Fálkinn


Fálkinn - 03.08.1965, Síða 27

Fálkinn - 03.08.1965, Síða 27
 ☆ ☆ ☆ ☆ k » SVAVAR GESTS HEÍÐRAÐUR Það hefur að vonum vakið mikla athygli, að Bretadrottn- ing skuli hafa sæmt Beatles orðunni M.B.E. og nú hefur það kvisast út hér heima á Fróni að sæma eigi hinn kunna hljóm- sveitarstjóra, Svavar Gests, orð- unni E.V.S., sem útleggst Efl- ing á vinsældum Sjálfstæðis- flokksins. Þetta er í fyrsta sinn, sem þessi orða er veitt og er hér um að ræða mikinn heiður fyrir Svavar. En það skal tekið fram, að hér er um óstaðfesta frétt að ræða. Annars hefur Svavar farið vel af stað með hljómplötuútgáfuna. Allar plöt- urnar, sem hann hefur gefið út, hafa náð vinsældum og varla kemur það óskalag í útvarpinu, að það sé ekki útgefið af S.G.- hljómplötum. Dæmigerður er þáttur, sem ég heyrði nú ný- lega (A frívaktinni), en í hon- um voru leikin 11 lög, flutt af íslenzkum aðilum og 10 af þeim voru útgefin af S.G.-hljómplöt- um. SVAVAR IUEÐ ORÐUNA : * EIGULEG L. P. PLATA í H.S.H. : Allir kannast við kvikmyndirnar Mondo Cane, Dr. No., Aldrei á sunnudögum og Exodus, því alíar hafa þær verið sýndar hér við mjög góða aðsókn. Eitt eiga þessar myndir sameiginlegt og það er það, að lög, sem hafa verið flutt í þeim, hafa náð töluverðum vinsældum, eins og t. d. „More“ úr Mondo Cane og „Exodus“ úr samnefndri mynd. Þegar lag úr kvikmynd nær vinsældum, þá er yfirleitt gefin út L.P. hljómplata og á henni er flutt öll tónlist úr viðkomandi kvik- mynd. En sumum kann að þykja það nokkuð kostnaðarsamt að kaupa plötu á allt að 340 kr., bara til að geta hlustað á eitt einasta lag, og hér kem ég að kjarna málsins, því nú er komin á markaðinn L.P. plata með 15 lögum úr jafnmörg- um kvikmyndum og meðal þeirra eru þær, sem ég minnt- ist á í upphafi, ásamt lögum úr Taras Bulba, Irma la douce og Flóttinn mikli, en tvær síðast nefndu verða sýndar í Tóna- bíói í sumar. Öll hafa þessi lög verið gefin út áður, hvert fyrir sig á L.P. plötu og eru hér því um að ræða kjarakaup fyrir þá, sem hafa ánægju af lögum úr kvikmyndum. Þessi einstæða hljómplata fæst alltaf öðru hvoru í H.S.H. Vesturveri, en yfirleitt selst hún fljótlega upp, þegar hún kemur í verzlunina og undrar mig það ekki, því hér er um að ræða úrvals hljómplötu. „WÍ5 ER ÉG í VAFA” „Herra ritstjóri! Það er ekki oft sem ég tek mér penna í hönd til þess að skrifa og kvarta, en nú get ég ekki orða bundizt. Það er út af stjörnuspánni sem mig lang- ar til þess að skamma ykkur. Það stóð í henni um daginn að ég skyldi vera heima um helg- ina, og ég þorði ekki út úr bænum fyrir einhvern asna- skap í mér. Ég var heima hjá karlinum og kerlingunni en krakkarnir lentu á sveitaballi og skemmtu sér djöfull vel, og svo þegar þau komu heim sögð- ust þau aldrei hafa skemmt sér betur. En ég þorði auðvitað ekki að segja, af hverju ég var heima. Og ég missti af öliu saman. Það liggur við, að ég fari að hætta að trúa á þessa stjörnuspá. Einn reiöur." Svar: Ef þú hefðir farið í þessa ferð hefði eitthvað voða- legt komið fyrir þig, og það vissu stjörnurnar. Þú mátt þakka þeim fyrir, að þú liggur ekki í móral þessa dagana. Ertu annars viss um að þú hafir at- hugað undir rétt merki?. HVAÐ EIGUIU VIÐ AÐ GERA? „Elsku Fálki! Okkur langar til að leita til þín í vandræðum okkar. Svo er mál með vexti, að ^ið erum alltaf að mæta sama stráknum í bænum. Okkur finnst harm báðum alveg agalega sætur, en hann talar aldrei við okkur, þótt við brosum alltaf til hans, þegar við mætum honum. Við erum alveg í rusli yfir þessu, því við vitum hvorki hvað hann heitir né hvar hann á heima. Okkur datt í hug að hringja niður á Manntalsskrifstofu, en mamma hélt að það þýddi ekk- ert að hringja þangað, en er það ekki bara della í kerling- unni. Við vonum að þú getir bjargað þessu fyrir okkur. Hvernig er skriftin? I. & L.“ P.s. En hvað eigum við að gera, ef við fáum upplýsingar? Við erum jú tvær." Svar: Elskurnar mínar, látið vesalings maninnn alveg í friði, hann hefur áreiðanlega ekkert gert ykkur. Ef þið brosið ekki næst Þegar þið mætið honum, þá er vandamálið leyst. Skrift- in var hroðaleg og stafsetn- ingin fyrir neðan allar hellur, og lýsingin á manninum, sem var ekki birtingarhæf, lýsir sjúklegri aðdáun sem þið ættuð að bæla niður sem fyrst. áð- ur en það verður of seint. ENN UM SJÓNVARPBÐ „Fálki sæll! Við Islendingar erum u_, _i- gjarnir menn, og þeir eiu furðulegir margir hverjir, hlut- irnir, sem okkur dettur i hug að deila um. En þó korna öðru hverju upp alvörumál, þar sem þeir, ei' í deilum eiga, meina hvert sagt orð, það eru sem sagt tilfinningamál. Eitt af þessum tilfinninga- málum er sjónvarpsmálið fræga, það, að erlend stórveldi rekur hér sjónvarpsstöð fyrir hermenn sína, en landinn not- ar hana í eigin þarfir og hef- ur gaman af. Um skaðsemi þessarar stöðvar má vissulega lengi deila, enda hefur það óspart verið gert, og ætla ég engu þar við að bæta. En það sem ég ætlaði að finna að er það, að mér finnst það eigi að takmarka, hverjir geti leyft sér að hafa sjón- varp á heimili sínu. Þeir, sem eiga þá hugsjón eina að græða peninga, geta ef til vill leyft sér að hafa slík tæki, en ef menn hafa æðri hugsjónir, kannski um velfarnað lands síns, þá ætti slíkt varla að eiga sér stað. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er, og ekki heldur is- lenzk menning. Og ekki meira um það ... J. K. Jósefsson." Svar: Það ér hægara sagt en gjört að svara þessum skrifum þínum „Jósef“ góður, og varla hægt án hlutdrægni, þ. e. a. s. án þess að hafa skoðun á mál- inu. En þar eð sú skoðun tæki án efa afstöðu með eða móti, og yrði þar af leiðandi dæmd pólitísk, en Fálkinn er ópólitiskt blað, ætlum við að sleppa því og vonum að þú virðir okkur það til betri vegar. Þess má annars geta að auki, að i stríðslokln höfðu andfasist- ar Skemxnt myndina nokkuð þeir brotu- m. a. hið sex metrá langa neí af einræðisherranvím. Alþýðublaðið. Send.: B V, og glaðir með góð fyrírheit. Enn er þessi maður ungur i anda, þótt hann sé að fylla sextugasja tug- imx, og á fulla samíeið rneð æsk- unni og er oft i fararbroddi á samkomum og annars staðar þar scm fólk kemur sanian til mann- fagnaðar. Ég og raargir írændur Tíniinn. Send.: Óskar .! urðsson, Stórhöfða. FALK.I NN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.