Fálkinn


Fálkinn - 29.04.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.04.1960, Blaðsíða 14
FALKINN I ríki Aga Khans - Framh. af bls. 5. Asíumenn en hitt eru svertingjar. Hvítu mennirnir eru afskektir en það fer vel um þá, hver fjölskylda hefur rúmgott hús og garð, og hús- ið fylgja tveir þjónar. Þarna er skóli fyrir 350 börn og sjúkrahús með 60 rúmum, afar vandað. Ennfremur skemmtilegt samkomuhús og margt til íþrótta- iðkana — cricketvöllur og golf- völlur og tennisvöllur — allt upp- lýst. Það er nefnilega einkum und- ir miðnættið, sem fólk iðkar íþrótt- ir, vegna hitans. Hitinn á daginn er svo mikill að allur gróður skrælnar, þarna er ekkert grænt nema þann eina mánuð sem rign- ingin er. Svertingjarnir þarna fá miklu betri meðferð en í Suður-Afríku. Þeir geta haft fjölskylduna hjá sér og búa í góðum húsum. Þeim þótti vænt um húsbóndann, Williamson, sem talaði þeirra eigið mál. —★— Það er alltaf freistandi að fórna framtíðinni til þess að geta notið nútíðarinnar ótruflaður. Paul Reynand. ^£krítlar Nýr prestur var kominn í kallið, áhugasamur herrans þjónn. En hvernig sem hann fór að, tókst hon- um ekki að hræra hugi safnaðarins með ræðum sínum. Svo bar það við einn sunnudag, meðan presturinn var í stólnum, að hann tók eftir að kona ein í kirkj- unni tárfelldi. Og presturinn hugs- — Og í nœsta herbergi sefur stœrsti sonurinn okkar! aði með sér: Þarna hef ég hitt á það rétta og talað til hjartans. Það er bezt að ég tali við konuna á eftir, og spyrji hana hversvegna hún hafi farið að gráta. Og eftir rnessu vék hann sér að konunni og spurði: „Hvað var það sem hrærði yður svona, þegar þér voruð að hlusta á ræðuna mína í dag, kona góð?“ „Það skal ég segja yður,“ svaraði hún. „Ég á sjálf son, sem að læra til prests, og þegar ég heyrði ræð- una yðar fór ég að hugsa um hvaða ógnar kjáni ég hefði verið að kasta peningum upp á þetta, ef drengur- inn heldur ekki betri ræður en þér gerið.“ ★ Óli hafði verið kallaður til hrepp- stjórans, sem þurfti að tala við hann um tvö barnsfaðernismál. Bæði börnin höfðu komið undir sama dag- inn, en þá var önnur móðirinn stödd norður í Eyjafirði, en hin í Land- eyjunum. Fyrst spyr hreppstjórinn Óla hvort hann gangist við barninu í Eyjafirði, og Óli svarar játandi. — Hitt barnið kom undir sama daginn, en það var í Landeyjunum, svo að þú getur ekki átt það. — Jú, ég á það líka. Ég hafði flugvél. Stutt og laggott Látum oss gera það fyrir kom- andi kynslóð, sem við hörmum að fyrri kynslóðir hafa ekki gert fyrir okkur. —- N. N. ☆ „Morgunstjarnan heitir á latínu Lucifer, þ. e. ljósberinn, ljósgjafinn. Gamlir kirkjufeður, sem misskildu ritningarstað, hafa talið sér og öðr- um trú um, að þessi andi morgun- stjörnunnar, þessi Lucifer, sem ljós- ið gaf, væri djöfull .... Hann er engill ljóssins. Trúið aldrei þeirri lygi, að engill ljóssins hafi nokkurn tíma logið eða getað fallið. Georg Brandes. ☆ Ár skal rísa — sás á yrkjendr fá, ok ganga síns verka á vit; margt of dvelr — þanns of morgin sefr, hálfr es auðr und hvötum. Háfamál. ☆ Sannleikurinn er og verður jafn- an sannleikur, en ekki alltaf jafn gagnlegur sannleikur. Chr. Magnus Falsen. II! Sl, ijnn^ar: Lárétt skýring: 1. Vagga. 5. Hlaða. 19. Ok. 11. Kaðla. 13. Samhlj. 14. Flans. 16. Kyrð. 17. Samhlj. 19. Þvaður. 21. ílát. 22. Ferðast. 23. Linar. 26. Ræði. 27. Flokkur 28. Yfirhöfn. 30. Leyfi. 31. Kvenheiti. 32. Versna. 33. Fangamark. 34. Samliggjandi. 36. Flóns. 38. Yfrinn. 41. ílát. 43. At- lotið. 45. Hljóðfæri. 47. Guð. 48. Beitan. 49. Herfang. 50. Þreytt. 53. Sambandsheiti. 54. Forsetning. 55. Bitjárni. 57. Gráð. 60. Fangamark. 61. Hamingja. 63. Spendýr. 65. Gælunafn. 66. Fjall. Lóðrétt skýring: 1. Skammst. 2. Nöldur. 3. Mjög. 4. Drykkur. 6. Stafur. 7. Landspilda. 8. Grunn. 9. Fréttastofa. 10. Stjóri. 12. Svarar. 13. Hávaða. 15. Þollur. 16. Reik 18. Óþjóð (Þff). 20. Klið- ur. 21. Illgresi. 23. Hella. 24. Sam- hlj. 25. Þekjan. 28. Tilbera. 29. Ó- hljóðið. 35. Raka burt. 36. Friður. 37. Raki. 38. Geðshræring. 39. Ögn. 40. Veiðarfæri. 42. Arð. 44. Samhlj. 46. Stífur. 51. Beitt. 52. Éljagarri. 55. Samtenging. 56. Op. 58. Kven- heiti. 59. Forskeyti. 62. Forsetning. 64. Hljóðst. oLauán d hroiágdtu í iíoaita ÍUi Lárétt ráðning: 1. óss, 4. skröngl, 10. gýs, 13. stím, 15. ótrúr, 16. ermd, 17. kaðall, 19. óhrein, 21. gula, 22. Lea, 24. áfir, 26. sauðargæran, 28. rót, 30. ópi, 31. afi, 33. A.S., 34. val, 36. Ari, 38, en 39. Kamerún, 40. brengla, 41. 11, 42. ist, 44. gin, 45. LH, 46. eta, 48. ást, 50. Maó, 51. framleiðsla, 54. gler, 55. SKF, 56 lóna, 58. óreiða, 60. baugur, 62. geit, 63. greni. 66. raka, 67. nyt, 68. mislíka, 69. rif. Lóðrétt ráðning: 1. ósk, 2. stag, 3. síðust, 5. kól, 6. R.T., 7. örverpi, 8. nú, 9. gró, 10. greina, 11. ýmir, 12. sin, 14. mala, 16. erfa, 18. Laugarskarð, 20. hár- gredðsla, 22. Laó, 23. agi, 25. hrak- leg, 27. vinahót, 29. ósalt, 32. fella, 34. vei, 35. lút, 36. arg, 37. inn, 43. Esekiel, 47. afleit, 48. áls, 49. tif, 50. mangar, 52. reit, 53. lóur, 54. grey, 57. auki, 58. ógn, 59. agi, 60. bik, 61. raf, 64. rs. 65. mí.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.