Fálkinn


Fálkinn - 29.04.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.04.1960, Blaðsíða 5
FALKINN 5 móti silfri, síðan gulli og loks dem- öntum. Þessar athafnir fóru fram eftir að hann hafði ráðið ríkjum svo svo lengi. Aga átti það, sem lagt var á metin á móti honum, og hann gat notað það til hvers sem hann vildi. Vitanlega tók hann ekki á móti silfrinu, gullinu eða demöntunum, en fékk andvirði þess greitt í pen- ingum. Og þessum peningum var safnað með samskotum meðal þegna hans. Þegar hann var veginn í Dar es Salaam síðast, voru demantarnir fengnir að láni frá Suður-Afríku, og þetta voru venjulegir iðnaðar- demantar en ekki skrautsteinar. En Aga vóg 120 kíló, svo að það var feiknafé, sem þurfti að setja að veði fyrir steinunum. Og úr því að ég er farinn að tala um demanta er bezt að ég segi frá hinum lygilega manni, dr. William- son. í RÍKI DEMANTAKONGSINS. Það var hann sem gaf þáverandi prinsessu Elizabeth 56 karata dem- ant í brúðargjöf. Steinninn var að minnsta kosti 75.000 sterlingspunda virði. Williamson byrjaði með tvœr hendur tómar fyrir 25 árum, en nú veit hann ekki aura sinna tal. Hef- ur ekki hugmynd um hvers virði eignir hans eru. Hann hefur byggt upp iðnaðar- bæ inni í eyðimörk Afríku. En á þessum afskekkta stað hefur hann komið sér upp einu dýrasta bóka- safni heimsins — eintómum fyrstu útgáfum. Margir hafa heyrt talað um dr. Williamson en fáir hafa hitt hann. Nú er hann dáinn fyrir skömmu. Dr. John Thoburn Williamson kom til Afríku árið 1933, 26 ára gamall. Hann var frá Canada og hafði tekið doktorspróf í heim- speki þar en lagt stund á jarðfræði og var spáð góðu fyrir honum sem efnilegum jarðfræðingi. Hann vann nokkur ár hjá námufyrirtæki í Rhodesia, en afréð svo að fara að Sjó þúsund lestir af demantagrýti eru hreinsaðar á dag í þessari byggingu. — í horninu er dr. Williamson. Mwadui er vel varinn staður, vegna allra verðmætanna, sem þar cru, og enginn fær að koma þangað n jma með sérstöku leyfi. En þeir sem fá þetta leyfi eru sóttir í flug- vél til Dar es Salaam eða Naircbi. í Mwadui er flugvöllur, en hvað eítir annað hefur orðið að færa londingarbrautirnar til, vegna þess að þær lágu yfir land, sem dem- antar vcru í. Þegar maður fer inn í bæinn, frá flugvellinum, ekur mað- ur á demöntum. Vegurinn er nefni- lega malbikaður með salla, sem mikið af demöntum er í. í Mwadui er nóg að gera. Stórir vörubílar ganga milli námanna og hreinsistcðvarinnar í sifellu og 7000 lestir af grýti eru hreinsaðar á hverjum degi. Og alltaf er verið að auka við byggingarnar. Um þessar mundir er verið að reisa nýja hreinsistöð, sem kostar yfir milljón pund. Um 3200 manns búa í bænum. Af þeim eru 350 Evrópumenn, 50 Framh. á 14. síðu. Þegar Teddy-hangsinn fæddist Það eru orðin yfir 50 ár síðan tedcLy-bangsinn fœddist í þennan heim. Og drögin til þess að hann varð til, var dálítið misheppnuð bjarnarveiðiför, sem Theodore Roosevelt, þáverandi Bandaríkja- forseti tók þátt í, en þegnar hans kölluðu hann Teddy. Hinir ágœtu veiðihundar forsetans höfðu kom- ist á slóð stóreflis bjarnar, en forsetinn hitti ekki. ☆ Grínmyndir voru oft í blöðun- um af forstanum, þá eins og nú. Og nokkrum dögum eftir veiði- förina var teikning af henni i Washington Post, eftir teiknar- ann Clifford Berrymann. Þar sést forsetinn veiðibúinn fremst en bak við björninn sem slapp. ☆ Urðu nú margir til að teikna forsetann og björninn. Á einni sást maður færa forsetanum bjarnarhún, en undir stóð þetta: „Látið ríú þennan stœkka, herra forseti, og œfið yður svo á að skjóta hann.“ ☆ En leikfangaframleiðandinn Morris Michton gerði sér mat úr þessu. Hann skrifaði forsetanum og sagðist œtla að búa til bangsa úr loðdúk og bað forsetann um að mega kalla hann „Teddy“.. ☆ Forsetinn svaraði: „Ég býst ekki við að nafnið mitt komi að nokkru haldi í leikfangaiðnaðin- um, en þér megið nota það ef þér viljið." Og það gerði Michton. Leikfangagerð hans, „Ideal Toy Company“ hefur til þessa fram- leitt yfir 15 milljón teddy-bangsa ag enn fleiri milljónir hafa verið seldar af öðrum leikfangagerðum undir teddy-nafninu, því að það er ekki verndað og lögunin á bangsanum ekki heldur. ☆ afskekktur — hann var ókvæntur —í Mwadui. Hann átti raunveru- lega allt fyrirtækið sjálfur — og allan bæinn líka. í hlutafélagi hans voru 1200 hlutabréf, og af þeim hafði hann gefið Percy bróður sín- um 397, og vini sínum og sam- verkamanni, indvei'ska málaflutn- ingsmanninum I. C. Chopra 3. Það kann fljótt á litið ekki að virðast nein stórgjöf, en 1/400 af 350 milljón sterlingspundum eru þó talsverðir peningar! Williams var kröfuharður hús- bóndi en höfðingi í skapi. Það fengu margir gamlir samverkamenn hans að reyna. Fyrir nálægt 20 árum gaf hann um tuttugu þeirra vandaða klúbbjakka, með sérstöku merki ísaumuðu. Á merkinu var mynd af baobab-tré, samskonar og William- son hafði fundið fyrsta demantinn undir, en merkið sjálft var alsett demöntum, svo að jakkarnir voru talsvert verðmætir. Verkamenn sem unnið höfðu af- rek í starfi og íþróttum fengu alltaí verðlaunagjafir. Sá fyrsti sem tók flugpróf fékk t.d. vindlingaveski úr gulli, alsett demöntum. starfa upp á eigin spýtur og nota sér jarðfræðiþekkingu sína. Hann þóttist viss um að miklar demanta- námur mundu vera í Tanganyika, og svo lagði hann af stað í gæfu- leitina með nokkra .svertingja og mjög lítilfjörlegan útbúnað. Hann fann lukkuna, en varð að borga hana dýru verði. Þegar hann gróf upp fyrsta stóra demantinn — í maí 1940 — við Mwadui í Austur- Tanganyika og mældi sér þar námuteiga í ónumdu landi, var heilsa hans á þrotum. Hann fékk malariaköst í sífellu og auk þess hafði hann fengið fleiri sjúkdóma, af óhollu viðurværi — og skorti á mannsæmilegu viðurværi. Dr. Williamson kom ekki nema þrisvar úr Tanganyika eftir að hann fann demantnámurnar. Og ár- in 1940—46, áður en hann efnaðist og hann varð að strita í svita síns andlits fyrir hverjum einasta steini, vék hann ekki frá námunni. Það kom fyrir að hann skrapp til Nairobi, en þar átti hann stórt hús og Rolls Royce, sem nær aldrei var notaður. í tvö af þeim þremur skiptum sem hann fór út fyrir landamærin, fór hann til London. Þriðja ferð hans var til Canada, og þar var hann gerður heiðurs- doktor háskólans, sem hann hafði stundað nám við. í dag áætla varfærnir menn að Mwadui-námurnar, það er að segja námur dr. Williamsons, séu að minnsta kosti 350 milljón sterlings- punda virði. Tíundi hluti allra demanta, sem árlega koma á heims- markaðinn, eru frá Williamsons- námunum, og söluverð þeirra er kringum 4 milljón sterlingspund. Dr. Williamson var þess umkom- inn að geta veitt sér allan munað, sem veröldin hefur að bjóða. En hann kaus fremur að lifa einn og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.