Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.06.1960, Blaðsíða 12
12 FALKINN llllllllllllll JENNIFER AMES: lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUlllinilllllllllllllllllllllllll BRÚÐVHLEITIIV llllllllllllllllimilllllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIIIlllllllllUllllilll FRAMHALDSSAGA iiiiiiiiiiiiiii Veitingasalurinn á flugvellinum var bæði í- burðarmikill og vistlegur. Allt í einu kom Kata auga á Helgu, sem sat ein sér við lítið borð. Unga stúlkan sem situr hjá mér, er alein þarna. Kannske við ættum að bjóða henni að koma að borðinu okkar? Hann gretti sig. — Þrír saman eru oft einum of margir, sagði hann. — Hugsið þér yður ef hún hangir á okkur alla leiðina! — Það held ég varla. Hún er svo falleg, að hún getur orðið sér úti um vini íjjálf. Auk þess sagði hún, að sig langaði til að kynnast yður, sagði Kata. — Vildi hún kynnast mér? Hvers vegna í ósköpunum? — Verið þér ekki svona hógvær, dr. Williams, þér eruð frægur maður. Hún hefur lesið um yður í blöðunum og vissi að þér eruð á leiðinni til eld- flaugastöðvarinnar í Balgoola. Nú virtist ganga fram af honum. — Hvernig d dauðanum getur hún hafa snuðr- að þetta uppi, sagði Williams. — Ég þóttist viss um að skipun minni yrði haldið leyndri. Og ekki hef ég séð minnzt á hana í blöðunum. — Ekki ég heldur, sagði Kata og fór að brjóta heilann um hvernig Helga Prava hefði komist að þessu. — Hvar situr hún? spurði dr. Villiams eftir stutta þögn. — Kannske er það kurteisara að bjóða henni til okkar, úr því að hún er ein. — Það er ljóshærða stúlkan, sem situr þarna rétt við dyrnar, svaraði Kata. Hann leit þangað. — Er sem mér sýnist? — Hvað sagði Kata. — Þekkið þér hana kannske? — Ég hélt sem snöggvast að ég þekkti hana, en mér hlýtur að hafa missýnst. Hún er nauða- lík stúlku, sem ég hef kynnst. Ég held að ég verði að fara til hennar og kynna mig. — Já, gerið þér það, sagði Kata. Eftir nokkrar sekúndur kom dr. Williams aft- ur með Helgu Prava. Þau létu dæluna ganga eins og þau hefðu þekkst lengi. — Það var einstök hugulsemi af ykkur að bjóða mér að koma til ykkar. Ég verð að játa að mér fannst ég vera talsvert einmana, sagði Helga brosandi. ’ — Dr. Williams hélt að hann þekkti yður, þeg- ar hann sá yður fyrst, sagði Kata lágróma. — Það getur ekki komið til mála, flýtti Helga sér að svara, og Kata tók eftir að hún varð aft- ur vör um sig. — Þér minnið mig að minnsta kosti á einhvern, ungfrú Prava. Ég held helzt á ungan mann, sem ég hitti á ráðstefnu erlendis, einu sinni. Kannske hefur það verið ættingi yðar? — Það hefur hann eflaust ekki verið. Allir nánustu frændur mínir dóu á stríðsárunum. — Það var sorglegt, muldraði hann. — Eruð þér að fara til ættingja yðar í Ástralíu? — Ég hef fengið stöðu þar, en þekki ekki hús- bændurna. Það voru kunningjar okkar beggja, sem gerðu út um þetta. — Jæja, þér megið hvað sem öðru líður treysta því að við verðum kunningjar yðar þeg- ar við komum þar í sveit, sagði Bernard, og það var hlýja í röddinni. —Þakka yður innilega fyrir, sagði hún þakk- lát. Nú var kominn tími til að fara aftur út í flugvélina og búa um sig undir nóttina. Kata svaf óvært um nóttina og tók eftir að Helga var andvaka líka. Flestir farþegarnir voiu glaðvaknaðir þegar þeir komu til Beirut, en þar átti að fara út og fá morgunverð. Helga og Kata urðu samferða út úr vélinni og skömmu síðar kom dr. Williams á eftir þeim. — Hafið þið sofið vel, ungfrúr mínar? spurði Williams. — Ekki ég, því miður, svaraði Kata. En Helga þóttist hafa sofið eins og steinn. __ Hvers vegna er hún að þessu látalæti? hugsaði Kata með sér og gaut til hennar aug- unum. Meðan þau voru að snæða gat Kata ekki kom- ist hjá að sjá að taka eftir, að Helga gerði sér mikið far um að koma sér í mjúkinn hjá dr. Williams. Var hún heilluð af persónunni, eða var það vísindamaðurinn, sem hafði aðdráttar- afl á hana? Hvað sem því leið þá lét hún of mikið á hrifningu sinni bera. Kata hélt að hún gæti hent gaman að þessu, en fann að henni gramd- ist það. Eftir að þau höfðu flogið yfir Libanon var ekkert að að sjá nema eintóma eyðimörk. Það var tilbreytingarlaust og henni þótti vænt um að þau voru komin til Karachi áður en dimmdi. Þar borðuðu þau aftur saman, öll þrjú. En nú var ekki að sjá að Helga vissi að dr. Williams væri til. Hún starði yfir þveran matsalinn á nokkra menn, sem voru nýkomnir inn. Hún varð náföl og hræðslan skein úr bláum augunum. — Er eitthvað að, ungfrú Prava? spurði Bern- ard órólegur. — Nei, ég — ég . . . sagði Helga. Og svo seig hún meðvitundarlaus undir borðið. Bernard og Kata fengu þjóninn til að hjálpa sér að bera hana út og leggja hana á sófa inni í herbergi. Bernard bað um koníak og kom nokkr- um dropum ofaní hana. Smám saman rankaði hún við sér aftur. — Ég veit ekki hvað kom yfir mig, sagði hún afsakandi. — Líklega stafar þetta af þreytu eft- ir flugið. Og ég hafði láka svo margt að hugsa áð- ur en ég fór frá Englandi... Röddin hljóðnaði. Svo hélt hún áfram: — Nú finnst mér að þið ættuð að fara inn í matsalinn aftur og borða í friði. — En maturinn yðar þá? sagði Bernard. Hún hristi höfuðið. — Mér er ómögulegt að borða núna. Ég vil helzt fá að liggja hérna og hvíla mig. — Á ég að verða h(já yður? spurði Kata. — Ég get látið færa okkur matinn hingað. — Nei, þökk fyrir, mér er óhætt — og ég vil eiginlega helzt fá að vera ein. — Eruð þér viss um að þér þurfið ekki á hjálp að halda? spurði Bernard. — Já, alveg viss. — Jæja, þá skulum við ljúka við að borða, Kata. Þau settust við borðið sitt aftur og héldu á- fram að borða. — Maður þarf vonandi ekki að gera sér á- hyggjur útaf þessu — það þarf víst lítið til að líði yfir kvenfólk, sagði Bernard. — Það hefur aldrei liðið yfir mig, sagði Kata. — En stundum hefur mér dottið í hug að það gæti verið þægilegt að útiloka raunveruna með því að falla í ómegin, ef maður væri hræddur, eða hefði miklar áhyggjur. — Haldið þér að því sé þannig farið með ungfrú Prava? — Nei, ég átti við svona yfirleitt, svaraði Kata með semingi. En hún var ekki viss um það. Hafði Helga séð einhvern sem hún þekkti og var hrædd við? — Þetta er .allra geðslegasta stúlka, en hún virðist hafa átt erfiða ævi og orðið fyrir raun- um . . . Afsakið þér, Kata, ég veit að þér hafið lifað raunir líka. En þér virðist vera miklu hraustari en hún. Kata brosti. — Afsakið þér mig, dr. Williams, nú ætla ég að fara og sjá hvernig ungfrú Prava líður. Það fer að verða mál til að komast út 1 flugvélina. — Líklega er það, en annars eru þeir vanir að segja til með rúmum fyrirvara. En meðal annarra orða: Mér þætti betra ef þér kölluðuð mig ekki dr. Williams. Allir kunningjar mínir kalla mig Bern — viljið þér ekki gera það líka? — Það vil ég, svaraði hún glöð. — Og eins og þér vitið þá heiti ég Kata. Hann endurtók nafnið, eins og honum þætti gaman að nefna það. — Ég vona að þér hafið fyrirgefið mér það. , — Já, áreiðanlega, sagði hún brosandi. Henni leið vel og hún fann til öryggis og trausts við nærveru hans. K'ata stóð upp til að fara inn til Helgu, en hún lá ekki á sófanum og einn þjónninn sagði, að hún hefði farið út undir eins og þau hefðu farið frá henni. Henni hlaut að hafa batnað og svo hef- ur hún farið beint út í flugvélina, áleit Bern. — En það er skrítið, að hún skyldi ekki láta okkur vita, — hún hefði að minnsta kosti getað gert okkur orð um það. Kötu fannst hann hafa móðgast af þessu. Bern minnti hana að ýmsu leyti á krakka. Þrátt fyrir gáfurnar var hann þægilega ósam- settur. Hann fór ekki dult með þegar hann var ánægður og glaður, og jafnljóst lét hann sjá ef honum mislíkaði eitthvað. Þetta var hljótt og hlýtt kvöld og tunglsljós. Hann tók undir hándlegginn á henni og klapp- aði henni á handarbakið. — Kvöld í Karachi, sagði hann. — Ég hef oft óskað mér að vera hérna eitt kvöld. — Það hef ég líka, sagði Kata. — En þá hef ég alltaf hugsað mér musteri og turna; — og bazara. — Já, flugvellirnir eru ekki sérlega róman- tískir. En í kvöld finnst mér þó að þeir geti verið það. Hún fann að hún roðnaði. Hann herti á tak- inu um hönd hennar. — Þú ert væn, Kata — og meira en væn. Mér þykir vænt um að við skyldum hittast í bóka- safninu forðum. Mér finnst einhvernveginn vera orðið svo langt síðan — finnst þér það ekki? Hún kinkaði kolli. — Jú, mjög langt, sagði hún. — Ég var í öngum mínum þann dag. Ég man ekki einu sinni hvort ég talaði 1 samhengi. — Þú varst nýbúin að frétta að bróðir þinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.