Dvöl - 01.07.1903, Side 3

Dvöl - 01.07.1903, Side 3
D V 0 L. 21 er einhvern veginn sprungin þá er hún gagnslaus, og hann er svo kviklyndur garinurinn, ég hef jafnvel heyrt, að lianu væri ekkert góður við konuna sína. Já, elska hans skiftist með árstíðunum. En hvað sein því líður, þá er öll elska hvikul nema Guðseins". „Það er dagsanna, Phemia. En Davíð og bú- garðurinn hafa huggað mig furðanlega og drengurinn verður elskari að mér með hverjum degi, og allir tala nú uiii hjarðirnar mínar og uppskeruna. Mér datt aldrei í hug að mér gæti þótt eins vænt um skynlausar skepnur og græna akra og mér þykir“. „Þegar vér getum ekki öðlast það sem við elsk- um“, svaraði Phemia „þá lærum við fljótt, ef við er- um hyggin, að þykja vænt um það, sem við höfum og það er oftast það lang heppilegasta fyrir okkur“. „Það er sannleiki“, ansaði Faith. „Eg hef numið þrennt í sumar til fullnustu. Fyrst það, að engin jarðnesk sorg varir lengi. Annað að engin jarðnesk ánægja jafnast á við það að uppfylla skyldur sínar Og hið þriðja, að enginn jarðneskur friður jafnast við þann, sem felst í þvi að geta sagt af hjarta „Verði Guðs vilji“. [Framh.] Elskhugar Margrétar. (Þýtt.) I. Það var fyrir 40 árum. Dansleikurinn stóð sem hæst og þessi nótt átti að ráða úrslitunum hvern bróðirinn Ferdínand eða Dan Allston hún kysi held- ur. Hún varð að treysta á hina dutlungasömu hamingju i vali sínu og hinn blinda svein. Bræð- urnir höfðu báðir fest ástarhug á Margréti Blenheim sem hafði mjög aðlaðandi andlit og skemmtilegt viðmót án þess að þeir vissu hvor af öðrum. Við eins dutlungasaman snúning að lukkuhjólinu höfðu báðir bræðurnir fyrir rúmri viku hitt Margréti á almennum skemmtistað, og það þurftu engin orð til að sýna að þeir elskuðu hana báðir, en hvorugnr þeirra gat uppgötvað hverjum þeirra hún unni meira, hvor fyr- ir sig hélt að það væri hann af ýmsum merkjum sem þeir þóttust þekkja. Svo þeir sóttu þenna dansleik í von um að fá að heyra þau orð af vör- um hennar sein veitti þeim fullvissu um það. Dan hvíslaði að bróður sínum um leið og þau gengu inn í blómhúsið: „Gáttú inn og sigraðu, gamli maður“. Ferdínand nam staðar með Margréti, sem hann leiddi og það kom hik á hann þegar hann horfði inn í augu bróður síns svo héldu þau Ieiðar sinnar, og á milli pálmaviðargreinanna, þar inni vann hann „jáyrðið“ af vörum hennar. Þegar þau komu út aftur sýndi hið upprétta höfuð og hugrakka bros Dons hvað honum var innanbrjósts. Hann hafði setið í einu horninu í danssalnum og veilt þeim nákvæma eftir- tekt. Og nú Iét hann sér lynda að taka hjartanlega í hendina á bróður sínum og segja: „Gerðu hana hamingjusama Ferdínand“. Það var það einastasem hann sagði þegar þeir skildu um nóttina. II. Það var fastráðið að brúðkaupið skyldi verða daginn eftir. Brúðguminn var einsamall þreyttur og tryllingslegur inní stofunni sinni og hugsaði meira um dauðann en um elskuna og lífið, eða það hlýtur að hafa verið þannig, því lilaðin skammbyssa lá á borðinu fyrir framau hann. Hann ruslaði gremjulega í nokkrum skjölum og rétti hendina út eftir skammbyss- unni Hurðinni var brundið upp og Dan bróðir hans, sem hafði verið í miðdegisveizlu í samkunduhúsi sínu kom inn til hans, varpaði sér niður á stól og sagði hlæjandi: „Eg er hræddur um að ég hafi orðið fyr- ir Ijótum skaða við óhappið sem skeði i Eries“. Ferdí- nand hrökk saman, leit upp oglæddi skammbyssunni undir skjölin á borðinu og sagði: „Þú tekur þér skaðan létt“. „Nú, hvernig sem eg hamast þá koma peningarnir ekki aftur“, sagði Dan og fór aftur að hlæja. Hlátur Dans ergði Ferdínand og hann sagði önuglega: „Hvað gengur á ertu aftur farinn að hlæja?“ “0 hvað eg hafði gaman af því“ sagði Dan. „Eg sagði þeim í samkomuhúsinu að ég hefoi liðið svo mikið peningatjón að |iegar þeir næst fréttu til min, þá yrði eg kominn til Canada; og svei því sem eg held ekki að þeir hafi trúað niéi'“, og Dan hló nú af öllu hjarta. „Jæja þá, það er ágætt eg fer og hætti um stund að skrifast á við ungu ménnina. Það skaltu reiða þig á gamli maður. Góðar nætur“. III. Brúðkaujiið fór fram ineð glaumi og gleði. En við fréttirnar sem komu daginn eftir rak alla i roga- stanz og það var meira talað um þær en um það hvernig brúðurin var klædd eða brúðguininn leit út, eða um tölu eða verð brúðargjafanna. Því þau undr- unarfullu nýmæli ílugu i allar attir að Dan Allton — sem bafði almenningsálit á sér — og sem var gjald- keri bankans Silper, Bullner og félaga, hefði strokið með sextíu þúsund dollara í peningum. Ungu hjónin fóru smáttogsmáttað taka þátt í félagslífinu og gleymdu þessu óhappi, sem stóð í sambandi við ósvífinn bróð- ur og smámsaman gleymdist strokni gjaldkerinn al- gerlega. IV. Það vildi svo til réttum tveimur árum eftir brúð- kaupið að Ferdinand lá i rúminu aðframkomiim, ]wí læknarnir höfðu kveðið upp dauðadóm hans og það var að eins um fáeina klukkutíma að tala, í hæsta lagi einn eða tvo daga. Margrét gekk inn til hans fegri og elskulegri en nokkru sinni fyr og hélt á bréfi, sem þetta var skrifað utan á: „Áríðandi, og berist íljótt“. Hún var að hugsa um bvort hún ætti að fá honum ]>að. En hinn dauðvona maður sá bréfið í hendinni á henni og að hún hikaði við að fá sér það. Hann rétti því hendina fram eftir því, og hún fékk honum það. Undir eins og hann leit á handskriftina á því færðist roði í bleiku kinnarnar hans og fjör kom í augun og máttur í handleggina. Hann lauk því upp og þá datt úr því gulleitur seðill sem var peningaá- vísun ofan á ábreiðuna. Hann las hann. Þá varð dauðaþögn í herberginu. Með afmáluðum angistar- svip hljóp Margrét að rúminu og við angistarvein liennar kom bæði læknirinn og hjúkrunarkonan inn. Hann var dáinn.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.