Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Qupperneq 13

Fálkinn - 03.08.1965, Qupperneq 13
tJRSUTIN í VERÐLAUNAGETRAUNINNI Það ríkti talsverð eftirvænting á ritstjórnarskrifstof- um Fálkans þegar komið var að því að draga út verð- launnahafa. Við báðum Steinunni S. Briem að draga úr lausnunum sem voru fjölmargar. Þegar búið var að draga, kom í ljós, að fyrsti vinningurinn, ferð fyrir tvo með Flugfélagi íslands til Kaupmannahafnar og áfram til Spánar á vegum ferðaskrifstofunnar Sögu, féll í hlut Hnífsdælings. Annar vinningurinn, ferð með Gullfossi til Khafnar og heim aftur, féll í hlut Reykvíkings og þriðja vinninginn, flugfar til London og heim aftur, hreppti Akureyringur. Við náðum þegar sambandi við hina heppnu, en þar sem við höfðum nauman tíma til stefnu, tókst ekki að útvega mynd af öðrum en Reykvíkingnum, en við birtuin myndir af hinum síðar. Við þökkum öll- um aðilum, lesendum, Flugfélagi íslands og Ferða- skrifstofunni Sögu, þátttöku og fyrirgreiðslu. Við munum síðar meir segja frá ferðum verðlaunaliafanna og vonum að þeirra bíði mikil ævintýri. KÚM GETUR BOÐID IVIAIMIVII SIMIMUM MEÐ FYRSTU VERÐLAUN í hinni glæsilegu verðlaunaget- raun Fálkans vann Kristjana Kristjánsdóttir, ísafjarðar- veg 4, Hnífsdal. En verðlaunin eru 15 daga ferð fyrir tvo til Costa Brava á Spáni á vegum Flugfélags íslands og Ferðaskrifstofunnar Sögu í september. Og getur hún því boðið manni sínum með sér í glæsilega sumarleyfisferð. Þegar Fálkinn átti tal við Kristjönu og tilkynnti henni úrslitin lýsti hún mikilli ánægju sinni með vinninginn, en kvaðst samt svo óviðbúin að hún gæti ekkert sérstakt sagt. Hún kvaðst aldrei hafa farið til útlanda, aldrei yfirleitt farið lengra en til Reykjavíkur, og maður hennar hefði heldur aldrei farið út fyrir pollinn. Maður Kristjönu er Jens Hjörleifsson fiskimatsmaður (bróðir Steindórs Hjörleifssonar leikara) og eiga þau fjög- ur börn, þrjár dætur, 15 ára, 12 ára og átta mánaða, og einn son 9 ára. Kristjana er frá Kirkjubæ í Skutulsfirði, en Jens er Hnífsdælingur. Ekki vannst tími til að útvega myndir af þeim hjónum fyrir þetta blað, en þær munu verða birtar seinna. LEIKHÚSMADUR HREPPTI FERÐ MEÐ GULLFOSSI ÖNNUR VERÐLAUN í verðlaunagetrauninni hlaut Grét- ar Hannesson, Granaskjóli 24, Reykjavík. Verðlaunin eru ferð með Gullfossi til Kaupmannahafnar með viðkomu í Leith og heim aftur. Grétar er 28 ára og starfar sem verzlunarmaður í Straum- nesi að Nesvegi 33. Hann er kvæntur Sigrúnu Steingríms- dóttur og eiga þau þrjú börn á aldrinum 7, 5 og 2ja ára. Grétar er mikill áhugamaður um leiklist og hefur leik- ið á vegum Grímu og Leikhúsi æskunnar. Hann hefur að undanförnu dvalið er- lendis vegna veikinda, en hann bað konu sina að halda saman blöðun- um, sem getraunin var í, og þegar hann kom heim leysti hann úr spurning- unum og sendi svörin. Grétar sagði að hann hefði ekki fyrr tekið þátt í verðlaunagetraun, svo segja má að hann fari vel af stað. Grétar. SÍLDARSJÓMAÐUR HLAUT FLUGFERÐ TIL LOMDOM ÞRIÐU VERÐLAUN í verðlaunagetrauninni hlaut Stefán Aðalsteinsson, Eiðsvallagötu 20, Akureyri. Stefán er sjó- maður, 31 árs, og er á síld í sumar á Björgvin frá Dalvík. Það náðist ekki í Stefán sjálfan, en Fálkinn átti tal við konu hans, Maríu Sigurbjörnsdóttur, og ætlaði hún að koma fregninni áfram til Stefáns. Þriðju verðlaun eru flugferð fyrir einn til London með Flugfélagi íslands á tímabilinu október—nóvember í haust. RÉTTU SVÖRIIM: 1. mynd: HAMLET 2. mynd: FJALLA-EYVINDUR 3. mynd: GULLNA HLIÐIÐ 4. mynd: ÍSLANDSKLUKKAN 5. mynd: TÓPAS 6. mynd: TÍMINN OG VIÐ 7. mynd: HART í BAK 8. mynd: RÓMEÓ OG JÚLÍA F'ÁLKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.