Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.01.1961, Blaðsíða 12
9 Jseja, þá eru loksins blessuð jól- in búin. Maginn búinn að jafna sig en ekki pyngjan, Dóttirin hætt að syngja „signu mæ-r songu sól“, en konan ekki enn hætt að tala um það, hve hún ætli nú að vera snemma í því fyrir næstu jól og sauma eitthvað til að gefa í jóla- gjafir. En er það nú ekki alltaf svona með þessi jól? Þau koma eins og þjófur á nóttu og maður þykist aldrei vera nægilega tilbú- inn með það veraldlega, þótt ekki sé nú talað um andlega undirbún- inginn. Ja, ég veit svei mér ekki hvar þetta endar annars með jóla- hátíðina, og nú meina ég sjálf jól- in en ekki bílífistímann, sem ég annars kalla jólanafninu, svona hversdags. Gamla fólkið segir okk- ur síknt og heilagt, að það hafi fundið jólahelgina og friðinn á kertogspil-jólunum með öskum, hangifloti og öllu tilheyrandi í baðstofum torfbæjanna í gamla daga, þegar engar jólakveðjur voru lesnar. Og nú fæ ég hugmynd: Við skulum stofna félag: Jóla- leit s/f. Tilgangur: Að leita jól- anna. Og hvar er svo einmitt jól- anna að leita nema í baðstofum torfbæjanna, þar sem gamla fólkið telur óbrigðulan felustað þeirra. Félagið myndi svo láta reisa nokkra torfbæi eða gera upp bæi, sem fyrir hendi eru. Fyrst yrði byrjað í smáum stíl og meðlimir félagsins myndu fá heiðurinn af því að leita fyrstu jólin. Ef félags- menn yrðu margir, yrði að taka alla 13 daga jólahaldsins, þvi ékki nægðu hinir þrír dagar sjálfra jól- anna. Það væri líka e. t. v. nauð- synlegt fyrir suma að fara oftar en einu sinni á sömu jólunum ef leitin gengi illa, og væri ekki ólíklegt, að sérlega forhertir efnishyggjumenn yrðu að fara bæði í fyrri leit, seinni leit og svo eftirleit, áður en árang- ur næðist. Ég hugsa mér, að bezt yrði, þegar félaginu yxi fiskur um hrygg, að reisa nokkra torfbæi saman í þyrpingu í einhverjum af- skekktum dal. Vera má, að ný- býlastyrkur fengizt til fram- kvæmdanna. í þyrpingunni yrði að vera fullkomin bækistöð Jólaleit- ar s/f, þar á meðal búningsklefar, þar sem leitarfólk gæti látið geyma nútíma-haminn og allar menjar um hámenninguna. Einnig yrði svo að vera þar birgðastöð, sem hefði að geyma birgðir af vaðmálsfötum, kúskinnsskóm og' öðrum klæðnaði gömlu tímanna ásamt öðrum út- búnaði, svo sem öskum (notast mætti við plastaska), spónum, skinnbókum, tóbakspungum og öllu öðru tilheyrandi. í baékistöð- inni yrði einnig aðsetur prests og sálfræðings, sem tækju til með- ferðar erfið tilfelli. Hundur og köttur yrðu föst starfsdýr í hverri baðstofu, en af og til yrði nokkr- um músum sleppt í þyrpinguna. Á allan hátt yrði reynt að gera aftur- hvarfið til gamla tímans sem allra mest og eðlilegast. Til greina kæmi að útvega einn eða tvo drauga af góðum ættum og væri ekki úr vegi að athuga, hvort einhver Skottan eða Mórinn væri til í tuskið. Að sjálfsögðu yrði ekkert rafmagn í torfbæjunum og ætti það mjög að auðvelda starfsskilyrði drauga. — Lýst yrði upp með grútartýrum og ætti ljósmetiskostnaður að verða mjög hóflegur sökum hins margumrædda verðfalls á lýsi, sem nú leikur þjóðina mjög gráft, en hefði aftur á móti þótt guðsbless- un fyrir alþýðu manna fyrr á tím- um myrkurs og ljósleysis. Tilhögun leitarinnar yrði eitt- hvað með þessum hætti: X út- gerðarmaður og kona hans hafa ákveðið að leita jólanna og gerzt meðlimir í félaginu. Þeim er út- hlutaður dvalartími og ferðast þau nú upp í dalinn með bifreið eða flugvél. Ekki má samt vélknúið farartæki koma það nálægt aftur- hvarfsstöðinni, að það sjáist frá henni. Síðasta spölinn verður því að fara fótgangandi, ríðandi eða í hestvagni. Frúin festir hvað eftir annað mjóu hælana milli steina, og rekur mjóu tærnar á fínu skón- um í steinnybbur, en í hlað kom- ast þau og er tekið á móti þeim af leitarstjóranum. Þau eru leidd til búningsherbergja og þeim færður fatnaður. Láta hjónin nú af hendi pell sitt og purpura, en fá í stað- inn grodda. Frúin iðar öll og skek- ur sér, því nælonvön húðin er tímakorn að átta sig á ullarnær- fötunum. Þegar hún gengur fyrstu sporin á kúskinnsskónum, tekur hún bakföll og liggur við, að hún falli aftur yfir sig, því svo mikil eru viðbrigðin að missa 6 senti- metra stoðirnar undan sér að aft- Frh. á bls. 33 SOS við Meðalland - Framh. af bls. 7. um. Til dæmis var það svo um Bret- ana, að þeir gáfust hreinlega upp og settu allt sitt traust á okkur, eftir að þeir höfðu einu sinni ákveðið að yfir- gefa skipið. Það kom varla fyrir að þeir sem fyrstir komu í landi, hjálpuðu til við björgun hinna, sem eftir voru. Þessu var öðruvísi farið með Þjóðverjana, þeir voru miklu seigari og gáfust alls ekki upp. En eitt var sameiginlegt með öll- um sjómönnum, sem við björguðum þessi þrjátíu ár, sem ég var virkur þátt- takandi í því starfi: Allir voru þeir jafn þakklátir. — Voru sjómennirnir alltaf færir til gangs eftir björgunina? — Áður en bílarnir komu til sögunn- ar, var það oft, að við urðum að reiða mennina heim og teyma undir þeim. Manni var oft kalt á heimleiðinni; ekki þurr þráður á manni og búinn að lána fáklæddum sjómönnum sitthvað af föt- unum. — Og svo voru hlutir boðnir upp eftir ströndin? — Stundum rak sitt af hvérju, sem síðar var boðið upp. í kringum alda- mótin strönduðu tvær franskar skút, ur samtímis. Heldurðu, að menn hafi getað fengið sér snafs? Jú, mennirnir af þeim björguðust allir. Ég álít, að mesta hættan hafi stafað af öllum þeim aragrúa skipsflaka, sem þöktu fjöruna. Ég veit til dæmis til þess að skip, sem var að stranda, rakst á flak. Af því drukknuðu nokkrir menn. — En hvað varð svo um skipsflökin? — Sjórinn tætti þau sundur á ótrú- lega stuttum tíma, sérstaklega járnskip- in. Tréskipin þola miklu meira, og þau voru stundum árum saman á fjörunum. — Var reynt að bjarga úr skipunum? — Venjulega var farið út í þau strax og fært var, Þá voru þær vörur, sem náðust og nýtilegar voru, fluttar í land. Síðan var góssið boðið upp. Einu sinni strandaði birgðaskip, sem var á leið til Hafnarfjarðar. Eftir það var mikið uppboð og menn komu langt að. Meðal annars voru boðnar upp margar rauð- vínstunnur. Oft rak úr skipum, sem litlu var hægt að bjarga úr. Sterklegar eikar- hurðir voru því á hjörum á mörgum bæjum í Meðallandi. HRAUSTIR MENN. Aldrei man ég eftir að nokkur mað- ur okkar Meðallendinga fengi svo mikið sem kvef í nös, þótt oft væri slark- samt í þessum björgunarferðum. Það hefur án efa hjálpað, að allir voru í íslenzkum ullarnærfötum og þau héldu hita á mönnum þótt þeir væru blautir Frh. á bls. 33 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.