Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.05.1960, Blaðsíða 5
FALKINN 5 hvað hún hafði haft fyrir stafni undanfarið, spurðu hana, svaraði hún: — Ég var í fríi í Wien. Þær öfunduðu hana, og einhver blaða- maðurinn skrifaði í slúðurdálki sín- inn: „Lady Jean hefur yndi af að skemmta sér í Wien. Lady Jean, sem er 26 ára, líkar illa þegar verið er að trúlofa hana í blöðunum. Fyrir þremur árum var það staðhæft að hún væri í þann veginn að giftast lord Montagu af Beaulieu. — Eingöngu af því að hann hef- ur boðið mér út með sér nokkrum sinnum, sagði hún gröm. Þegar hún sagði blaðamanni að Montagu hefði verið góður vinur fjölskyldu henn- ar árum saman, skrifaði blaðamað- urinn: — Nú verða tengdir milli þessara ætta, þegar lady Jean gift- ist lord Montagu, og bætti við: — Lady Jean sagði að giftingardagur- inn væri ekki ákveðinn ennþá ... Þá varð lady Jean reið: — Það voru ekki meiri ástir milli okkar en drottningarinnar af Saba og Alex- anders mikla. Við erum kunningj- ar, og ekkert annað. Lady Jean er ekki dutlungafull, en það er engu hægara að spá hvað hún gerir, en segja fyrir um veðrið. Eitt kvöldið var biðið eftir að hún kæmi í samkvæmi hjá „káta hópnum“, sem er klúbbur ungs hetðarfólks. En engin lady Jean kom, og loks símaði einhver til hennar og spurði hvort hún „væri ekki komin á fætur“. En enginn svaraði. Svo var sent heim til henn- ar, en þar var allt læst. Það uppgötvaðist ekki fyrr en eft- ir viku hvað var að, og þá fyrir tilviljun. Lady Jean hafði vakað alla nóttina yfir veikri telpu í hús- kofa í Eastend. Faðir barnsins, hafnarverkamaður hafði farið heim til hennar, því að barnið var alltaf að kalla á lady Jean í óráðinu. Lady Jean hleypti sér í gamla kápu yfir samkvæmiskjólinn, sem hún var komin í, símaði í bíl og fór með manninum heim til hans. Og þar sat hún alla nóttina. En hún vill ekki tala um þessháttar. — Þetta er einkamál mitt og kemur ekki öðrum við. Lady Jean var ein í kvenna-heið ursverðinum við krýningu Eliza- bethar drottningar. En hún starfar í skuggahverfum borgarinnar. Hún fer að heiman kl. 7,30 á hverjum morgni, í svörtum ullarsokkum og dökkgráum ullarkjól og heldur í skuggahverfin. Oftast heldur hún á tösku með alls konar fatnaði, sem hún hefur safnað hjá kunningjun- um handa börnunum. Hún gerir þetta ekki af því að henni finnist það spennandi. Frá 1954 til 1958 vissi almenningur ekki af þessu, og aðeins fáir af þeim sem hún hjálpaði vissi hver hún var. Fólkið kallaði hana bara Jane. — Fólki hættir svo við að mis- skilja tilgang manns, ef maður er úr aðalsstétt. Það heldur að maður geri þetta til þess að vera „öðruvísi en aðrir“ eða láta bera á sér. En ég geri þetta eingöngu af því að mér þykir vænt um börn, vænna en um nokkuð annað í veröldinni. Mest af því, sem ég geri í fátækrahverfun- um snýst um börnin. Og ef ég gift- ist einhvern tíma langar mig að eignast tólf eða fleiri, segir lady Jean og brosdr. Það kom glöggt í Ijós hve gam- an hún hefur af börnum, eitt sinn MAÐURINN BAK VIÐ ORÐIÐ « 15 Hertoginn af Alba og „Duc D'Albe“ Ferdinand Alvarez af Toledo, hertogi af Alba var urn langt sJceiö ímynd mannvonskunnar í meövitund allra Hollendinga. „Blóðráðið“ sem hann stofnaði i Hollandi dœmi yfir 10.000 manns til dauða. Allir hrœddust grimmd hans. Stóplar, sem reknir eru niður í skipalagi til að festa við þá skip, eru kallaðir ,,duc d’albe“. ■ Það var vafamál hvort þeir eru nefndir eftir hertoganum, og að hann sé upphafsmaður að þeim. Hertoginn var stjórnmálamaður og hermaður og mun lítt hafa fengist við verklegar fram- kvœmdir. Það var hann sem gerði út flotann til að taka Eng- land 1588, flotann sem veðrin eyddu. Önnur skýring á nafninu er líklegri. Hollendingar hafa löng- um verið miklir hafnargerðar- menn og hafa orðið að nota staura til að reka niður í hinn mjúka jarðveg. Það þykir líklegt að þeir hafi tekið upp „duc d’áble“-nafnið á staurunum. Samkvœmt þeirri skýringu er heitið upprunalega „Duik, Alba", eða „Niður með þig, Alba“, eða „Varaður þig, Alba“. Sagan seg- ir að þegar verkamennirnir voru að reka staurana niður í höfn- unum eða í undirstöður undir hús, sem allstaðar þarf að hafa í Amsterdam og viðar, hafi þeir haft fyrir sið að hrópa „Niður með þig, Alba“ í hvert skipti sem þeir létu fallhamarinn dynja á staurnum til að koma honum niður. Þá kölluðu þeir í kór: „Auik, Alba!" Það er líklegt að þessi saga sé sönn. En þó hún vœri það ekki þá er svo mikið víst að víðsvegar um heim eru staurar eða staura- hvirfingar, sem skipum er lagt við í höfnum, alltaf kallað „duc d’Albe". Þannig hefur nafn hins a.l- rœmda harðstjóra fengið vist í fjölda mörgum málum, án þess að menn geri sér Ijóst hvaðan það er sprottið. jsiwsíHiWM'jwyvu' :o«öe;5Gt50íSGGöocí5;;ööíX5öí>oeaooo»ööooööíiíXiööOööoyöooöt;oí5t er hún var á leið til að skemmta sér ásamt kunningja sínum. Þetta var rétt fyrir Cuy Fawkes-daginn, nóv- ember-ærslin, en þá langar öll börn til að sprengja púðurkerlingar og kínverja. Einhverjir snáðar komu til þeirra og báðu um aura fyrir púðurkerl- ingum. Förunautur hennar stjakaði við þaim og börnin hörfuðu frá, vonsvikin. Þá kallaði lady Jean til þeirra og gaf hverjum þeirra shill- ing. — Hvers vegna ertu að eyða pen- ingum í strákana? spurði förunaut- urinn. — Hefur þú aldrei verið barn? spurði hún lágt . . . Hún fór á skemmtunina með hon- um um kvöldið, en síðan afþakkaði hún alltaf þegar hann bauð henni út með sér. — Ég vil ekki vera með mönnum, sem haga sér svona við börn, sagði hún. Fólk, sem ekki þekkir lady Jean eins og hún er, heldur að hún sé manneskja, sem hafi ekki gaman af neinu nema veizlum og gleðskap. En þetta nægir ekki. Hún hefur oft tekið þátt í gleðskap, og honum talsvert svakafengnum, en hneyskl- issögur, sem sagðar hafa verið um hana í því sambandi eru ósannar. Til dæm-is var hún í samkvæmi „Káta klúbbsins" í Chelsea, sem varð ærið tryllingslegt. Einn gest- anna nefbrotnaði . .. Lunúnablöðin voru ekki sein á sér að segja frá því, að lady Jean væri við þetta nefbrot riðin. Að vísu ekki berum orðum, en þau dylgjuðu um það. Lady Jean hafði ótvíræðar sannanir fyrir því að þetta var lygi, en samt gerði hún ekkert til þess að bera þetta af sér. Hún fól vini sínum að benda blöð- unum á, að hún hefði verið farin úr samkvæminu að minnsta kosti hálftíma áður en nefbrotið varð. Og lady Jean hefði farið vegna þess, að hún þurfti að heimsækja veika konu, sem var ein heima, og vera hjá hennd um nóttina. Blöðin birtu leiðréttinguna og buðust til að borga skaðabætur. Hún bað þau um að kaupa mat og föt handa „börn- unum mínum í Eastend“ fyrir pen- ingana. Hún vildi ekki taka við þeim sjálf. Og fólk var fljótt á sér að segja, að hún væri svo rík, að hana mun- aði ekkert um peningana. Lady Jean hatar að vera kölluð „erfingi“. Ef það er nokkuð, sem ég er ekki, þá er það einmitt erfingi, segir hún. Þegar faðir hennar, 8. markgreifinn af Londonderry, dó árið 1955, rann mestur hluti eigna hans til bróður hennar. Lady Jean fékk aðeins líf- eyri, sem nemur 10—12 sterlings- pundum á mánuði ... Það er að vísu ekki nema rúmt ár síðan lady Jean var formaður í hálfgerðu ærslafélagi í Chelsea. Hún var kosin í stöðuna vegna þess að allir treystu henni. — Þedm finnst að ég sé eins konar móðir þeirra, segir hún. — Segja mér frá öllum sínum vandkvæðum og biðja mig um ráð. Þess vegna var það ekkert undar- legt, að Antany Beauchamp, maður vandræðakvendisins, Söru Chur- chill hringdi til hennar skömmu áð- ur en hann fyrirfór sér. — Beau- champ var frægur ljósmyndari og var þá skilinn að borði og sæng við Söru (dóttur Sir Winstons). Kvöld- ið, sem hann fyrirfór sér langaði hann til að tala við einhvern um vandræði sín. Þess vegna símaði hann til þeirrar sem hann treysti bezt, lady Jean. Enginn veit hvað hann sagði við hana, því að þess var ekkd krafist að hún bæri vitni í réttinum, sem varð eftir sjálfs- morðið. Hún telur sig bundna þagn- arskyldu. — Fólk treystir mér að segja mér leyndarmál sín. Ég væri lélegur vinur ef ég kjaftaði þeim í aðra, segir lady Jean. En hún varð hrædd eftir að hún hafði slitið símtalinu við Beau- Framh. á 14. síðu. Fræg ítölsk listakona, Novella Paragini, málar mynd af lafði Jean, Lafði Jean er komin af Maríu Stuart,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.