Verkalýðsblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 2

Verkalýðsblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 2
2 VERKALYÐSBLADIÐ 5. tbl. 5. mars - 20. mars 1979 Ritstjórnarskrifstofa er á Baldursgötu 7A, sími 28962 Opin þriðjudaga frá kl. 5—7 síðdegis Vörn er liður í sókn verkalýðsins Efnahagsfrumvarp ríkis- st jðrnarinnar er nií í burðarliðnum. Eik(m-l) lýstu yfir andstöðu við efni þess í leiðaxa síðasta tölublaðs Verkalýð sblað sins og hvöttu vdnnandi f6lk til baráttu gegn því. F’"umvarpið er liður í að- gerðum íslensks auðvalds til að verjast þrðun í átt til kreppu - þ.e. til efnahags- ástands sem einkennist af offramleiðslu, birgðasöfnun, verðfalli, gjaldþrotum og fjárskorti fyrirtækja - launalækkun og atvinnuleysi. Merki þessa sjást nú þegar, og er auðstéttinni og ríkis- valdi hennar mikið í mun að sækja fé í vasa alþýðunnar til að mæta þessu. Heppnist það getur arðránsstéttin dregið úr áföllum hjá sér - en hún getur ekki komist hjá kreppunni. Og vist er að kjör verkalýðsins og annarrar vinnandi alþýðu versna í samræmi við ár— angurinn. Hverjar eru helstu árásirnar, sem í frum- varpinu felast ? Hert stúttasamvinna. Frumvarpið vill binda i lög svokölluð "samráð aðila vinnumarkaðarins", sem stjórnvöld og fölsku verkalýðsflokkarnir hafa rekið áróður fyrir. Skal það gert með svonefndu Kjara*y málaráði, sem á m.a. að marka efnahagsstefnu, fara yfir opinberar fjárhags- áætlanir o.fl. til þess að geta stungið út kjarasamn- inga. Með þessu er verið að auka aðild ríkisins að almennum kjarasamningum, •þrengja samningsróttinn og binda verkafðlk enn fastar á klafa samvinnu milli hinna ósættanlegu stótta. Þannig er frumkvæði, sjálfstæó kröfu- gerð og virk barátta stóttar- fólaga og sambanda skert veru- lega. Þessi stefna er al- gjörlega andstæð hagsmunum vinnandi fðlks. Andstaða Alþýðubandalagsins og æðstu forystumanna verkalýðshreyf- ingarinnar við stofnun ráðs- ins er vissulega einhvers virði, en hún býður líka heim öðru formi stóttasamvinnu og er ekki andstæð öðru en þessu ákveðna formi hennar. Almenn andstaða gegn þessum hluta frumvarps- ins og gegn allri stótta- samvinnu er lykill að nýrri og betri baráttu- stöðu. Við heitum á bar— áttusinna að vinna að ályktunum fólagsstjðrna og fólagsfunda gegn stótta- samvinnunni og baráttu gegn henni. MINNI RÍKISÚTG.TÖLD BITNA Á ALÞtBUNNÍT Um leið og auka á aðstoð ríkisins við auðfyrirtækin, á að minnka fjárhagsumsvif þess. M.a. á að spara af rekstrarfó ríkisstofnanna og minnka fjárfestingar ríkisins niðurfyrir 2 5% af þjððarframleiðslunni (var 27% 1978 og 34% 1975) Hvorugt er hægt að gera án þess að minnka fólags- þjðnustu, skerða framlög til mikilvægra stofnana og sjðða og herða vinnu— álag eða bæta ekki úr ló- legri aðstöðu stofnana. í mörgum tilvikum verður því um beinar kjara og hagsmunaárásir að ræða. Þá má benda á fleiri þætti. Útlán úr ýmsum fjárfestingasjððum eiga nú að miðast við arðsemi þess fyrirtækis eða aætl— unar sem í hlut á. Með þeim getur ríkið neitað frekar en hingað til um fó t.d. til framkvæmda á smá- stöðum úti á landi. Allar nefndar ráðstafanir leiða ðhjákvæmilega til atvinnu— leysis, enda er það auðvald- inu nauðsynleg leið út úr kreppunni. Andstaða Alþýðubanda- lagsins við samdrátt í ríkisrekstri á sumum sviðum kann að hafa áhrif á endan- leg efnahagslög. Hins vegar er flokkurinn bæói fylgjandi "sparnaði" og minnkun fjár- festinga annars staðar en í atvinnurekstri. Það er líka í samræmi við "sósíalisma" AB sem keillar ríkiskapital- isma sinn "fólagslegan rekst- ur". Mikilvægt er því að berj— ast gegn hvers kyns niður- skurði, atvinnumissi, upp- sögnum o.s.frv. innan ríkis- stofnanna og gegn skerðingu á fólagsþjðnustu hvarvetna. MEIRA KAUPRÁN Ríkiss.tjðrnin þorir ekki að banna kauphækkanir. 1 stað þess á að sundra verð- bótavísitölunni og minnka kaupmátt launa með minnkuð— um verðbðtum. Taka á úr verðbðtagrunninum óbeina skatta (t.d. söluskatt), öll gjöld og niöurgreiðslur, hluta búvöruverðhækkanna o.- fl. þannig má taka mikið fó af fðlki án bðta. Verð- bætur verða ávallt reikn- aðar á febrúarlaun 1979 en ekki umsamin laun á hverjum tíma, og fari þær yfir 5% skal "frysta" afganginn í 9 mánuði (óverðtryggðan 1) Loks á að miða verðbætur við viðskiptakjör við útlönd, sem eru fyrirsjáanlega nei- kvæð vegna kreppuþrðunar í helstu viðskiptalöndum ís— landsj í öllum tilvikum er um stðrfellt kauprán og samningsrof að ræóa. Stóttasamvinnuf oringj arn- ir í verkalýðshreyfingunni eru ekki sammála öllum þess- um aðförum og getur það kom- ið í veg fyrir lögbindingu einhverra þeirra. Þeir vilja hins vegar endurskoðun á verðbðtakerfinu og t.d. AB er fylgjandi viðmiðun við viðskiptakjör. Meginatrið- ið er því að vekja upp að- gerðir og ályktanir meðal fjöldans sem krefjast óbreytts kaupmáttar og fullra vísitölubðta skv. óbreyttri verðbðtavísitölu. VARNARBARÁTTA EIK(m-l) leggja áherslu á að nú só þörf vynar - en ekki sóknarbaráttu. Það verður að verja kaupmátt síð- ustu almennu k.iarasamninga stéttarfólaganna. berjast fyrir fullri atvinnu og gegn skerðingu opinberrar biðnustu og verðhækkunum. Áherslan á sðkn vinnandi fðlks, sem fram kom í síðasta leiðara Verkalýðsblaðsins, er röng nú - sðkn á að vera megin hreyfingin til langstíma. í henni skiptist á vörn og áhlaup. Framkv.n. miðstjórnar 28.2. Mislukkaður samstöðufundur! 28. febrúar boðuðu Fylkingin, Baráttuhreyf- ing gegn heimsvaldastefnu og nokkrir fólagar úr Al- þýðubandalaginu til sam- stööufundar með Víetnam vegna aðgerða Kínverja. Samstaða fundarmanna, lo5 talsins, með Víetnam var þó með minnsta móti. í fyrsta lagi þá eyddi annar fram- sögumaðurinn, trotskistinn Halldór Guðmundsson, drjúg- um hluta af tíma sínum til að ráðast á hið "stalíníska skrifræði" í Víetnam - og í öðru lagi greiddu aðeins 59 fundarmanna tillögu fund- arboðenda, um fordæmingu á aðgerðum Kína, atkvæði sitt. 24 voru á móti og afgangur- inn sat hjá. Ekki gátu fundarboðendur sætt sig við að tillaga um að Víetnam drægi herlið sitt frá Kamp- útseu yrði borin upp og komu með frávísunartillögu sem hlaut 44 atkvæði gegn 26. Meirihluti þeirra sem tðku til máls á fundinum voru á móti tilbúningi fund- arboðenda um "samstöðuna" með Víetnam. Sýndu þeir fram á að samstaðan bein— ist óhjákvæmilega inn á vafasamar brautir þegar Víetnam er hvítþvegið af allri synd — og allri sök komið í heimavist í Bejing (Peking). AGENTAR SÖSÍAIMEIMS- VALDASTEFNUNNAR MÆTTIR. Það vakti athygli að fulltrúar Sovétríkjanna voru mættir á staðinn til að fylgjast með "samstöð— unni". Sátu þeir til borðs • með Borgþóri Kjærnested og APN um "samstöðuna" á Is— landi. Mæting þeirra sýnir að áhugamál þeirra eru hin sömu og þeirra "Víetnam— vina" sem nú reyna að nýta þetta tækifæri til árása gegn Kína. Fundarboðendur áttu fá orð til að lýsa hlut Sovétríkjanna í mál— um Víetnam í dag. Að loknum fundinum fðru 35-4° manns í blysför að kínverska sendiráðinu — eftir hvatningu Ragnars Stefánssonar. Við sendi— ráðið var hrópað gegn Carter og Deng Xiaoping ( enda telja sumir fundarboðenda að Kína só að ganga erinda Bandaríkjanna) - loks stakk Örn ölafsson ályktun 59 menn- inganna í pðstlúgu sendiráðs- ins og Rðska reyndi að stinga logandi blysi í sömu rifu. Uppistaða mðtmælanna voru félagar Fylkingarinnar. Sé st á því að þau samtök eru með dyggari fylgifiskum sðsíal- heimsvaldastefnunnar hór á landi. Sem víð tækasta samfylk- ingu 1. maí! 1 samræmi við samþykktir þátttakenda í Samfylkingu 1. maí 1978,hefur stjórn hennar ákveðið að boða til almenns liðsfundar til að ræða undir- búning og tilhögun aðgerða 1. maí í ár. Stjórnin telur mikilvægt,að vinna að sem mestri einingu verkalýðs og annarrar alþýðu í komandi 1.maí-aðgerðum og undirbúningsstarfi þeirra. Eining þessi verður að byggj- ast á traustum grunni sam- stöðu gegn auðvaldi,stéttasam- vinnu og heimsvaldastefnu. Stjórnin telur mikilvægt,að sameina þau öfl,sem risið hafa til baráttu á þessum grunni á undangengnu ári, svo sem stéttarfélög,nemenda- félög,stjómmálafélög og hópa verkafólks,sem risið hafa til baráttu gegn kjararánsstefnu auðvaldsins og undirlægju- hætti verkalýðsforystunnar. Stjórnin telur rétt að leggja mesta áherslu á mál- efni,sem tengjast kjararáns- og samdráttarstefnu ríkis- valdsins,en því næst bar- áttunni gegn heimsvaldastefn- unni. Meðal kjörorða, sem stjórnin leggur til að verði borin eru: - Eining á grundvelli stétta- baráttu. - Gegn stéttasamvinn- unni-endurreisum stéttarfél- ögin sem baráttutæki. - Gegn kjararáns og samdráttarstefnu auðvaldsins. - Samningana £ gildi. - Til baráttu gegn allri kvennakúgun. - Gegn allri heimsvaldastefnu. - Til baráttu gegn yfirgangs- og stríðsstefnu risaveldauina. - Island úr NATO-herinn burt. - Styðjum baráttu alþýðunnar £ þriðja heiminum.(Eritreu, Kampútseu,Grænlandi,Palestinu, og Zimbabve).- Gegn erlendri stóriðju. - Gegn eyðingu fiskistofna. - Til baráttu fyrir sós£al£sku Islandi. Auk þessa er mikilvægt að koma með kröfur,sem ekki eru svo almennar,svo og sérkröfur einstakra hópa,sem þurfa að fá mikið rúm. Sem áður segir,boðar Sam- fylking til fundar liðsmanna sinna,miðvikudaginn 21.þ.m. að Hótel Esju,kl.8.3o,þar sem ætlunin er,að þessi mál verði rædd og endanlegar niður- stöður fyrir starfið mótaðar. Stjórn Samfylkingar l.mal. Leiðrétting UNDIRSKRIFTASÖFNUNIN EKKI Á VEGUM 8.MARS-HREYFINGAR - EN FÉLAGAR ÚR HENNI HRUNDU HENNI AF STAÐ. í slðasta tölublaði var fjallað rækilega um niður— skurðinn £ félagsmálum Reykja- v£kur. Okkur hefur verið bent á þá ðnákvæmni á tveim stöðum £ þessu tbl., að<8.- mars-hreyfingin er sögð ha.fa komið undirskriftasöfnun- inni gegn lokun Útideildar- innar, Meðferðarheimilisins og Max>raheimilisins af staö. Þaðerrangt. í lok liðs- fundar 8.mars-hreyfingarinnar þann 8.febr. s.l., þegar allflestir fundarmenn voru farnir, hafi þeirri hugmynd skotið upp að koma af stað undirskriftasöfnun. Þar sem fundi var £ raun lokið, var þetta ekki borið upp til samþykktar, heldur hafi þeir einstaklingar sem þarna voru ákveðið að leita til fleiri um að koma undir- skriftasöfnun af stað. Var það gert og myndaður hópur um málið, ðháður 8.mars— hreyfingunni sem slíkri, þðtt £ undirbúningshðpnum hafi auk annarra verið nokkr- ir fólagar 8.mars—hreyfingar— innar. Stöðnun í sam einingarbaráttunni Fyrir skömmu gaf Oktðber s/f út síðasta opna bróf EIK(m-l) til svonefnds Koinmúnistaflokks Islands. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á semeiningu samtakanna beggja að nálgast bróffið - en það fæst £ Oktðber—búð— inni að ððinsgötu 30 í Rvk. - eða sent gegn beiðni. NÚ er orðið ljðst að mál EIK(m-l) og "flokksins" hafa staðnað og engin hreyf- ing sjáanleg í sameiningar- baráttunni £ bili. Nú slðast neitaði "KFÍ/ML" að mæta til kappræðufuridarins 24.febrúar s.l. um KSML (forvera "KFÍ/ML") en hann hafði áður samþykkt til- boð okkar. 1 næsta tbl. VERKALÍÐS- BLAÐSINS mun framkvæmdanefndj miðstjðrnar EIK(m-l) birta nýtt tilboð til "KFÍ/ML" sem við vonum að þoki málum framávið. Framkv.n. miðstjðrnar 28.2.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.