Dvöl - 01.10.1903, Síða 2

Dvöl - 01.10.1903, Síða 2
38 D V 0 L. morgunroðans“ í hinni hressandi og hreinsandi golu. Hún hafði séð hina öldruðu jörð hlæja með sínum óviðjafnanlega gleðihlátur á vormorgnunum, ]iar til henni urðu ljósir þessir söngvar Israels-skáldsins: „Hæðirnar klappa saman lófunum af gleði“. Hún skildi jafnframt tilfmningu hans, pegar hann söng um ferð fénaðarins innan um hinar ótölulegu hæðir og dali. Oghún var einmitt að rifja þetta upp fyrir séf í huganum einn undurfagran júlímorgun, þegar hún stóð uppi á ræðusteininum (The preaeher stone) og horfði niður fyrir og umhverfis sig yíir hinar öldumynduðu hæðh', þar sem stórir hópar af ám og lömbum voru á beit. Hún fylgdi með augunum hinni þægilegu golu, þegar hún var að mynda litlar hvítar holur í ullina á fénu, og hún feykti fötunum hennar til og frá og komst inn í fellingarnar á herða- klútnum hennar og feykti aftur af henni sigeunara- hattinum, seni hún hafði á höfðinu, Hún stóð þarna eins glöð og hún hefði verið ungt tré, sem hefði fundið líf og fjör sprikla í hverri grein sinni. Það bar sjaldan við að hún klifraði svo hátt, að hún kæmist upp á ræðusteininn. Þarna stóð hún nú á einum af þeim fegurstu óræktuðu blettum jarðarinn- ar. Smáviðurinn náði henni upp undir hné, og það var mestmegnis hennar eigið land, sem hún horfði út yfir, og fénaðinn átti hún sömuleiðis, og korn- akrana, sem voru að þroskast og engið. Niðri í lautinni langt fyrir neðan gat hún eygt hina gráu veggi á Harrbecs-húsinu innan um hinar blaktandi viðargreinar með sínum snjóhvítu blómstrum. „0, nversu þetta er fagurt! Og hversu hér er sælt að vera! Hversu landið er auðugt! Jörðin er full af Drottins blessun!11 sagði hún af hrærðu hjarta og golan flntti orðin fagnandi til fjarlægra staða. Þegar hún var nærri því komin ofan, heyrði hún eitthvert skrjáfur bak við sig og samstundis ruddust tveir fallegir hundar gegnum löngu hríslurnar. Faith fór að tala við þá og þeir konru til hennar og lofuðu henni að klappa sér, en horfðu þó óeirðarlega aftur fyrir sig, eins og þeir ættu von á einhverjum, og litlu seinna kom Terres Graeme í Ijós, og þá hlupu þeir ti! hennar spangólandi af gleði. Terres var á- kaflega falleg í stutta svarta merinó-kljólnum sínum og með svart silkisjal á herðunum. Vindurinn hafði fært roða í kinnarnar á henni og augu hennar voru svo skær og leiftrandi og svo einkennilega aðlaðandi. „0, hvað er þetta, Faith Harribec?“ hrópaði hún. „Hvílíkt er ekki að mæta yður hérna uppi í fellun- um?“ „Eg var svo hrifin af hreina loftinu, að ég fann ekki til að það væri erfitt að klifra ln’ngaðupp, því mig langar stundum til að vera hér einsömul, því héðan get ég séð svo margt, sem ég sé ekki annarstaðar, eða ég held það“, sagði Faith. „Þér sjáið héðan yðar hluta af heiminum, Faith — já, alt í einu: húsið, landið og hjarðirnár“. „Já, það er skemtileg sjón, lafði Graeme, en ég vona að ég sjái meira en ])að, því héðan, sem við nú stöndum, get ég litið tvö hundruð ár til baka í tímann og séð Rikkharð Kameron standa hérna og þessar hæðir í kringum hann ]>aktar af mönnum og konum, sem hlustuðu á orð, sem þau höfðu aldrei fyrri heyrt“. „Um þær mundir var nóg til af bænahúsum allstaðar í dölunum, Failh“. „Pápiskum bænahúsum? já, og guðsþjónustan i þeim var flutt á latínu og prestarnir voru eins góðir riddarar og hverjir aðrir. Það var altsaman eintómur skrípaleikur af trúarbrögðum. Hundruð af mönnum stóðu kringum steininn þarna og umhverfis hann, sem vissu ekki meira um Golgata og ])á stóru fórn, sem þar var færð, en þeir vissu um Druida hringi þeirra og steina, sem þeir stóðu upp á. Eg hefi gaman af að hugsa um hinn mikla prédikara, sem sagði hinum ómentaða almúga, sem stóð hjá honum t hertýgjum sínum, hina undrunar- vei'ðu nýung, Hann hlýtur að hafa talað áhrifa- mikið, þar sem hann vann þessa viltu menn til að hætta við þeirra blóði drifna lifnað, sem var ])eirra stærsta ánægja. Faðir minn átti mynd af honum. Hann var stór vexti, í svörtum frakka, og andlit hans bar með sér, að hann hafði vald yfir öðrum. Hann prédikaði um réttlæti og ráðvant líferni fyrir þeim og þeir rændu engum gripum upp frá því og fóru engar herferðir yfir landamærin framar. Hann gaf þeim biblíuna á þeirra eigin tungumáli, og sverð- unum, sem hafði verið beitt á móti ráðvöndum bændum, sneri hann að óvinum drottins. Hann hlýtur að hafa verið mikilmenni. Já, og hann svaf í hellum og kendi fólkinu frá þessum eyðifellum, svo hann hefir verið sannur bróðir þess, sem ekki hafði það, sem hann gæti hallað höfði sinu að“. Þegar Faith hafði endað ])essa ræðu, stóðu þær báðar steinþegjandi um stund, þar til Terres rauf þögnina og sagði: „Eg sé nokkur börn þarna innan um féð“. „Öjá, það er Ral, Thomas Gihson og Janet Maxvill", svaraði Faith. „Foreldrar þeirra dóu i landfarsóttinni og þau voru sjálf nærri dauð, en þeim líður nú vel“. „En þér tókuð h'ka t/ær aðrar stúlk- ur til yðar, — var ekki svo ?“ „Jú, dætur Laristons ekkjunnar“, ansaði Failh. „Veslingarnir, þær kom- ust i opinn dauðann, en eru nú líka orðnar frískar". „Hafið þér arfleitt þær, Faith? Bróðir minn hefir heyrt það, og honum þótti það svo göfugmannlega gert af yður“. „Eg arfleitt þær? Nei, nei. Hví ætti ég að gera það ? Harribecs löndin eru ekki eins góð og .Graemanna. Þessir drengir og stúlkur eru kotungabörn og ég gæti ekki gert stórættað fólk úr þeim, þó ég svo feginn vildi haga mér svo heimskulega, en ég myudi ekki vilja skemma góða erfiðismenn og konur á þann hátt. Það er nóg til í Harribec til að fæða og klæða þau, og ég mun sjá um að úr drengjunum verði gerðir góðir bændureða fjármenn og stúlkurnar verði gerðar að góðum hús- mæðrum eða spunakonum, og svo læt ég kenna þeim að lesa biblíuna, skrifa bréf og reikna sínar eigin inntektir og útgjöld. Þetta er alt sem ég ælla mér að gera fyrir þau. Hví ættí ég að fara að arfleiða börn þeirra manna, sem ég þekki ekkert? Harribec er góð og gömul eign og ég ætla mér ekki að sleppa henni í veikari hendur en mínar eru“. „Þér eruð bæði hyggin og góðgjörn, Faith, og ef þér loíið mér að segja meiningu mína, þá eigið þér systur, og hún getur eignast börn, og rnér er ekki velgengni hennar óviðkomandi, þar sem hún lrefir giflst irm í mína ætt“. „Þér hafið, lafði Terres, hreyft við því málefni, sem mér er ljúít að tala unr. Guð gæfr að ég vissi hvar mín elskulega systir Agnes er níður komin! Ef ég hefði rrokkra von

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.