Fálkinn


Fálkinn - 06.05.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 06.05.1960, Blaðsíða 15
FALKINN 13 YFIRSKEGGIÐ Af tilviljun rétti hann fram vinstri höndina og reyndist vera sár á lófanum. Og í föggum hans fannst kertisstúfur, úr sama efni og klessurnar á gólfinu. Sjómaðurinn sá sitt óvænna og meðgekk. Hann hafði lengi haft þetta ónæði í huga. Hann hafði kynnzt Marie Pallot meðal smyglara við höfnina, og þóttist vita, að hún geymdi pen- inga heima hjá sér. Þegar hann framdi glæpinn hafði hann gætt þess að skilja ekki eftir fingraför. En samt mistókst honum. Hann varð forviða, er hann fékk að vita hve smávægilegt það var, sem hafði komið upp um hann. í fangelsinu fékk rauðskeggurinn frá Sikiley gott næði til þess að yfirvega hve litla möguleika glæpamenn hafa á því að dyljast sérfræðingum lög- reglunnar. ★ Á Victoria Embankment í Lon- don, þar sem listamenn halda sig með útisýningar sínar, gefur að líta þennan kvenmann í „bo- heme“-stíl, sem situr þarna og teiknar skrípamyndir af vegfar- endum. Þetta hárgreiðslu-listaverk sást í skrúðgöngu, sem hárskerar héldu í tilefni af ársþingi' sína í London. Þetta á að sýna greiðslu frá 19. öld og tók það snillingana 14 daga að koma því saman. ★ Meiri hlutinn í henni veröld hef- ur alltaf haft meira dálæti á valdi en vizku og meiri mætur á hershöfð- ingjum en spekingum. Rök hundrað karlmanna eru ekki eins mikils virði og góð og rétt til- finning konunnar. — Voltaire. ☆ Fólk, sem meðlætið leikur við, skilur ekki að sumir þurfa að stríða við mótlæti. — Eugene Scrige. KYNLEGAR sögur voru voru sagðar um Marie Pallot og at- hafnir hennar í vínstofunni í Le Havre. Hún var einkennileg í hátt- um og menn urðu íbyggnir á svip- inn, þegar nafn hennar var nefnt. Lögreglan grunaði hana um smygl. Hún hafði komið hingað frá Mar- seille fyrir nokkrum árum. Þó hún væri ekki ung lengur var hún samt enn allra girnilegasta kona. Margsinnis hafði lögreglan gert húsrannsókn hjá henni, en aldrei fundið neitt grunsamlegt. Síðla einnar októbernætur varð lögreglumanni gengið um Passage de Mathurins, en þar átti Marie Pal- lot heima. Ósjálfrátt rétti hann út höndina og tók 1 hurðarlásinn í hús- inu hennar. Næturvörðurinn hrökk við. Þetta var grunsamlegt. Hann hafði aldrei komið að dyrum Marie Pallor ólæstum áður. Hann fór inn í anddyrið og kallaði. Ekkert svar. Hann fór inn í stofuna. í skímunni frá vasaljósinu sínu sá hann Marie Pallot hallast fram á borð. Handleggurinn lá á borðinu og hakan studdist niður á borðið. Hún virtist sofa. Hjá henni stóð glas og tóm flaska. Næturvörðurinn ætlaði að vekja hana, en nú sá hann að konan var steindauð.------ Við rannsókn kom í ljós, að skáp- ur hafði verið brotinn upp, og benti það á að ránsmaður hefði verið að verki. En enginn hafði sést ganga inn í húsið né út og engan var hægt að gruna. Fingraförin, sem fund- ust, voru svo máð, að ekkert gagn var í þeim. Nú var leitað til glæpasérfræð- ingsins R. A. Reiss og hann kom á staöinn. Hann grannskoðaði stofuna og anddyrið og af humminu, sem heyrðist i honura við cg við mátti ráða, að hann hefði orðið einhvers vísari. Að lokinni rannsókninni sagði hann: — Morðinginn er öríhentur og er með skrámu á vinstri hendi. Hann er sjómaður og hefur nýlega verið á Sikiley. Og svo er hann með rautt yfirskegg . . . Lögreglustjórinn varð hissa og' bað um frekari skýringu. — Lítið þér á hérna, sagði Reiss prófesspr og ben.ti á gólfið. Þarna til vinstri eru þrír blóðblettir. Og þarna hefur rifnað flís á þeim stað, að þeir sýna að bófinn hefur særzt á vinstri hendi. Og til hægri í gang- inum eru fitublettir, auðsjáanlega gterín, sem hefur lekið úr kerti. — Allt bendir til þess, að hér hafi verið svartamyrkur, þegar morðing- inn kom, hélt prófessorinn áfram. Hann þurfti kerti til að lýsa sér og vopninu hélt hann í hinni hendinni. Venjulegt fólk mundi hafa haldið á kertinu í vinstri hendi og morð- vopninu í hægri. En hér er það öf- ugt. Sterínklessurnar og blóðblett- irnir sýna það. Og sömuleiðis sárin á líkinu ... Loks rétti prófessorinn fram tvö rauð hár. Hann sagði, að þau væru af efrivör á manni. Sumir kippa ó- . . . hakan studdist niður á borðið. Hún virtist sofa. sjálfrátt í yfirskeggið á sér, þegar þeir eru æstir, sagði hann. Það eru margvísleg efni, sem not- uð eru í kerti. Efnið í sterínkless- unum var rannsakað og þar fannst efni, sem aldrei er notað í kerti í Frakklandi en mikið er notað á Sik- iley. A þessum grundvelli tók lög- reglan nú til starfa. Öll skip, sem komið höfðu til LeHavre frá Sikiley voru rannsökuð. „Donna Maria“ hafði legið þar í tvo daga. Nú var skipshöfnin athuguð og einn sjó- maðurinn var með rautt yfirskegg. Hann var settur í gæzluvarðhald undir eins, en neitaði að þekkja til morðsins. Hér sést þegar verið er að setja á flot hið 45 þús. tonna stórskip Canberra. Þetta er stærsta skip, sem smíðað hefur verið f Bretlandi síðan „Queen Elizabeth“ var hleypt af stokkunum. Forsætisráðherrafrú Ástralíu, Pattie Menzies, skírði skipið, sem á að vera í Ástralíuferðum og gengur 27,5 sjómílur á klst. Fullkomnið enskukunnáttu yðar í Suður-Englandi. Útvegum húsnæði og fæði, skóla- kennslu. Sussex Universiti byrjar starfsemi sína 1963. O.S.E.T.A. 4, Titian Road, Hove 3, Sussex, Engl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.