Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1960, Blaðsíða 2

Fálkinn - 03.06.1960, Blaðsíða 2
2 FALKINN Höfum fyrirliggjandi eftirtaldar vörur frá Sovétríkjunum: Rúðugler Masonite þilplötur Trétex Baðker Hjólbarðar og slöngur á flestar tegundir bifreiða og landbúnaðarvéla. Rafmagnsperur ,,Oreol“ 1000 tíma perur. „Krypton“ gasfylltar perur. EySa minna raf- magni en vanalegar perur og endast lengur. Kaupendur af ofangreindum vörum, hafi samband við okkur sem fyrst. Mars Trading Company h.f. Klapparstíg 20, sími 1-73-73. lllÉBSIÍfflgi ap ■ a wJBPnesss Þessar litlu stúlkur í smábílunum gefa merki um að ræsa stóru bílana, í samkcppninni, sem árlega er haldin fyrir langleiðabílstjóra í Frakklandi >f Skrítiur >f Vinnupilturinn var með fulla kerru af kartöflum, sem hann ætl- aði að selja niðri á Plani. Hestur- inn var tregur í spori þegar kom ÓSTAÐFEST HEIMSMET. — Það kann ekki að sýnast neinn galdur lengur að smíða svo- kallaðan lyftingarbíl eða bát, sem hægt sé að nota. En hitt er annað mál, hve auðvelt er að gera þá hraðskreiða. — Svissneski verkfræðingurinn Karl Weiland þykist hafa stígið stórt spor í áttina. Hann komst nýlega í meira en 70 km. hraða á bátnum „Ilcn“, sem hann hefur smíðað, og segir að það sé heimsmet, á svona farkosti. KAUPIÐ OG LESIÐ FÁLKANN niður á Hverfisgötuna, því að hann var óvanur Reykjavíkurlífinu og hálfhræddur. Og strákurinn lét svip- una dynja á honum. Gömul kona, sem sá þetta, víkur sér að drengn- um og segir: — Þú kemst aldrei til himna- ríkis, ef þú berð hestinn þinn. — Ég ætla alls ekki til Himna- ríkis. Ég ætla niður á Plan. ★ Nýr prestur var kominn í kallið, og svo skyldurækinn, að hann fór undir eins að húsvitja. Á einum bænum var 99 ára gömul kerling, og presti fannst hann þurfa að tala lengi við hana, enda var hún hress og heyrnargóð og engin elliglöp far- in að koma á hana. Presturinn spurði: — Hafið þér átt heima hérna í sókninni alla yð- ar ævi, Guðríður mín? Gamla konan þagði um stund og hugsaði sig um. Loks svaraði hún: — Nei, ekki ennþá. ★ Gumbur í Ási hafði verið í kaup- staðnum og séð mjaltavél. Honum fannst þetta mesta þing, og þegar hann kemur heim, segir hann við konuna sína, að þessa vél ætli hann að kaupa. — Hefurðu nokkra peninga til að borga hana með? spyr konan. — Já, við getum selt beljuna. Hún verður óþörf, því að við fáum nóga mjólk úr vélinni. ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.