Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Blaðsíða 24

Fálkinn - 03.08.1965, Blaðsíða 24
© Þá rak spira Framh aí bls 15 staðar. Þess vegna sendi hann mann sinn í njósna- leiðangur. Lögregluþjónninn tók hið valdsmannslega far- artæki sitt, reiðhjólið og fór beint þangað sem hann taldi heppilegast að fara, — og hitti vinina okkar. Þeir urðu vissulega undrandi að finna hann á þessum stað í þjóð- félaginu. Vörður laganna var sér- staklega ánægður með þessa upphefð, og að launum trúði hann þeim fyrir, að það gengi orðrómur um spritt- fund á plássinu. Vinirnir urðu hneykslaðir. Fyrst litu þeir hvor á annan, og síðan á lögregluþjóninn. Nei, þeir höfðu sko ekki heyrt neitt um það. — Svo þið vitið ekki neitt um spritt, ekki einu sinni pínulítið spritt? Jú, það gat sosem verið. Þeir áttu soldið í fórum sin- um, ef löggan skyldi vilja snabba. Jú, vörður laganna sló á einn léttan. Þessir léttu þyngdust með kyöldinu, og það skeiðaði ekki í beinni línu, reiðhjólið, sem bar vörð laganna heim, seint um kvöldið með óútkljáð verk- efni í rassvasanum. Daginn eftir tilkynnti hann lénsmanninum komu sína. Skýrslan hljóðaði þann- ig, að það væri ekkert til þess að gefa skýrslu um, en til öryggis ætlaði hann að leita betur þá um daginn. Hugmyndin féll í góðan jarð- veg, og næstu vikurnar fór vörðurinn oft að leita að ó- löglegu spritti ... En nú gerðu vinirnir stóra skyssu. Þeir gleymdu því, að oft er í holti heyrandi nær. Dag einn, þegar þeir ræddu um að tappa soldnu af dunkunum, sem voru grafnir niður í sandinn, voru nokkrir strákpeyjar að leika sér þar skammt fra. Þeir voru ekkert að hugsa um hættuna, en strákdjöflarnir hlupu auðvitað rakleiðis heim til foreidra sinna og kjöftuðu frá. Orðrómurinn breiddist aft- ur út fyrir alvöru, og málið fór að verða fjörugt. Pabbi eins stráksins safnaði liði, og um nóttina grófu þeir föt- urnar upp, eftir leiðbeining- um strákanna. Með miklum erfiðismunum fluttu þeir brúsana um nokkur hundr- uð metra og grófu þá þar niður. Skiljanlega fengu þeir sér dropa áður én þeir huldu fjársjóðinn. Mikil voru vonbrigðin næsta dag, þegar vinirnir okkar tveir fundu stórar holur þar sem sprittgersem- in hafði áður verið. En þeir voru sannfærðir um að brúsarnir væru ekki langt í burtu. Því biðu þeir nætur- innar . . . Og það stóð heima, þegar dimmdi komu þrír karlar, hver með sína fötu, grófu upp föturnar, fengu sér nokkra lítra og hurfu svo út í myrkrið. Þá voru vinirnir tveir ekki lengi að flytja fjársjóðinn aftur nokkur hundruð metra burtu. Þessi leikur gekk svo lengi, þar til dunkarnir voru komnir nokkra kílómetra í burtu frá upphaflega staðn- um. Sumir halda því fram að sprittið sé ekki búið ennþá, en ekkert skal hér fullyrt um það. Hins vegar er sag- an sönn . . . HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára óbyrgð. Pantið timanlega. KORKIOJAM H.F. Skúlagötu 57 — Símar 23200 TRÚLOFUNAR H R a N G A R ULRICH FALKNER gullsm LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ KRISTINN GUÐNASON H.F. Klapparstíg 25—27 — Sími 12314-21965. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.