Dvöl - 01.05.1901, Qupperneq 1

Dvöl - 01.05.1901, Qupperneq 1
 1. ÁR. REYKJAVlK, MAÍ 1901. Ml. 5. Fátækir drengir og tignir menn, Áframhald af greiniuni „Kraftur viljanB.11 Lauslega þýtt úr ensku. Margir rnenn hafa verið af lágum stigum og fæddir í fátækt, en hafa orðið voldugir í lífinu og frægir eftir dauðann. Þeir hafa verið fæddir og uppfóstraðir í smábæj- unum, en hafa átt sigri að hrósa í stórborgunum, þeir hafa fyrst verið lagðir i jötu fátæktar og fyrirlitningar, eti hafa seinna unnið kórónur og hallir, þeirra frægð hefir líkst turni, sem smátt og smátt hækkar, þangað til að hann verður svo hár, að allir veita honum eftirtekt. Kolumbus var sonur vefara og var sjálfur vefari. Cervantes var biátt áfram hermaður, Homer var sonur fátæks bónda, Moliere var sonur manns, sem bjó til veggjatjöld, Demosthenes var sonur hnífasmiðs, Tern- ence var þræll, Oliver Cromwell var sonur ölgjörðar- manns í Lundúnaborg, Howard var iðnaðarnemandi hjá kryddsala, Franklín var sonúr kertasteypara og sápugjörðarmanns, Dr. Thomas biskup í Worcester var sonur lóreftsvefara, Daníei Defoe var sonur slátr- ara, Whitefield var sonur vertshúshaldara, Yirgil var sonur dyravarðar, Hóras var kaupmannssonur, Shakspe- are var sonur ullarkaupmanns, Milton var sonur pen- ingamiðlara, Robert Burnes var plógmaður. Muhamed, nefndur spámaður, var asna-ökumaður, Madame Berna- dotte var þvottakona í Parísarborg, Napóleon var kom- inn af iítt þektri ætt á Corsíku, Jón Jakob Astor seidi einu sinni epli á strætunum í Nýju Jórvík, keisarafrú Katrín af Rússlandi var af lágum stigum, Cincinnatus var að plægja vínakur sinn, þegar honum var boðið að verða alræðismaður í Rómaborg, Elihu Burrett var járnsmiður, Daníel Webster vann á bóndaheimili í æsku sinni, Henry þjónaði við mölunarmillu. Sérhver ungur maður sem býst við að verða fljótt ríkur, ætti að skrifa með athygli hjá sór nöfn nokk- urra af okkar ríkustu mönnum, og hann mun komast að þeirri niðurstöðu, að mesti hlutinn af auðæfum Astors, Browns, Stewarts og Vanderbilts hrúgaðist saman eftir að þeir voru fimtugir, án auðs og met- orða um fertugsaldur, án auðs og metorða æfinlega er dómur margra. Þeir segja að só maðurinn ekki orðin merkur og ríkur um fertugt, þá verði hann það aldrei. Það var þó eftir fertugt að Walter Scott vai'ð hinn mikli „óþekti; það var eptir fertugt að Palmer- ston varð æðsti og merkasti ráðgjafi Englands, sem verið hafði á öldinni; á þeim aldri hafa margir, sem nú eru nafnfrægir í sögunni verið htið þektir borgarar. Hove, sem fann upp saumavólina, var bláfátækur, þegar hann var 35 ára gamall, en miljónaeigandi 6 árum seinna. Fyrir mörgum árum gisti 12 ára gamall drengur á veitingahúsi í Vermont, og borgaði fyrir sig með því að saga eldivið — því hann hafði ekkert til að borga með — heldur en að láta gefa sér það. 50 ár- um seinna fór sami drengur þar um, hann var bank- arinn Georg Peabody hvers nafri er svo alþekt fyrir framúrskarandi mannkærleiksverk, heiðraður af hinum gamia og nýja lieimi. Hann var fæddur í fátækt í Denvers, Massachus- etts og með því að byrja rétt og framfylgja eindreg- inni ráðvendni, heiheika, starfsemi, dugnaði og kristi- legri góðgjörðasemi gat hann safnað mikilli auðlegð; hann gaf fæðingarborg sinni ríkuglega gjöf, sömuleiðis Baltimore, þar sem hann átti lengi heima, gaf hann stórfé. í Lundúnaborg stundaði hann iðn í 25 ár og var þá kominn yfir sextugt, hann gaf fátæklingum í borginni 150,000 pund sterling, en til Ameríku mun hann hafa gefið 750,000 dollara. (Framh.) Týnda barnið. Saga frá landamœrunum. — Lauslega þýdd úr ensku. (Framh.) Ég var sem steini lostin í nokkur augnablik, svo fór ég í einhverju æði að leita í herberginu og í garð- inum, og ég lrrópaði á barnið eins og það gæti svar- að mér, þá fór mér að detta í hug að maðurinn minn hefði rnáske komið heim og tekið það, til að gera mér bylt við; við þessa ágizkun sefaðist ég og fór að flýta mór með miðdegismatinn, því þá var kominn mat- málstími og fór ég að búast við manninum mínum heirn. Þegar erfiðismennirnir komu flýtti ég mér út til þeirra. „Hvar er Mr. Westan?“ (svo hét maðurinn minn) spurði ég þá. „Við höfum ekki sóð hann síðan í morgun," sögðu þeir. „Ekki sóð hann! Það hafið þið þó orðið að gera því liann hefir tekið barnið.“ I3eir hristu neitandi höfuðin. Eg þreif þá sjalið mitt og hijóp áleiðis á móti honum, óg mætti honum spölkorn frá heimilinu. „Iívað er þetta, Bella,“ sagði hann, tók í hendina á mér og horfði undrandi framan í mig og á fötin mín og skóna, sem voru rnjög forugir. „Hvað gengur að þér og hvert ætlar þú?“ spurði hann. „Ó, Filip, barnið, litla Perla, hvað hefirðu gert af henni?“ „Gert af Perlu! Ertu frá þór, Bella ? Segðu mór, hvað þú átt eiginlega við. “ „Hún er horfin — litla Perla er horfin, þegar ég kom ofan af loftinu var vaggan tóm, óg var viss um með sjálfri mér að þú hefðir tekið barnið.“ Hann varð nábleikur og sagði eftir litla þögn: „Nei, Bella, ég hef ekki séð barnið og ekki komið heim síðan í morgun.“ Hann hljóp á undan mér inn í stofu og starblíndi

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.