Dvöl - 01.08.1905, Side 1

Dvöl - 01.08.1905, Side 1
 Ð V Ö L. 5. ÁR. ItEYKJAVÍK, ÍGÚST 1005. NR. 8. I þessu 8. tölublaði Dvalar verður byrjað á tveimur sögum mjög ólíkum að efni. Hin fyrri, „Thyra Varrick", er eftir sama höfund og Smala- stúlkan eða Hiarðmæri á Landamærunum, Amaliu E. Barr, og hún sjáif telur hana sitt bezta verk. Hin er eftir nafnfrægan rithöfund, Elizabeth Stuart Phelps og heitir „Hinumegin grafar". Sagan kemur fram sem draumsjón og getur líka verið það, en öllu Hk- legra er þó, að hún sé skáldsaga um hina dularfullu tilveru annars lifs, byggðri á trúarbrögðunum, vísind- unum og þeirri þrá, sem hreyfir sér í hvers manns hjarta eftir að skyggnast inn í hið ókomna og geta sér til um það. Sagan er mjög svo skemmtileg og hressandi að lesa, og þessvegna tek eg hana í blað- ið, því eg ætla engan svo barnslegan, að skoða hana sem áreiðanlega í því efni, heldur er hverjum manni frjálst að gera sér hverja þá hugmynd um eilífðina, sem honum fintist sennilegust eptir skynsenlinni og trúarbrögðunum. Hver getur líka í raun og veru hantlað mann- legum anda frá að hugsa og álykta? Útg, Hræsni (Hypocrisy). Áframhald af greininni „Krafíur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. Uppgerð ! fölsk trúarjatning! Hversu drembilega stika þær ekki inn í konungsríki hins hógværa end- urlausnara, og setja sig þar í hin yppurstu sæti og klæða sig í skrúða réttlætisins — syngja lofsálma og kalla svo hátt að þeir verði heyrðir og séðir af mönnum — þær bænir, sem sálin ætti að hvísla, eins og saklaust barn í eyra hins hlustandi, elskuríka föðurs. Hversu háa hvolfturna byggja þeir ekki til að biðjast fyrir í, setja þar flöjelsklædd sæti, gyllt ölt- uru, reykelsisker, dýrindis stóla og skírnarfonta við hlið- ina á saurugum skorti ogtöturlegri fátækt. Hversu bland- ast ekki bænir þeirra saman við hróp bágindanna, bölvun guðleysisins, sorg örbirgðarinnar og hæðnis- hlátur lastanna og léttúðarinnar. Hvers hrærðir taka þeir ekki undir lofsöngvana, keypta með saurugu gulli, þegar þeir rísa upp úr sætum veraldlegleikans og drembilætisins, og hversu átakanlega ásakandi mæna ekki hinir háu turnar a kirkjum, bænahúsum og sam- kunduhúsum niður á undirokunina, sjálfselskuna og drambið, sem hópar sig saman neðan undir þeim, á þrælkunina, örbirgðina og óhófsemina sem leiðast um hverfis grundvöll þeirra úr marmara! Ó, þú litblær hinnar hreinu guðsdýrkunar, hvað er orðið af þér? Andi hins hógværa, blóðuga endur- lausnara á Golgata, ertu búinn að yfirgefa þessa jörðu í örvæntingu? Huggari þeirra syrgjandi, sem vitjar syndaranna, hvað lengi á þetta að ganga svona? Guðræknin er orðin að sjónspili og stoltið er hennar þjónustustúlka og eigingirnin leiðtogi hennar, hversu glæsilega líta þær ekki út? En hver trúir að efnið samsvari útlitinu, og rótin sé eins djúp og tréð sýn- ist hátt, grundvöllurinn eins styrkur og byggingin bendir ti! ? Hvergi nokkursstaðar saurgar yfirskynið frumefnið meira en í ríki trúarbragðanna. I veröld- inni getur maður búist við að mæta hræsninni, en hin hreina, sanna guðfræði er langt fyrir ofan veröld- ina. »Mitt ríki er ekki af þessum heimi«, sagði stofnari hennar. Hún á sinn eiginn heim og er byggð á staðgóðu efni, en mennirnir hafa reynt að gera hana að sjónspili, til þess að flytja hræsni og svik veraldar þessarar upp í ríki endurlausnarans, og lauma því þar inn, sem ógallaðri vöru. En illa mun hræsninni vegna í augliti hins alltsjáanda, því þar gilda engir falsaðir peningar. Engin gylling mun þar geta hulið fláræði salarinnar, ekkert sjónhverfinga- spil, hversu dýrðlegt sem það er, mun geta hulið sig blæju fyrir því auga, sem smýgur í gegnum merg og bein eins og tvíeggjað sverð; allt er þar bert og nakið, öll hræsni og hégómadýrð, aliar gylltar lygar og ferniseruð svik, sem vitna um saurugt hjarta. Já, meira en það, því það er sjálf spillingin í eigin mynd — ginning, sem er máluð, sem vélar mennina burtu frá sannleikanum, leiðir viljakraft þeirra afvega með því, að draga athygli þeirra að skugganum og koma þeim til að elska það, sem ekki er elskuvert, en hafa óbeit á því sanna og rétta. Hver getur vænzt eftir að Guð almáttugur feli ekki í sérhverju fláráðu sjón- spili, sem ætlað er til að skaða aðra, beitt, tvíeggjað sverð, sem sker með sviknum vonum og stingur innra manninn með nagandi samvizkubiti". (Framh.). Hinu megin grafar. Eftir Elizabeth Stuart Phelþs. Lauslega þýtt úr ensku. Eg hafði verið veik í nokkrar vikur aí þeim sjúkdómi, sem kallaður er heilabólga (brainfever). At- vikið eða tilfellið, sem ég nú ætla að segja frá, skeði á 15.degiefi.ir að ég veiktist. En áður en ég fer að segja frá því, finnst mér vel eiga við að ég minnist dálít- ið á mig sjálfa, til þess að skýra fyrir ímyndunaraugum lesarans nokkur atriði, sem annars mundu hafa mesta grúa af útúrdúrum í för með sér, sem væru algerlega á rangri hyllu í sögu, sem hefir svona lagað efni til meðferðar. Eg er stúlka 40 ára gömul; faðir minn var prestur og er dauður fyrir mörgum árum. Um þetta bil átti ég heima hjá móður minni, sem bjó í verk- smiðjuborginni Massachusett. Eg þarf ekki frekar að minnast á borgina né á hin réttu nöfn fjölskyldna þeirra, sem koma við söguna. Eg var elzt af 4 syst-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.