Dvöl - 01.08.1905, Page 2
3°
D V0L.
kinum, ein systír mín var gift, en önnur var ógift
heima, en bróðir minn stundaði nám við háskólann.
Þó ég væri ógift, var ég engan veginn vansæl,
ég var orðin miðaldra og starfaði mikið — ég vona
til gagns. Eg hafði notað lífið og elskað það, án
þess ég reikni þar með hin gagnslausu áhrif, sem
nokkur þreytandi augnablik hafa í för með sér, og
sem eklci er annað en ósjálfráðar verkanir hugarhrær-
inganna, sem ég var búin að venja mig á að meta
að verðugleikum, og ég hafði aldrei óskað mér dauða,
því mér leið vel, ég var heilbrigð, starfsöm og sjálf-
stæð að eðlisfari. Það er ekki ásetningur minn með
þessu að fara að skrifa neina verulega sjálfslýsingu,
en gefa að eins fáorðar bendingar, til að sýna lífs-
stefnu mína til skýringar sögunni.
Það eru til tvær tegundir af einstæðingsskap:
sú nefnilega, sem Jætur sér stjórna af hinu innra, og
sú, sem lætur stjórnast af hinu ytra. Ég hafði til-
heyrt hinu síðarnefnda. Kringumstæður, sem hér er
þarfleysa að minnast á, höfðu þröngvað mér inn í
það ástand, til þess að halda mér frá hinni, og það
á meðan ég var kornung. Ég hugsaði meira um
reynslu annara manna en um mínar eigin, og ég var
hneigðari til að styðja aðra, en að láta aðra styðja
mig. Það hafði líka fallið í hlutskifti mitt, að fórna
hinum sjúku, óhamingjusömu og fátæku mjög miklu
af tíma mínum, þó liklega að það hefði verið hyggi-
legra fyrir mig að íhuga hversu skaðvænleg áhrif
slík staða gat haft á heilbrigði mína og tilfinningar,
og velja mér heldur aðra gagnstæða.
Ég kenndi um þessar mundir í skóla og hafði
ferðast talsvert. Ég hafði verið hjúkrunarkona sein-
ustu áiin í stríðinu, var í heilbrigðisnefndinni, á frels-
ingjaskrifstofunni, sama sem yfirmaður í kvenmanna-
fangelsinu, og hafði gert ýmislegt fleira fyrir ríkið,
verið við sáralækningar í borginni okkar o. s. frv,
Ég hafði þessvegna eins og hægt er að sjá verið
undanþegin þeirri ógæfu að lifa því lífi, sem er gagns-
laust.
Um það leiti sem ég veiktist var ég kennslu- og
forstöðukona á sérstökum skóla, sem ofmargir nemend-
ur sóttu að dæma eptir þeim kenslustyrk, sem ég
hafði á að skipa, svo ég ofþreytti mig við þetta starf,
sem ég leysti af hendi í tvö ár, og var þá jafnframt
til heimilis hjá móður minni, sem þurfti mín tneð.
Það er heldur ekki ótilhlýðilegt að segja, áður en
ég held sögunni áfram, að ég var kristin, en samt
engin sérstök trúrækniskona. Ég hafði ekki öðlastþetta
frá sér numda skapferli, og vinir mínir þekktu enga
hærri guðrækni hjá mér en þá, sem felst í því, að
reyna af ytrasta megni að gjöra skyldu sína lyrir
Jesú krists skuld.
Ég var fáorð um krist og kristindóminn, máske
fáorðari en eg hefði viljað óska stundum í það minnsta.
Mér var svo eiginlegt að tala á annan hátt en með
orðum, en það sannar ekki hvort það var hið
bezta.
Ég hafði eins og allir hugsandi menn lesið dálítið
og það með athyggli og fylgdist með hinum guðfræð-
islegu ritdeilum, sem þá stóðu yfir og hafði ekki farið
varhluta af áhrifum hinnar þá tíðkanlegu trúartregðu.
Ef til vill hefir þetta verkað á skaplyndið, sem ekki
var nægilega trúað á hið yfirnáttúrlega, en þó hafði
það aldrei unnið svig á trú minni, sem ég held að
mér hafi orðið kærari af því, ég gat ekki haldið henni
án þess að berjast fyrir hana, og af þessari ástæðu
kom hún meira fram hjá mér í framkvæmdarsemi,
og hún varð sökum þessa og als annars, hið allra
dýrmætasta sem ég átti til í eigu minni, eða vonaðist
eptir að eignast. Ég trúði á guð ódauðlegleikan og
á Jesú Krist, ég bað og bar virðingu fyrir bæninni en
sérstaklega hugsaðí ég um, hvað ég ætti að aðhafast
í nálæga tímanum. Ég elskaði lífið og lifði, og ég
hvorki hræddist dauðan eða hugsaði mikið um hann.
(Framh.).
Sínland.
Ritað fyrir 25 árum.
I landinu eru 18 héruð, og sérhvert þeirra er nærri
því eins stórt og Bretland hið mikla. Það er vökv-
að af stórum ám, sem notaðar eru, ekki einungis til að
vökva það með vatnsveitingum, heldur til að gera
innanlandssamgöngurnar auðveldari. I hinum mikla
sínverska múrvegg er nægilega mikið til að byggja
5—6 feta háan vegg í kringum allan hnöttinn. Land-
ið á 1,700 víggirtar borgir, og það hefur að geyma
innan endimarka sinna sérhverja margbreytni í jarð-
vegi og loptslagi og getur þessvegna framleitt hvern
skapaðan hlut, sem er nauðsynlegur fyrir tilveru lífs-
ins, þægindi þess og jafnvel óhóf innbúanna. En
hvað áhrærir aldurdóm landsins, þá flytja annál-
arnir oss svo langt til baka 1 tfmann, að það verður
að eins lítið seinna en syndaflóðið kom yfir jörðina.
Sínland hefur séð uppgang, blómaskeið og fall allra
hinna miklu fornaldarþjóða. Assyría, Babilon, Persia,
Grikkland og Róm hafa öll elt hvert annað niður í
ríkið, en Sínland stendur ennþá eins og einmana dýr
og undrunarvert minnismerki yfir ættfeður þeirra
tíma. Það er keisararíki, sem hefur haft innlenda
stjórn í 4,000 ár, sem hefir séð á bak 28 eða 30
konungaættum, og sem er á þessu tímabili að blómg-
ast og stendur nú í fremstu röð meðal stórþjóða
jarðarinnar.
Innbúatalan er álitin að vera 400 miljónir, tíu
sinnum meiri en í Bandaríkjunum og meiri en þrett-
án sinnum meiri en í Bretlandi hinu mikla og Ir-
landi til samans, eða sama sem einum þriðja hluta
meiri en mannfjöldinn er í allri Norðurálfunni, og er
vissulega einn þriðji hluti af öllu mannkyninu. Imynd-
um okkur að innbúarnir í því mikla landi væru látn-
ir ganga hver á eftir öðrum í hægðum sínum dag
og nótt án afláts, þá mundi halarófan þurfa 12 ár og
8 mánuði til að fara hringinn í kring um hnöttinn.
Til þessarar voldugu þjóðar senda hinar kristnu
kirkjur í heiminum hér um bil 250 kristniboða. »Og
hvað eru þeir á meðal svo margra ?« Og ef ekkert væri
annað til að láta sér vaxa f augum en hvað verkið
væri mikið, þá mundi það vinnast um síðir, en þar
eru aðrir erfiðleikar við að strfða. Lítið á skapferli
þjóðarinnar; hún er ekki vilt — langt frá því. Sín-
verjar uppgötvuðu prentlistina 500 árum á undan
oss, þeir notuðu sér og hafa að öllum Hkindum fund-
ið púðrið og segulaflsfræðina upp. Þeir bjuggu til,
við eða mjög nærri kristna tímabilinu, silkidúka, sem