Fálkinn


Fálkinn - 24.06.1960, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.06.1960, Blaðsíða 2
2 FALXINN ALVEG * ROMY SCHNEIDER, hina ungu filmudís, langaði mikið til að ganga á skíðum í vetur. En vátryggingar- félag hennar lagði blátt bann við því. Það þótti of hættulegt. ★ TOM DWIGHLY, ameriskur flug- maður og meðlimur í „Félaginu til útrýmingar hjátrúar", var látinn stökkva úr flugvél í fallhlíf í 13. sinn þann 13. nóv. kl. 13.13, úr 1300 metra hæð. Og stökkið tókst prýðilega, þó að Tom hlypi út með* vinstri fótinn á undan. ★ EDMUND G. DOWTON hafði loksins tekizt að flýja úr fangels- inu í Portland, Englandi, og hélt beina leið á járnbrautarstöðina og spurði: „Hvenær fer næsta lest til Weymouth?" En það hefði hann ekki átt að gera, því að það varð honum að falli. Stöðvarþjóninn grunaði, að ekki væri allt með felldu um þennan mann, símaði lögregl- unni og hún hirti Edmund. — Svo stóð nfl. á, að járnbrautin til Wey- mouth hafði verið lögð niður fyrir sex árum. Það má segja, að kaupmenn í Tókíó standi „koIlegum“ sínum í Vesturlöndum ekki að baki í auglýsinga- og sölutækni. Upp á þaki eins stærsta vöruhússins í borginni hefur verið komið fyrir stórri laug, þar sem sportvörudeildin sýnir báta og annað, er tilheyrir siglingaríþróttinni. — Við getum verið viss um, að dömurnar og herrarnir, sem sýna dótið, séu ekki af verri endanum, hvað útlit snertir, að minnsta kosti. ★ FRÚ COLONNA, kona mark- mannsins í franska landsliðinu, verð- ur að útbúa fjóra pela með barna- mjólk á hverju kvöldi. Þrjá handa börnunum sínum og þann fjórða handa manninum sínum. Iiann er enn pelabarn og segir, að hann eigi eingöngu því að þakka, að hann dugar svo vel í marki. ★ KARIN BOHIN, sem ber út póst- inn í Bollstad í Svíþjóð, hefur eign- azt einkennilegan förunaut. Það er tófuyrðlingur, sem hún fann við dyrnar hjá sér einn morguninn, og síðan hefur fylgt henni, hvar sem hún fer. Happ hoppar og dansar og leikur sér alveg eins og hvolpur. CH. BOYER, sem er einna elzt- ur allra starfandi kvikmyndaleik- ara og hefur leikið stór hlutverk í meira en 250 kvikmyndum, og leik- ið á móti flestum frægum leikkon- um, er ekki ánægður með ungu leikkonurnar. Kroppurinn einn næg- ir ekki, segir hann, nýju leikkon- urnar vantar „þetta dularfulla“, sem geislar frá Gretu Garbo og Mar- lene Dietrich — hið töfrandi og torræða segulmagn, sem sigrar og leggur mann í læðing. ★ MITZI GAYNOR, filmudís í Hol- lywood, hefur tekizt að megra sig um 14.5 kíló á tólf vikum, segja Hollywood-blöðin. En ekki geta þau um hvenær hún byrjaði að léttast. Þú ræður hvort þú trúir því Ef maður á að trúa Lou Powers ■— og það á maður ekki að gera — þá var svo kalt í Ortonville í Minne- sota síðastliðinn vetur, að sjóðandi vatnsketill botnfraus á svo stuttum tíma, að ísinn var heitur. — Lou vann 1. verðlaun fyrir þessa sögu á 20. aðalfundi „Lygalaupaklúbbsins“ í Burlington, en þessar sögur fengu heiðursskírteini: Harry Shepeero, Seattle, Wash- ington, sagði frá félaga sínum í sjó- hernum, sem varð fyrir malaríu- flugubiti. Félaginn slapp óskaddað- ur, en flugan dó af áfengiseitrun. Andy Graves, Washington, Texas, sagði sögu af stórri flugu, sem át múlasna, en þá mundi forseti klúbbsins, O. C. Hullet, aðra sögu um flugur, sem átu tvo hesta fyrir vagni og vörpuðu svo hlutkesti með skeifu um hvor flugan ætti að eiga aktýgin. H. S. Fossen sagði frá því, að í Oklahoma væri svo hvasst, að ekki væri hægt að mæla vindhraðann með venjulegum tækjum. Þess vegna hengja þeir akkerisfesti í toppinn á flaggstöng, og þegar akk- erið tekst á loft, þykir vera hvass- viðri. -----Sannast að segja bera þess- ar sögur með sér, að ef Vellygni- Bjarni væri í klúbbnum, mundi hann skáka öllum þessum lyga- laupum. Hér sjáum við ítölsku kvikmyndastjörnuna Sophia Loren, sem varð fyrir því óhappi fyrir nokkru, að stolið var frá henni skartgripum að verðmæti 15—20 milljónum króna. En þrátt fyrir það verður hún að halda sife í Elstree-kvik-myndaverinu í Englandi. Hér kem- ur hún til æfinga einn morguninn ásamt leikstjóranum Pierre Rouve.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.