Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Side 26

Fálkinn - 03.08.1965, Side 26
SVIÐSLJOSINIJ ««««*«: BINÍUEKI VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ HJALP....................... Um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á kvikmynd, þar sem Beatles eru í aðal- hlutverkum. Myndin verður frumsýnd 29. júlí í Bretlandi og m. a. verða Margrét prinsessa og Snowdon lávarður viðstödd sýninguna. Hljóm- plata með lögum úr myndinni verður gefin út 23. júlí. Kvikmyndin ber hið frumlega heiti HJÁLP og eftir nafninu að dæma, þá fara Bitl- arnir með hlutverk einhverra dæmigerðra hrak- fallabálka. Töluvert hefur farið leynt um töku þessarar myndar og lítt hefur kvisast út um efnið. Hér að neðan eru tvær myndir úr HJÁLP; önnur er af Ringo í allþægilegri aðstöðu. Hin myndin sýnir John Lennon ásamt Inverja nokkr- um í mjög svo nýstárlegri samræðustellingu, og nú bíður íslenzk æska í ofvæni eftir því, að Tónabíó sýni HJÁLP. VINSÆLUSTU LÖGIN í ÝMSUM LÖNDUM Lagið „Crying in the chapel“ hefur beint sviðs- ljósinu að Elvis Presley, svo um munar. Það er í efsta sæti í Bretlandi en komst hæst nr. 3 í U.S.A. Ástralíubúar virðast ekki síður hrifnir af þessu fallega lagi, því þar er það nr. 1. í Hong Kong og Noregi er lagið nr. 4. í Canada stefnir Presley á toppinn með umrætt lag, en þar er það í 4. sæti og írlendingar eru engir eftirbátar. Þar virð- ist Presley eiga marga aðdáendur, því „Crying in the chapel“ er nr. 3 á vinsældalistanum þar. Þekktur hljómsveitar- stjóri minntist á það eitt sinn í útvarpi, að íslenzk- ir táningar héldu of lengi í þau lög, sem mestum vinsæídum næðu. Mér varð hugsað til þessara orða, þegar ég kom auga á það, að „Oh pretty THE YARDBIRDS woman“, sem er löngu hætt að heyrast í óskalagaþáttum hér er nr. 2 á argentíska vinsældalistanum og nr. 5 á Filippseyjum. Úr því að ég er farinn að minnast á lag-' ið hans Roy Orbison’s, þá má það fylgja með, að hann hefur nýlega gert 20 ára samning við M.G.M og fyrir hann fókki Roy eina milljón dollara. „Ticket to ride“ er um þessar mundir nr. 2 í Finnlandi, Noregi, Singapore og Hong Kong. Hins vegar er það nr. 5 í Svi- þjóð og Frakkar kunna líka vel við „Ticket", en þar er það nr. 11 og einnig í Ástralíu. „Hello DoIly“ er í fjórða sæti í Filippseyjum, en að þessu sinni sungið af. Bobby Darin. „For your love“ með Yard- birds er nr. 6 í U.S.A., en lagið er sérstak- lega skemmtilega útsett og vel leikið. Það hefur náð miklum vinsældum hér heima. í fyrsta sæti á norska vinsældalistanum er „King og the Road“, sem flestir kannast við hér heima nú orðið undir nafninu „Svona er á síld“. Hið sérstæða lag „Gold- finger“ með Shirley Bassey er nr. 15 á Ítalíu og nr. 5 í Ho1,"ndi. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.