Dvöl - 01.07.1903, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.07.1903, Blaðsíða 4
28 D V 0 L. V. Þau drógu út úr stirðnaðri hendinni á líkinu bréf- ið sem hafði flýtt dauðanum. A þessu dýrðlega eft- irmiðdagskvöldi lá sá af bræðrunum, sem Margrét hafði kosið sér, lík í rúminu og hún fór nú að lesa bréfið frá þeim, sem Iiún hafði hafnað. Bréfið var svona: Margary Mine, Col. júni 1853. Kæri Ferdínand! — Öfundsjúkur fantur hefur skot- ið mig, og mér er sagt að ég lifi ekki þennan dag til enda. Þess vegna flýti ég mér að senda þér á- visun upp á áttatíu þúsund dollara sem þú getur hafið í bankanum í Nýju Jórvík. Legðu þá sextíu þúsund dollara með rentum (inn í hann) sern þú tókst úr peningaskápnum hjá mér og legðu svo af- ganginn inn í bankann Iianda Margréti. Gullnáminn minn hérna er ekki full unninn enn þá, láttu þess vegna ekki fantana hérna ná honum, en sendu hing- að einhvern áreiðanlegan mann hið allra fyrsta til að sjá um hana. Eg hef ánafnað Margréti hann frá því fyrsta og svo hef ég skilið arfleiðslubréf mitt eftir í bankanum. Vertu sæll, kæri drengur. Láttu Mar- gréti aldrei vita um þetta. Það hefir orðið til góðs. Hún mátti ekki þola illt, og ég væri fús til að gera þetta í annað sinn fyrir hana. Vertu sæll, vertu æfinlega sæll. Dan. VI. Þegar Margrét í sinni þungu sorgsem engin tár átti, fór vestur kornst hún eftir því að það var hú- ið að borga þá skuld, sem spilamaðurinn hafði sleppt sér í, og hún sá nú, eins og konur stundum sjá of seint, að hún hafði valið ranga bróðurihn. „Það var i fyrra sumar, að ég sá hana hvíta fyrir hærum. Hún sat við sama gluggann og var að lesa gamalt upplitað bréf, sem tíminn hafði þó ekki tekið hrukkurnar og brotin af. Með þetta bréf í kjöltu sinni horfði hún i vestur og sagði: „Það skeði fyrir fjörutíu árum“. Smávegis. Gimp. Það er verk sem nú er mikið haft um hönd og er svo auðvelt, að hvert barn getur gert það. Það má hafa í svo margt t. d. herðasjöl, trefla, stóla -og legubekkjaábreiður og fl. Verkfærið sem gimpað er með, getur stundum verið bandprjónn beigður saman svo að bil sé á milli álmanna eða þá hárnál. Þegar á að hafa gimpið i blúndur og er þá hekluð fit á báðar raðirnar á því ogupp úr annari lauf. En þegar á að búa til sjöl eða stærra, þá verður að hafa til þess stærra verkfæri, og er það þá búið til úr þunnri spýtu 4—5 þuml. langri og breiðri að sama skapi og er sagaður svo sem 1 þuinl- ungur innan úr henni vel upp til miðs, og önnur álman svo höfð breið um 2 þurnl. en hin 1 þuml. Hin breiðari er fyrir kögur. Svo er breiðari álman kringd fyrir endann og eins kringdur sá endi sem ekki var sagað úr, en mjórri álman er gerð nokkuð oddhvöss, svo eru allar raðirnar þynntar og sléttaðar og verkfærið gert svo mjúkt og slétt sem föngeruá. Þessi verkfæri, sem nefnd eru gimpnálar, má hat'a eins lítil og stór sem vill. Þannig er gimpað. Bandinu er tví eða þrívafið utan um nálina til að stiiðva ]iað. Endinn á borðinu, sem rnaður verður að láta hvíla á vinstra vísifingri, verður þá undir ílatri nálinni og á æfinlega að vera það, svo er króknum á heklunál brugðið á milli álmanna yfir og undir eitt vafið á nálinni og bundið að neðau svo dregið upp á króknum yfir um það og gerð úr lykkja. Nú er ein lykkja á heklunálinni, svo bregður maður heklu- nálinni undir næsta band ofan á álmunni til vinstri handar og heklar þar upp aðra lykkju. Nú eru 2 lykkjur á heklunálinni og svo dregur maður bandið í gegnum þær báðar og gerir úr þeim eina lvkkju. Nú er skaftinu á heklunálinni brugðið undir álmuna í hægri hendi, en oddinum ekki. Svo er verkfærinu bylt við og verður þá heklunálin ofan á því, en vafn- ingur kemur um leið yfir um álmuna og bandið verð- ur neðan undir, sem svo er heklað upp á sama hátt og fyr segiv. Verkfærinu er einlægt bylt frá vinstri til hægri og niður úr hendinni. Og þegar gimpað er snúa gaflarnir á gimpnálinni frá manni en aldrei að. Þetta verk, þó auðvelt sé, getur verið mjög fal- legt. Þegar búið er að gimpa eins langa ræinu og hún á að vera, er hún tekin fram af nálinni og önn- ur búiii til á sama hátt, o. s. frv. Síðan þegar á að hafa þær í sjöl eða treíla eða eitthvað stórt, þá eru þessar ræmur heklaðar saman á röðunum, sem sumpart eru með fit eða án hennar, eða þeim er brugðið saman 3—4 lykkjum i einu á annan hátt með heklunál. Á milli þessara stórgerðu bekkja má hafa aðra sem gimpaðir hafa verið á bandprjón eða hárnál til að gera munstrið margbreyttara og svo má hafa hverja ræmu með litbreytingum. Fleig burtu línrekkjuvoðum þínum og koddaver- um og fáðu þér i þess stað ullarrekkjuvoðir og ullar- teppi og ullardúkskoddaver. Léreft næst holdinu er mjög skaðlegt, baðmullin heldur í sér súrum hita og útgufun frá líkamanum og þannig andar maður að sér eitruðu lofti alla nóttina sumar og vetur, og það eitraða loft orsakar gigt (Rheumatism). En hvílir þú i ullarvoðum, þá halda þær ekki útdömpuninni í sér, heldur fer hún gegnum þær og hverfur. Eplahlaup (jelly). Ágætt ldaup af eplabörk og kjarnanum, lát vatn á þetta og sjóð þar til eplin eru soðin og skinnið er ílagnað utan af þeim, sia þetta svo og lát sykur i, eftir því hvað lögurinn er mikill, ofurlítið af sítrónu- vökva, fáeina negulnagla og ofurlítið af engifer. Uxablóð er vel siað og síðan þurkað og mulið mjög fint, og svo sigtað svo það verði jafnt og fínt, þar eftir er þetta blóðduft sett í form og það síðan látið standa frá 5 til 10 mínútur í 100 eða 150 gráða hita, tekið svo og látið kólna. Með þessu eru smíðisgripir úr tré fágaðir. Útgefandi: Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm. Félagspventsmiðjan.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.