Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 13.09.1961, Blaðsíða 30
r 0 /M1 'fí s fí 5 F\ ■R £ F\ p fí N N rt\ R 5 ti fí F P H fí U S B fí V / fí / 5 K fí Ð fí L B U N /< fí N N N '£ /t l/ £ /V 5 K(ÍN M V /£ L D / /C H / £ R /V 'O / T 5 fí R ts fí fíT fí fí L L fí • K P 0 r T fí fí fí F / K £ L L /VI e. N - 'fí fí fí N a fí / ■ U / fí 0 /? R ■ '/ u •fí TJ) & /V S H R. P s L ö •' B ■ s fí / N N K fí'O K T '0 /W F L 5 /< fí R T / N B '0 K 5 'fí Kt K 'fí P fí N R £ B 3 / K U 2> 5 K 'O K Y fí fí fí /? / R fí V / N fí 5 'fí L- / 5 £ F N fíV U R / N N fí 5 L 'fí fí r fí u M /V N fí /V N fí Ð K ! N F /f r u V B fí N N fí Rk Ft V L J 'O 5 ■'■■fi L fí u T> / K 'fí L 1/ FE / T T 5 K fí R T Cr fí / P / /V V 5 -5-5 'fí P £6 5 /_ /P flf Hér birtist lausn á 33. verðlaunakross- gátu Fálkans. Dregið var úr réttum lausnum og verðlaunin hlýtur að þessu sinni Guörún Tómasdóttir, Hrísateig 45, Reykjavík. SVÖR VIÐ SPURNINGUM á bls. 5. 1. Finnar og Ungverjar. 2. Bernhard Shaw. My Fair Lady. 3. Samtals átta. Frægastur er sá, sem Gunnar Hámundarson er kenndur við, Hlíðarendi í Fljótshlíð. 4. Dr. J. S. Pemberton í Atlanta í Ge- orgiuríki í Bandaríkjunum bjó drykk- inn fyrstur til, og kom hann á mark- aðinn árið 1886. Samstarfsmaður hans, F. M. Robinson, skýrði þennan fræga drykk Coca-Cola. 5. Þetta heiti hefr- v^rið gefið reiki- stjörnunum Júpit,ai, Marz, Satúrnusi og Venusi, þegar einhver þeirra kem- ur upp skömmu fyrir sólarupprás og sést á himninum fyrir dögun. Endurminning Frh. af bls. 15 hefur vitað, að fingraförin gætu kom- ið upp um hann. Það er næsta ótrúlegt, hvernig hann getur hafa leynzt í hús- inu svo lengi. Ást hans til frú Walburga hlýtur að hafa verið svo heit, að hann hefur viljað allt til vinna, að fá að njóta hennar. Raunar neitaði Sanhuber ákveðið, að hann væri sekur um mann- dráp. Hann fullyrti, að um voðaskot hefði verið að ræða, þegar hann reyndi að ná skammbyssunni af gamla mann- inum. Allt hitt í sambandi við málið sá Jerry Giesler um. Hann vakti athygli lögreglunnar á því, að ekki væri hægt að refsa Sanhuber fyrir innbrot eða þjófnað, þar sem frú O. hefði leyft hon- um að búa í villunni og skilið eftir mat handa honum í ísskápnum. Þar sem ekki var um játningu af neinu tagi að ræða hjá ákærða, varð málið að fara fyrir kviðdóm. Og nú tók Giesler til sinna ráða. Hann ráðlagði Sanhuber að játa sig sekan um gáleysismorð. Það gerði huldumaðurinn, og eftir þetta heyrði málið undir hið kaliforníska Sta- tute of Limitations, þ.e.a.s. að það fyrnt- ist eftir fimm ár. Ekki er vitað, hvort stjórnarvöld hafa gleymt þessu ákvæði eða ekki. En hitt er víst: bæði voru hin ákærðu látin laus. Sanhuber hvarf á ný í myrkrið, en að þessu sinni ekki í turn frú Wal- burga. Og hin fagra frú Walburga yfir- gaf réttinn hnarreist og virðuleg, eins og ekkert hefði í skorizt. Andlitsmaskar Framh. af bls. 23 sem ætlað er þurru hörundi einskis nýtt fyrir feitt hörund og öfugt, og því gott að kunna skil á þessu. En það er hægt á þennan hátt: Hreinsið hörundið vel. — Bíðið nál. klukkutíma. Þrýstið því næst silkipapp- ír að andlitinu, bíðið í 1 mínútu. Sjáist greinileg fita í pappírnum, er hörundið feitt. Dagur við Elliðaár Frh. af bls. 19. magn virðist hafa gengið í ána núna, en okkur rak í roga- stanz, þegar við heyrðum að teljarinn hefði talið 4 þúsund fiska. Við grunum hann um að hafa tvítalið. ;— Hvers konar mælir eða teljari er þetta? — Eiginlega vitum við það ekki, en við höldum það vera eins konar geislamæli. Við kvöddum nú þá félaga og gengum upp með ánni i þeirri von að hitta þá menn, sem höfðu fengið tólfpundara í Efri Móhyl fyrr um daginn. Yfir mýrarfen og flóa var að fara þarna í hólmanum og við vöknuðum dálítið, en enginn er verri, þótt hann vökni í orðsins fyllstu merkingu, svo að við héldum ótrauðir áfram. En brátt komum við að brú einni allskemmtilegri, hengibrú úr tímbri og er það sennilega eina hengibrúin í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, að minnsta kosti er okkur ekki kunnugt um fleiri. Fimm stangir eru leyfðar í ánni fyrir neðan stíflu, svo að einhverjir hlutu að vera þar upp frá. Hver veiðimaður fær að vera eina klukku- stund og tíu mínútur á hverjum stað, enda má segja að þeir séu á eilífum flækingi upp og niður með ánni. Rétt hjá stíflunni eða nánar tiltekið, þar sem áin hefur kvislazt forðum, sjáum við hóp manna vera að rabba saman og horfa á einn mann með stöng, —-- Við fréttum hérna niður frá, að þið hefðuð fengið einn 12 punda lax í dag. Er það rétt hermt? —• Það mun rétt vera, svarar einn mannanna, Stefán Sig- mundsson að nafni. — Við fengum hann í Efri Móhyl. -— Og hver dró hann? — Stefán dró hann, þetta er fallegur fiskur, feitur vel, ekki mikið leginn. Hann fékk þennan fisk á laxaflugu nr. 4. — Fáum við að sjá hann? -— Bíðið þig ögn, við erum að hætta hér. Laxinn er upp í bíl. Eftir nokkra stund gekk allur hópurinn upp að bílnum. Jónas Guðmundsson bar stöngina. — Ég var bara hérna, af því að ég hljóp í skarðið fyrir annan. Annars erum við Erlendur hérna Jónsson vanir að veiða saman. Eitt sinn fengum við hér 14 stykki og fyrr í sumar fengum við 6 laxa á örskömmum tíma. Það er mjög dauft yfir ánni núna. Ég man ekki eftir svo lélegu sumri síðan ég byrjaði á þessu. Líklega er vatnsmagnið of lítið í ánum, t. d. þegar vatnsleiðslurnar biluðu rétt hjá Gvendar- brunnum, þá fengum við Erlendur þessa sex, segir Stefán. Við tókum nú mynd af Stefáni með sinn fisk. Þetta var stærðarskepna, feitur og fallegur lax, enda áttu þeir Jónas og Stefán fullt í fangi með að halda á honum báðir, er við tókum mynd af þeim saman með feng dagsins. Að þessum myndatökum loknum, ókum við af stað niður með ánni, í leit að nýjum miðum. Á meðan við ókum, spjölluðum við mikið saman um laxveiðar og bar margt á góma. Stefán sagði okkur, að hann kynni ákaflega illa við að vera svona á veiðum inni í miðri borg. Þetta hefði ýmis óþægindi í för með sér, t. d. hefði maður aldrei frið fyrir forvitnum áhorf- endum og krökkum, einkum væri þetta afleitt um helgar, þá safnaðist oft fjöldi manns til þess að horfa á mann veiða. — Þið vilduð því frekar veiða einhvers staðar í ró og næði uppi í sveit? — Já, mikið frekar, þótt maður yrði að lifa eins og villi- maður. Annars er þetta eina áin, sem maður á hægt með að komast í. Við vorum nú komnir niður fyrir brú og þar ætluðu þeir að reyna. — Kannski að maður fái sjóbirting hérna í „Eldhúsinu", sagði Jónas. í þessum svifum kom þarna vörðurinn og sagð' ist hafa frétt að þeir hefðu fengið einn stóran og spurði hvort þeir vildu ekki vigta hann. Þeir gerðu svo og vóg hann 14 pund og var 93 cm á lengd. Þetta mun vera stærsti lax, sem veiðzt hefur í sumar í Elliðaánum. á flugu. Við blaðasnápar kvöddum nú laxveiðimennina og héldum heim á leið. Er við gengum framhjá litlu kvíslinni sjáum við smástráka dorgandi og þá kom okkur skyndilega í hug hið gamla máltæki: „Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill“. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.