Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 10.05.1961, Blaðsíða 32
Hattur töfra- mannsins - Framh. af bls. 28. Nú var orðið krökt af kanínum á svið- inu. Mér leið skelfing illa, því að ég hefði allt viljað til vinna til að eignast þó ekki væri nema eina af þeim... Þegar sýningunni var lokið fórum við út, og pabbi bað okkur um að bíða við hliðið, því að hann ætlaði að fá sér öl. Við stóðum þarna og þorðum ekki að hreyfa okkur úr sporunum, því að pabbi hafði hótað okkur öllu illu ef við hyrf- um. Marvello kom líka út — um hliðar- dyr við leiksviðið og krakkarnir hlupu til hans til að biðja hann um að skrifa nafnið sitt í bókina þeirra. Hann var miklu stærri en pabbi, og í sömu fötun- um og hann hafði verið á leiksviðinu. Hann var með pípuhattinn undir hend- inni. Þegar hópurinn fór að þéttast kringum hann lagði hann hattinn frá sér. Svo sneri hann bakinu að okkur og hélt áfram að skrifa nafnið sitt, með stórum sjálfblekung. Nú stóðum við rétt hjá hattinum. Bróðir minn góndi gap- andi á töframanninn, en ég greip hatt- inn og flýtti mér að stinga honum undir jakkann minn. Og í sömu svifum kom pabbi og sagði að nú yrðum við að fara heim. Ég var alveg eirðarlaus og þegar við komum heim flýtti ég mér upp í her- bergið okkar strákanna og faldi hatt- inn undir koddanum mínum. Mér var ómögulegt að sofna, og mamma gaf mér heita mjólk, því að hún hélt að taugarnar í mér hefðu of- reynzt af öllu þessu, sem ég hafði séð. Um miðnætti laumaðist ég fram úr rúminu og læddist út, með hattinn undir nátttreyjunni. Fyrir utan húsið fann ég prik, og fór nú að berja hattinn og segja sömu orðin, sem ég hafði heyrt Mar- vello segja. Til vonar og vara sagði ég þau hvað eftir annað. Eftirvæntingin var svo mik- il, að það lá við að ég yfirbugaðist. Ég „Ungjrú Jensen!“ 32 FÁLKINN hafði tekið koddann minn með mér, og lagði hann yfir hattinn. En það gerðist ekki neitt. Engar kan- ínur komu upp úr hattinum. Og ekki heldur silkiflögg, eins og Marvello hafði dregið upp úr honum. Það gerðist yfir- leitt alls ekki neitt. Þetta var ótrúlegt. Og vonsvikinn gekk ég upp í herbergið aftur og fór að sofa. Ég sofnaði strax. Ég vissi að ég hafði ekki farið rétt að. Marvello hafði lagt stóran gulan silki- klút yfir hattinum í gærkvöldi. Það var það fyrsta sem mér datt í hug, þeg- ar ég vaknaði um mroguninn. Mamma brá sér út og þá sætti ég lagi og náði í silkiklút, sem hún átti niðri í skúffu, stakk honum í vasann og fór út í eldi- viðarskúrinn. Og svo náði ég í eina brjóstnálina hennar mömmu, náði úr henni steinunum með hnífsoddi, og límdi þá á prikið. Svo tók ég prikið, barði því á hattinn, sem ég hafði breitt silkiklút mömmu yfir og endurtók töfra- orðin. Svo dró. ég klútinn varlega af hattinum og leit ofan í hann. Ég var viðbúinn með hendurnar, svo að kanín- an skyldi ekki sleppa. En ekkert gerðist. Engar kanínur komu í hattinn. Mér sárnaði þetta svo mikið að mig langaði til að fara að gráta. Ég faldi hattinn aftur, setti silki- klútinn á sinn stað og fór inn í stofu. Þegar maturinn kom á borðið kom ég ekki nokkrum munnbita niður, og mamma hélt að ég væri orðinn veikur. Hún tók á enninu á mér. — Hann er með hita, sagði pabbi og lét mig fara í rúmið. Ég sofnaði ekki heldur um kvöldið. Hvernig stóð á þessu? Ég hafði öll tæk- in, sem Marvello hafði notað, — hatt- inn; prikið, silkiklútinn . . . allt. En samt kom engin kanína. ★ Daginn eftir sagði mamma að ekkert gengi að mér. Ég fór á fætur, stakk hatt- inum undir jakkann og labbaði beina leið í Tivoli. Þetta var langur gangur, og svo var allt lokað og læst þegar ég kom. Og nú kom enn einu sinni ein- hver kökkur í hálsinn á mér. Mér lá við að gráta. Og hvað hefði ég reyndar átt að gera, ef opið hefði verið og þarna hefði verið fullt af fólki að horfa á Marvello? Ég fór að glugga bakatil og skreið inn um hann. Þarna var Marvello vinur að sýna á hverju kvöldi. Og nú stóð ég á sviðinu og lifði upp alla sýninguna í huganum. Og endurtók hana svo. Ég hafði stolið með mér silkiklútnum hennar mömmu, svo að ég hafði allt til alls. Ég starði fram í tóman salinn, á tómu stólana, sem mér fannst að horfðu á mig. Með sjálfum mér fann ég að þarna kringum mig voru allar kanínurnar, sem ég hefði seitt fram. En þá ... Hvað er eiginlega um að vera hérna? heyrði ég karlmannsrödd segja: — Er þetta aðalæfing, eða hvað? Það var Marvello, sem stóð fyrir framan mig. Lausn á 16. verðlaunakross- gaiU rALKANö. • N Ö F ■ L D S 1° • K • ■ • 'O L A R L E / K . i hl N A ti T 0 U J> T|G K 5 A U f) U * u 3 L 'A K / R A • A U M A R o R o L 9 A • A R í / tJ L L A R • E R • '1 T A R L £ G • R 1 F F / L 4 \/ c A U 9 A E K / ? * 0 V £ l s U L £ / K 6 L 0 K E 1 J. T u R. • A • A U K A\l< K . 1 ’L A T 'A U R • l< R U l< K A 'A V U r R T Q 0 R_ K'AM b l * 5 N\ i R / L L 3 l< U R N H ö N D • • A/ E 1 T A ZjL A F U R A H J A R T A\u r a R . & A R rA > A R L A Cr N / A/ Cr Krossgátulausnum fer stöðugt fjölg- andi og hafa aldrei fleiri borizt en við krossgátu númer 16, sem birtist í páska- blaðinu. Dregið var úr réttum lausnum og verðlaunin hlýtur: Ólafur W. Ste- fánsson, Hrefnugötu 10, Reykjavík. Rétt ráðning gáj;unnar birtist hér að ofan. En nú var hann í sams konar fötum og hann pabbi notar hversdagslega. — Hefur þú hugsað þér að gera mig atvinnulausan, drengur minn? — Nei, en mig langar svo til að búa til kanínu! — Kanínu! sagði Marvello, —- og hvað er þetta, undir klútnum þarna? spurði hann og benti. — Hatturinn yðar. Ég stal honum á laugardagskvöldið, þegar ég var hérna með honum pabba og honum Roy bróð- ur mínum. — Nú, það var þannig, sem hatturinn hvarf? En hefur þér tekizt að fá nokkra kanínu út úr hattinum? — Nei, það hlýtur að vera einhver skekkja í þessu hjá mér. — Skekkja? hváði töframaðurinn. — Hvaða skekkju áttu við? Mér sýndist hann ekkert reiður og nú var ég ekkert hræddur við hann. Ég sagði honum hvað ég hefði gert. — Ertu viss um að það sé kanína í hattinum núna? spurði hann og leit á mig. — Já, það er ég viss um. Annars gæt- ir þú ekki tekið þær upp úr hattinum. —Jæja, við megum ekki láta þetta mistakast einu sinni enn, því að það gæti verið slæmt fyrir kanínurnar. Þá mundu þeir kannske strjúka og koma aldrei aftur. Bíddu nú við og taktu eftir. Hreyfðu ekki við silkiklútnum. Því að þá gætir þú gert þær hræddar. Hann hvarf út úr dyrunum og ég þorði ekki að gægjast ofan í hattinn, því að hann hafði bannað mér að hreyfa klútinn. Svo kom hann inn aftur. — Þú hefur vonandi ekki gægzt of-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.