Fálkinn


Fálkinn - 24.06.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.06.1960, Blaðsíða 12
12 FALKINN llllllllimil JENNIFER AMES: IBIIIIIIIIIIIIIISGIIIIIIIIIIIIIIIIIIimBIIIIIIIIIIIIIIIIIIISIIIIIIIiaillllll BHÚÐUHLEITm llllllilliIliIIIIIIIIIIIIIIIII!IllllllHIIi!IlIIIIilII!l!ill!il!l!llliIIillll FRAMHALDSSA6A llllilllililll — Ef ég geri yður ekki of mikil óþægindi með þvií, frú Dennison, tek ég boði yðar með mikilli gleði. — En hvað það var gaman! sagði Freda. — Vertu nú ekki svona alvarlegur, Adrian, annars máttu búast við að mér sinnist við þig! Það liggur við að maður haldi að þú ættir að eiga heima hérna og láta þér leiðast. En ég skal reyna að halda, að þú hafir aðeins verið að hugsa um að ég hefði ónæði af þessu. En mér er aldrei ó- næði að gestum, heldur unun að þeim. Komið þið nú, stelpur! Hún tók Helgu og Kötu sína und- ir hvorn arm. — Þá er þetta útkljáð mál. Við komum við í Miðbænum og afþökkum herbergið þitt, Kata. Hún fór nokkur skref en sneri svo aftur til karlmannanna. — Þú ert eflaust með bílinn þinn hérna, Adri- an. Geurðu ekki skotið dr. Williams þangað sem hann ætlar að fara? Og gleymdu ekki að við búumst við ykkur báðum klukkan átján. Bíll Dennisons var opinn Bentley, nýjasta gerð. Kata hafði orð á hve fallegur hann væri og Freda kinkaði kolli: — Okkur líkar hann að minnsta kosti vel. í augum þessara vísindasnobba erum við flug- fólkið eintóm flón, en það erum þó við sem eig- um bílana og húsin, svo að við látum okkur í léttu rúmi liggja þó að þeir Mti niður á okkur. Hún hló og bætti við: — Mér þykir vænt um að Adrian áttaði sig í tæka tíð, og fór að vinna fyrir okkur í stað þess að láta hola sér niður í einhverja skrælnaða stjórnardeild. — Áttu við sams konar starf og Frank hafði? Freda brosti og þrýsti að handleggnum á henni. . — Ég meinti það ekki þannig, góða. En ég held að áður en þetta hræðileg kom fyrir með Frank, hafi hann verið farinn að líta á ýmislegt sömu augum og Adrian. Við töluðum ýmislegt við hann, maðurinn minn og ég, og mér fannst á honum að hann væri orðinn staðráðinn í að koma til okkar.Þú veizt að við borgum miklu betra kaup en ríkið. — Það gerið þið vafalaust, svaraði Kata og gaut augunum til gljáandi bílsins um leið. Þetta sem Freda hafði sagt um að þau höfðu talað ým- islegt við Frank, vakti forvitni hjá henni. En henni datt ekki d hug að halda, að hann mundi hafa yfirgefið leyniþjónustuna, hvað sem í boði hefði verið. En Adrian hafði gert það, og hvað sem þeirri sundurþykkju leið, sem nú var orðin milli hans og hennar, átti hún samt bágt með að átta sig á því. Hún sagði upphátt: — Þér minntust á það áðan að maðurinn yðar væri húsbóndi Adfians — er það svo að skilja að Adrian starfi í flugfélaginu? — Já, vissirðu það ekki? En meðal annarra: ég vona að þér sé ekki ver við að þúa mig — við erum orðin svo ameríkaníseruð hérna, og höngum ekki í titlatoginu eins og heima ... Já, Rod er einn af forstjórunum í Talcon Aircraft Corporation. Og Adrian vinnur bæði í skrif- stofunni og sem flugmaður. Rod er stórhrifinn af honum. Og það erum við reyndar bæði, sagði hún svo og breytti um róm. Kata fór að brjóta heilann um, hvort hún ætti að draga ályktanir af þessari rómbreytingu. Hún leit snöggt til frú Dennison, sem brosti á móti og ræsti bílinn. Innan skamms voru þær komnar inn á bæinn, sem var hinn þokkalegasti, með lágum húsum og breiðum götum með trjáarröðum á báðar hliðar. — Kanntu vel við þig hérna, Freda? — Já, alveg lgómandi vel. Ekki eingöngu af því að loftslagið er svo ljómandi gott, tært og þurrt — varla nokkur raki í loftinu, heldur líka af því að hér er mikið samkvæmislíf. Öll stóru flugfé- lögin hafa skrifstofur hérna, svo að nóg er af fólki til að umgangast. Og svo eru allir þessir vís- indamenn, sem gera tilraunir með fjarstýrðu vopnin. Þeir eru yfirleitt allra viðfelldnustu menn. Og svo eru hér nokkrir liðsforingjar, kenn- arar og kaupsýslumenn. Allir hafa sína klúbba og fjörugt samkvæislíf. Nýlega höfum við eignast ágætan golf-völl. Leikur þú golf, Kata? Kata brosti. Það er golf-völlur rétt við húsið okkar í Surr- ey. Frank og Adrian og ég lékum þar oft á laug- ardögum eða sunnudögum. — Já, mér hefur skilist að þið hafið verið mikl- ir mátar, sagði Freda. — Þess vegna er mér svo óskiljanlegt að Adrian skyldi ekki hafa hug- mynd um að þú kæmir hingað. — Þetta bar svo bráðan að, sagði Kata. — Ég réðst ritari hjá dr. Williams aðeins hálfum mán- uði áður en við fórum. — En samt, sagði Freda, — úr þvá að þið vor- uð svona góðir vinir .. . Hún þagnaði í miðri setningunni. Helga hallaði sér aftur í horninu, hún hafði ekki tekið þátt í samtalinu, enda hafði Freda aldrei beint orðum sínum til hennar. Hún hafði aðeins talað við Kötu. Kata reyndi að tala við Helgu um aldingarð- inn, sem þæcr voru að aka framhjá, en hún svar- aði varla. Hún var vör um sig eins og svo oft áður á leiðinni. Kata hafði haldið að hún yrði ró- legri þegar hún væri komin á áfangastaðinn, en nú virtist Helgu órórra en nokkurn tíma áður. Ef þessu heldur áfram, hugsaði Kata með sér, sleppir hún sér áður en lýkur. Hún vorkenndi Helgu, þó að hún ætti bágt með að átta sig á henni. Helga var áreiðanlega hrædd, en jafnframt gat hún verið stálhörð og einbeitt. Hún var viðkvæm og meyr, og hlaut að vekja samúð, sérstaklega karlmanna. En þó var hún enginn veifiskati. Kata hefði viljað gefa mikið til að vita hvers vegna Helga hafði mynd af Frank í töskunni sinni. Hafði Helga þekkt Frank? Hafði hann gefið henni myndina sjálfur? Þá hlaut hún að hafa sagt Kötu frá því —- það hefði verið eðli- legast. Dennisonshjónin áttu heima í fallegu timbur- húsi, byggðu eftir amerískri fyrirmynd. Með- fram allri framhliðinni voru breiðar svalir með léttum húsgögnum. í einu horninu skenkiborð með háum stólum og mikið af flöskum í hillunum fyrir innan. Fyrir neðan svalii'nar var fallegur garður og mikið af blómum í öllum regnbogans litum. Kata hafði sjaldan séð jafn mikið af blómum á einum stað, og hún hafði orð á því. Freda hló. — Það er hægt að fá fegurstu blóm heimsins til að dafna hérna í Ástralíu, en allt er komið undir vatninu. Jæja, komið þið inn, ég skal sýna ykkur herbergin ykkar, og svo fáum við okkur morgunverð. Við borðum venjulega klukkan sjö til hálfátta, en við létum það bíða í þetta skipti. Þið hljótið að vera glorhungraðar eftir flugið, aumingjarnir. Innanhúss var allt vistlegt. Kata lét aðdáun sína í Ijósi og Freda sagði: — Það er gaman að þér skuli lítast á þessa vin okkar, hérna í eyðimörkinni. Ég vona að þú kunnir vel við þig hérna. Ég vildi aðeins óska, bætti hún við d lægri róm, — að aðstæðurnar hefðu verið skemmtilegri. Þær voru einar inni í fallega svefnherberginu, sem Freda hafði sagt að Kata ætti að nota. — Ég er að hugsa til hans bróður þíns, skilurðu, hélt hún áfram. — Ég get ekki lýst hve hrygg við erum útaf þessu. En vitanlega höfum við ekki gefið upp vonina ennþá. Hann kann að hafa fengið sólstungu þegar hann reyndi að leita til byggða, og kannske hafa þeir innfæddu fundið hann. Þeir eru vinsamlegir í garð okkar hvíta fólksins, og mundu vafalaust fara vel með hann. Kannske er veslings drengurinn svo veikur að hann getur ekki gert grein fyrir hver hann er eða hvaðan hann kemur. Sólstunga getur verið alvarleg hér um slóðir, — Það er orðið svo langt síðan — ef einhver hefði fundið hann hlyti hann að hafa látið heyra frá sér? — Ég veit ekki, sagði Freda. — Sumt af þessu fólki er svo lágstætt. Kannske vill það láta hann hressast áður en það gerir aðvart um hann. — Þú segir þetta til að hugga mig. Þú trúir því ekki sjálf. — Ég veit ekki, sagði Freda lágt. Hún faðmaði Kötu að sér. — Mér finnst þetta svo hörmulegt, Kata. Okkur Rod þótti svo vænt um hann bróð- ur þinn — okkur fannst hann vera einn í fjöl- skyldunni. Við skulum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þér. Heldurðu að þú gætir orðið einhvers vísari þegar þú ert komin hingað sjálf, komið auga á eitthvað, sem yfir- völdunum hefur sést yfri? Var rödd hennar orðin harðari, eða var þetta ímyndun hjá Kötu? Eftir augnablik hélt Freda áfram: — Þú hefur ekki verið send hingað, útaf þessu, Kata? Kötu var ekki ljúft að ljúga, og henni fannst erfitt að reyna að blekkja konu, sem var svona vingjarnleg. — Nei, ekki hef ég það, Freda. En það var vonin um að verða einhvers vísari, sem jréð því að ég tók við þessari stöðu hjá dr. Williams. Freda kinkaði kolli. — Ég vildi óska að ég gæti hjálpað þér. En nú máttu ekki vera að hugsa þetta í sífellu. Þér kann að þykja það harðneskja að segja það, en ég held að réttast væri fyrir þig að reyna að gleyma þessu, eða að minnsta kosti hugsa sem allra minnst um það. — Ég býst við að ég hafi nóg annað að hugsa þegar ég fer að vinna hjá dr. Williams, sagði Kata fremur þurrlega. —- Já, það er gott að þú hefur eitthvað fyrir stafni. Þú færð nóg að hugsa við starfið, og þeg- ar þú átt tómstund skulum við Rod reyna að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.