Dvöl - 01.08.1905, Qupperneq 3

Dvöl - 01.08.1905, Qupperneq 3
D V 0 L . 3i þeir seldu hinum skrautgjörnu Rómverjum iyrir jafn- vægi sitt í gulli. Sömuleiðis hrósa þeir sér af mjög útbreiddum og margvíslegum bókmenntum, við hverj- ar talsverður skerfur af skynsemi hefur síast niður til þeirra, sem standa allra lægst í mannfélaginu. Uppeldisfræðslan hefur verið knúð áfram með allskonar meðulum, með samkeppnisprófum og yfir- heyrslum o. fl., og hennar verða aðnjótandi hin fá- tækustu og lítilmótlegustu börn í hinu víðlenda keis- araríki. Ef hin Sínversku fornaldarrit skyldu óvörum glatazt, þá er fullyrt, að fyrir víst finnist í landinu ein miljón af mönnum, sem gæti skrifað upp sérhvert orð af þeim eftir minni. Þetta sannar að slíkir menn eru vel færir um að skapa lyndiseinkunnir í þjóð sína. Siðferðisreglur Confuciusar eru í sjálfu sér mjög góðar, en þær vanta það hreyfiafl og vald, sem er nauðsynlegt til að grundvalla góð trúarbrögð, þau eru hér orðin að dauðri bókstafstrú, og þjóðin með hinar fegurstu fyrirskipanir fyrir framan sig hefir fallið niður í auðvirðilegustu villu. Sínverjar hafa stofnað skóla, sem enska er kennd í og fleiri af vor- fræðigreinum, og þeir hafa getað lært sérhvað það, sem okkar fjölhæfustu námsmenn hafa lagt stund á. Þeir hafa sett höfuðskóla á stofn í Peking og sett aðra skóla í samband við hann og hafa fengið rnarga prófessora frá norðurálfunni til að kenna þar. Sömu- leiðis sendu þeir marga af sínum ungu mönnum til Bandaríkjanna, til þess að fá þar gott enskt uppfóst- ur, og þeir hinir sömu ferðast svo um í landi sínu þegar þeir koma aftur, útbreiða þar menntun og eyða hjátrúnni og þeim gömlu hugmyndum sem hafa svo lengi hamlað Sínverjum frá að taka framförum. Þegar eg var þar fyrir 10 áruni, þá höfðum við í Cantonhéraðinu 39 safnaðarlimi, en þegar eg fór, voru þeir orðnir 137- Þá höfðum við enga aðra á- hangendur í Tascha, en einn einasta innfæddan prest, en þegar eg fór, þá áttum við þar litla kirkju og 59 safnaðarlimi. Fyrir 37 árum voru að eins 3 lúthersk- kristnir menn í öllu sínverska keisaradæminu, en nú eru þeir orðnir 13,000. A þessu stutta timabili höf- um við margfaldað töluna. Hafið þér eins margfald- að tölu þeirra umventu í I.undúnaborg og borgunum í grennd við hana? Eg trúi því að Sínland verði eitt af hinum framfaramestu ríkjum í heiminum þegar stundir líða. (Eftir Rev. Sylvestan Whitehead). Thyra Varrick. Eftir Amaliu E. Barr. I. kafli. Landið með hœðunum, dalv&rpunum og hetjunum. Mac Angalls húsið stóð framan í halla og mændi út yfir hinn einmanalegasta dal,sem til er á Skotlandi norðanverðu. Mesti urmull af risavöxnum hæðum umkringdu það á allar hliðar og fjarlægðu það þann- ig frá umheiminum meir og meir við sérhvert fótmál, þar til manni sjindist öldungis ómögulegt að halda áfram eða snúa aftur. En kæmist maður á annað borð yfir torfærurnar, þá blasti við manni gegnsýni inn í djúpan dal og víðáttumikið heiðarland, og þá sást svo greinilega stóra, gráa húsið framan í hlíð- inni a Ben Angall. Húsið var hlaðið úr björgum þeim, sem voru í svo ríkulegum mæli allt í kringum það, — stóreflisbjörg úr granitsteini voru múruð svo vel saman, að stormarnir, sem geysað höfðu í fimm aldir, höfðu ekki sett nokkurt merki á bygginguna Fast og stöðugt eins og jarðfastur klettur stóð húsið þarna, en hafði einhvern drungalegan þunglyndissvip á sér, Fjallið hóf sig upp lóðrétt bak við það, og milli þess og hússins var fagurt belti af grenitrjám, sem endaði í einirberjarunnum og mesta grúa af jarð- fösturn björgum, sem voru brydduð með beitilyngi; þar fyrir ofan voru hinar beru klettasnasir, sem hrafn- arnir byggðu hreiður sín í; og ennþá hærra uppi voru hinir ógurlega háu tindar, þar sem ernirnir klöktu út ungum sínum. Skammt frá húsinu voru mörg smákot byggð úr steini, og stóðu þau inni í sprungunum á fjallinu, og var þeim einmitt þessvegna veitt eptirtekt, eða ef til vill vegna reyksins, sem hóf sig upp um reykháfana á þeim. I þessum húsum bjuggu bandamennirnir og þeirra liðar; og þegar Mac Angall blés í veiðihorn sitt, þá samansöfnuðust þeir allir, 400 menn að tölu, inn í hinn stóra skíðgarð, sem stóð í hallanum fyrir framan húsið, og nam hann niður að breiða dalnum eða Angall-dalnum. A þeim tíma, sem saga þessi gerist, var Mundo Maximus Mac Angall höfðingi bandamannanna, og var sá 8. í röðiuni með því nafni, en var þá orðinn mjög gamall að aldri, en samt ungur í anda. Hann var rauðleitur, hávaxinn, hrukkóttur risi, og hafði eitt- hvað svo biturlegt og óstöðugt við sig, að það dró hann inn í óvináttu við umheiminn. Hann var ribbaldi af því hann elskaði orustur og var fullur af sjálfs- trausti, eins og hann vildi segja: „Ég þekki engan fullkomnari og betri mann en sjálfan mig“. Mac Angall var að ganga um gólfið inni í stóru miðstofunni í húsinu sínu einn fagran eftirmiðdag vor- ið 1745. Landið var autt og einmanalegt, en þó það væri það, þá var hinn breiði dalur allur blómum skreyttur, og innan um hið unga gras voru margar þúsundir af kvikfénaði á beit. Hann hallaði sér út í gluggann, sem var opinn, til að gæta að fénaðinum og var að undra sig yfir, hvað fljótt fjárhirðararnir hefðu komið með svo stór- ar hjarðir sunnan yfir fjöllin. Sólin skein fagurt á hinn karlmannlega, sterk- byggða líkama hans, hvíta hárið, sköruglega andlit ið og á hinn Jacobiska1) búning, sem hann var í, og glitraði skært á silfurskefta laghnífinn, sem hékk við beltið hans og sem var merktur á skeftinu með einu „S", sem átti að tákna „Stúart". Öll fötin hans voru víð og liðug og ekki hindruðu hosuböndin skref hans, því það vantaði heila spönn á, að sokkarnir næðu upp að hnjánum. Honum þótti gaman að vorinu og fénað- inum og hann var fjörugur og vongóður í anda, að svo miklu leyti, sem hans illu skapsmunir leyfðu hon- um nokkra hvíld. Eftir fáeinar mínútur sneri hann sér við gremju- lega og leit á ungan mann og unga stúlku, sem sátu hinu meginn í stofunni. Stúlkan var að draga upp 1) Áhangendur Jacobs 2. á Englandi.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.