Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 11.01.1961, Blaðsíða 22
Að pressa bitxur Áhöldin, sem nota á, þurfa að vera í lagi. Fyrst og fremst góða undir- breiðslu á strauborðinu; gott, stórt strau- járn; góðan, helzt flatan bursta, og stór- an pressuklút. Skal þess gætt, að hafa alltaf klút á milli straujárnsins og þess, sem pressa á. Straujárnið má aldrei setja beint á efnið, og eins skal þess gætt, að halda því ekki lengi kyrru á sama stað. Straujárnið getur sett far, sem oft er erfitt að ná burt. Burstið fyrst allt ryk úr buxunum og hreinsið bletti, ef þeir eru. (Mynd 1). Fyrst er hnéfarið pressað úr buxun- um. Önnur skálmin er lögð upp á strau- borðið, brotið látið vera á miðju. Rak- ur klútur lagður yfir, og hnéð pressað þannig, að maður rennir straujárninu inn að miðju. (Mynd 2). Skálminni snúið, svo að brotin komi til hliðanna. Hin skálmin vafin snyrti- lega saman. Rakur klútur lagður yfir og brotið pressað. (Mynd 3). Jafnóðum og brotið er pressað, er guf- an slegin úr efninu með bakinu á fata- burstanum. Buxurnar látnar hanga, svo loft leiki um þær til næsta dags. Allt er unnið fyrir gíg, ef farið er í þær strax. Þurfi einnig að pressa buxurnar að ofan, er það gert áður en brotin eru pressuð, og þá þægilegt að notast við ermabretti. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að hárið sé fallegt, er, að það sé hreint. Þá fyrst getur það kallazt með réttu PRÝÐI KONUNNAR Jú, þér gátuð yður rétt til, það er hár- ið. En fyrsta skilyrðið fyrir því, að hár- ið sé fallegt, er að það sé hreint — gull- hreint. Það eru leifar af gamallri hjá- trú, að hárið þoli ekki tíðan þvott. En því fer víðs fjarri um heilbrigt hár, og nauðsynlegt er að þvo það að minnsta kosti á 10 daga fresti, ef ekki vikulega, hafi það tilhneigingu til að verða feitt. Auk þess fer það eftir því, við hvaða starf er unnið. Hver húsmóðir ætti t. d. alltaf að hlífa hárinu með hvítri hyrnu, þegar hún steikir eða matbýr, því að hárið, sem og ull, drekkur í sig alla lykt, og ekki er ákjósanlegt að anga af mat- seðli vikunnar. Höfuðskilyrðið fyrir góðum hárþvotti er að gott þvottaefni (shampoo) sé not- að. Hvað hverjum og einum fellur bezt, verður alltaf álitamál, því að nú fást þvottaefni bæði fljótandi og sem krem og duft. Vatnið má hvorki vera of heitt eða kalt, og skolvatnið borgar sig ekki að spara. Núið hársvörð- inn vel, einkum i hnakkanum, en þar er hárið feitast. Skolið vel. Sé sápa eft- ir, verður hárið líflaust og eins og mött slikja á því. Þerrið hárið lauslega og burstið það síðan vel með bursta. Sé hárið óeðlilega feitt á að velja shampoo, sem ætlað er feitu hári, en gamalt húsráð er að þvo hárið úr eggja rauðu. Bleytið hárið; hrærið tvær eggja- rauður út með dálitlu vatni og núið þeim vel inn í hársvörðinn og hárið. Eggjarauðan hreinsar undarlega vel og hárið verður mjúkt og auðvelt viðfangs. Ljóst hár er ágætt að skola seinast úr kamillutei og sé dökkt hár skolað úr því fær það gylltan blæ. Þegar leggja á hárið, er ágætt að láta pilsner í það, þá endist lagningin betur. Gleymið ekki að láta klippa og þynna hárið reglulega. En mörgum konum er illa við að láta þynna hárið, en er nauðsynlegt, ef hár- ið er þykkt, ef það á að geta lagzt eðlilega. Sé hárið mjög þurrt, verður það fölt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.