að verða heima, og hjálpa þér með þetta andstyggilega strit í skrifstof- unni. — Barnið mitt! Móðir hennar þrýsti henni að sér. — Þú átt vitan- lega að fara úr því að þú hefur lofað því. Miðdegisverður á gilda- skála? Það hlýtur að vera gaman. Á ég að ljá þér feldinn minn og perlufestina? Svona var það alltaf, hugsaði Delia með sér meðan hún flýtti sér að hafa fataskipti. Hvenær sem hún var komin á fremsta hlunn með að segja, að hún vildi helzt flytja burt af heimilinu og leigja sér herbergi sjálf, var einhver svo góður við hana, faðir hennar eða móðir, að hún gat ekki hugsað til að fara frá þeim. Og svo var það Bob. Hún gat ó- Ifiín vilHi liia i‘ið iiiii) «i/ ii!í.svt ti’f/iir hwtn tgtvti aintíitaii t'ts ALDREI. NE mögulega gifzt honum. Aldrei, nei — aldrei! Og þess vegna var það taugaraun að hafa hann á heimil- inu. Hann var svo aðlaðandi — á sinn klaufalega hátt — svo vænn og alltaf viðbúinn að rétta henni hjálp- arhönd. ÞAÐ sannaðist líka núna eins og oftar, því að þegar hún kom — nið- ur í forsalinn í fyrsta raunverulega kokkteilkjólnum sínum, sem naut sín ennþá betur vegna perlufestar- innar og loðna jakkans, var Bob þar og bauðst til að aka henni þang- að sem hún ætlaði að fara. — En ég ætla alla leið til Mayfa- ir! Hún reyndi að segja þetta eins og það væri svo sem ekki umtals vert. — Þangað ætla ég líka. Hann brosti. — Ég á erindi á St. Georgs- spítalann, ef þú villt það heldur. — Það var mjög heppilegt, sagði hún með semingi. Nú þurfti hún ekki að hlaupa á strætisva^nabið- stöðina og blása af mæði þegar hún kæmi í veitingastaðinn. Hún óskaði bara að Bob hugsaði betur um aksturinn en liti ekki svona oft til hennar. — Ég hef aldrei séð þig í öllu stássinu þínu fyrr, sagði hann. — Er það einhver viðhafnarsamkoma, sem þú ætlar á? — Nei, ég ætla bara að borða með honum Charles. Hún vonaði að hún segði þetta nógu blátt áfram — eins og hún hefði ekki þurft að spara í marga mánuði til þess að geta eignast kjól, sem væri notandi við slíkt tækifæri. — Charles Webb- er, skilurðu. — Málaflutningsmanninum? Hann hló. — Já. Er það nokkuð hlægilegt? — Seisei-nei. Hann er bara tals- vert miklu eldri en þú. Og auk þess er hann ekki þannig gerður, að fólk dirfist að kalla hann „Charles“. Og svo er hann ímyndunarveikur svo um munar. Seinast þegar hann át yfir sig og fékk innanskömm, hélt hann að hann gengi með æxli í mag- anum og heimtaði að láta röntgen- Ijósmynda sig. Hann pabbi þinn var sárgramur yfir að þurfa að eyða tíma í þettá. Delia fann hvernig henni þykkn- aði í skapi, en reyndi að láta borg- inmannlega. — Æ, svona eruð þið læknarnir! Þið eruð alltaf að brýna fyrir fólki að það verði að láta skoða sig í tæka tíð, og svo skopist þið að því, þegar það gerir það. — Hm! Þetta hitti. Bob tókst loks að komast út úr mestu umferðarþvögunni og fann loks stað, sem hægt var að nema staðar á, skammt frá Hyde Park. — Miðdegisverðurinn mun vera klukk- an átta? Hann stöðvaði hreyfilinn. Þú munt ekki hafa hugsað þér að koma löngu fyrir tímann og þurfa að sitja og bíða eftir borðherran- um? Deha hló og komst við af hugul- semi hans. — Ég þarf manneskju eins og þig, hélt hann áfram og teygði hand- legginn aftur fyrir bak á henni. — Ég þarf manneskju eins og þig til að sjá um að ég verði ekki einn af þessum kaldlyndu heimilislæknum, sem aldrei trúa orði af því, sem sjúklingarnir segja. Ég mundi aldr- ei þora að fara að starfa upp á eig- in spýtur án þín. Þú ættir að sýna mér ofurlitla meðaumkvun. — Æ, góði Bob, byrjaðu nú ekki á þessu aftur! Ég hef sagt þér að það er þýðingarlaust. — Þessi Charles — er það alvara, Deha? — Já, það er alvara, sagði hún. — Hann hefur — hefur víkkað sjón- deildarhring minn. Hann hefur kennt mér að meta tónhst og vín og góðan mat. — Ertu að romsa það sem hann hefur sagt? — Stundum hata ég þig, Bob Gib- son. Bob dró hana allt í einu að sér og faðmaði hana ákaft. — Stund- um elska ég þig þó að þú hagir þér eins og kjáni, tautaði hann. Hann kyssti hana þangað til hún hætti að finna hjartaslátt sinn, en loks reiddi hún töskuna sína og barði hann í hausinn með henni. — Skepnan þín! Hún þreifaði eftir handfanginu á bílhurðinni, en þá sleppti hann henni. — Vertu róleg, sagði hann kulda- lega. Hann hélt vasaklút upp að eyranu, en þar blæddi úr honum. — Ég er læknaður! Svo ók hann áfram. Delia tók spegilinn úr töskunni sinni með skjálfandi höndum og reyndi að laga á sér andlitsfarðann, sem hafði aflagast. Bób ók áfram steinþegj- andi og Delia hélt báðum höndum fyrir andlitið. Bara að hún hefði ekki slegið hann. Það var svo ó- sæmandi og svo óþarft. Ef hún hefði ekki stritað á móti, mundi hann hafa stillt sig og ekkert héfði gerzt. Nú var ekki sjón að sjá and- litið á henni, og harm mundi aldrei fyrirgefa henni. Hún var í vafa um hvort væri meira virði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.