Fálkinn


Fálkinn - 10.05.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 10.05.1961, Blaðsíða 33
an í hattinn? Það var gott. Þá skulum við gera þetta einu sinni enn, og sjá hvernig gengur. Og svo var sýningin endurtekin. Ég veifaði prikinu yfir hattinum, hrópaði töfraorðin, barði í hattinn, og svo tók Marvello hendinni yfir silkiklútinn. — En þarna er hún þá, sagði hann og svipti klútnum af. Og þarna sat kan- ínan í hattinum, með rauð augu og hvít eyru, sem voru ljósrauð að innan. — Taktu hana upp úr hattinum, og vertu nú fljótur, sagði Marvello og brosti. — Taktu hana! Þú mátt eiga hana! En hlauptu nú heim með klútinn hennar mömmu þinnar, áður en hún tek- ur eftir að þú hefur stolið honum. Því að þá yrði hún reið. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við kanínuna. Ég varð að segja mömmu alla söguna. Ég fékk flengingu í sögulaun og var skipað að hátta. Ég hafði tekið á mig langan krók á heimleiðinni til þess að hafa sem lengst- an tíma til að dást að kanínunni. Og ég var sæll á leiðinni. En nú var ég hálf erfilegur út í Mar- vello. Því að ef hann hefði ekki komið inn og truflað mig, mundi ég kannske hafa fengið tvær eða þrjár kanínur. Eða jafnvel fjórar. ASTARSOGUR SKEMMTILEGAR OG ÓDÝRAR Nokkur eintök eru enn óseld af hin- um geysivinsælu sögum Laugardags- ritsins og Vikuritsins og fást nú fyrir helming verðs og minna g'egn póst- kröfu. Barharinn og Ötemjan seldust strax upp. Höfum fengið tvær nýj- ar sögur, Heitt blóð og Vilji örlag- anna. Sögur þær, sem nú fást, eru: □ Heitt blóð .... nú aðeins kr. 16 □ Vilji örlaganna — — — 20 □ Ögift eiginkona -— — — 18 □ Ólgublóð......— — — 16 □ Barátta læknisins— —- — 18 □ Ambáttin ........— — — 20 Vinsamlegast sendið mér undirrituð- um i póstkröfu bækur þær, sem ég lief merkt við hér að ofan. NAFN HEIMILISFANG BÓKAMIÐSTÖÐIN GRENIMEL 16, REYKJAVÍK. ga * SS „4 iiliMU “i!ÉSí;ii!i $ 1 1 «' í! * flSHlMilÍ SlflS STJÖRNUSPÁIN Hrútsmerkið: Gætið þess að fæla ekki frá yður góðan vin og félaga með meiningarlausu skensi. Það er saklaust að skopast að vin- um sínum, — en því aðeins að gamanið sé græskulaust. Þér þurfið á hjálp þessa vinar yðar að halda bráðlega, og því ríður á, að hann sé yður vinveittur. Útlit fyrir batnandi f járhag. Nautsmerkið: Vikan lofar nýjum vinum, sem munu reynast yður vel og drengilega. í máli, sem verður æ flóknara með hverjum degi sem líður, er hið eina, sem þér getið gert að hlýða kalli samvizkunnar hverju sinni, svo að þér getið í það minnsta friðað sjálfan yður með því, að þér hafið gert yðar bezta. Tvíburamerkið: Fjárhagur yðar verður stöðugt traustari, og það er útíit fyrir að þér fáið ævagamla ósk uppfyllta. Þér þurfið þess vegna engan veginn að kvarta og barma yður og þér skul- uö varast að leika píslarvott. þessa viku, að minnsta kosti. Með því móti gerið þér yður að athlægi. Krabbamerlcið: Á miðvikudag upphefst. tímabil rósemi og jafnvægis í lífi yðar. Bæði á vinnustað og 1 einkalífi verður gott ástand: stöðugar framfarir og velstand. Gætið þess vel að láta ekki eitthvert lítilræði raska ró yðar. Vikulokin verða einstak- lega ánægjuleg. Ljónsmerkið: Reynið að leggja höfuðið vel í bleyt.i til þess að finna einhverja lausn á því máli, sem leggst þyngst á hug yðar og hjarta um þessar mundir. Það gagnar ekki að flýja endalaust. Það gerir aðeins illt verra. Hugsið málið frá öll- um hliðum og þá hljótið þér að finna viðunandi lausn. Jómfrúarmerkið: Ákveðin manneskja þarfnast hjálpar yðar, en hún hefur ekki kjark til þess að biðja yður um hana. Reynizt henni vel. Það getur borgað sig síðar meir. Þær breytingar, sem þér hafið í hyggju í sambandi við einkalíf yðar, verða til bóta, að því er stjörnurnar fá bezt séð. Vogarslcálarmerkið: Þér heimtið aftur eitthvað, sem þér hélduð yður hafa glat- að fyrir fullt og allt. Þér verðið himinlifandi, en í vikulokin kemur fyrir atvik, sem varpar skugga á þetta mál. Þér komizt að raun um, að yður hefur skjátlazt hrapallega, en verðið reynslunni ríkari á eftir. Það er fátt fullkomið í þessum blessaða heimi. Sporðdrekamerkið: Þér standið í anddyri nýs og hamingjuríks tímabils, sem verður barmafullt af velgengni og vellíðan. Þér verðið stöð- ugt í fyrsta flokks skapi og allra ánægðastur yfir því að geta nú veitt yður dálítið, sem þér hafið þráð alla ævi. Gleymið samt ekki hverjum öll þessi gleði er að þakka. B o gmannsmerkið: Þér eruð mjög hjálpsamur einni manneskju, en ef þér hjálpið henni meir með hugarfari kaupsýslumannsins en vin- arins, þá er mjög mikil hætta á að illa fari fyrr eða síðar. — Skemmtilegt ævintýri, sem þér ætluðuð að lifa í viku- lokin, fer því miður alveg út um þúfur. Steingeitarmerlcið: Strax á mánudag verðið þér fyrir óþægindum: Það kemur í ljós, að þér hafið sýnt hlutdrægni í ákveðnu máli, og verð- ið að beygja yður og fara eftir ráðleggingu hæfari og reynd- ari manna t.il þess að bjarga málinu. Hér er um að ræða mál, sem varðar alla framtíð yðar. V atnsberamerkið: Eitthvð nýtt bíður yðar á næsta leiti og getur haft í för með sér einmanakennd. En látið það ekki á yður fá. Smátt og smátt eykst öryggi yðar og með sjálfstæði og öryggi hverf- ur einmanakenndin. Miðvikudagurinn verður beztur. Óvænt tíðindi í vændum. Fiskamerkið: Þér fáið tækifæri til þess að auka við þekkingu yðar til mikilla muna á ákveðnu sviði. Sleppið ekki þessu gullna tækifæri. Það gefur kannski ekki beinharða peninga í aðra hönd, en fyrir tilverknað þess öðlist þér það, sem er meira virði en peningar. 21. MARZ — 20. APRlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl — 21. JÚNl 22. IÚN1 — 22. IÚLI 23. IÚLÍ — 23. ÁGÚST 24. AGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20. MARZ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.