Dvöl - 01.06.1909, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.06.1909, Blaðsíða 2
22 DV0L. að fara, muni þar, ef nokkurnstaðar, hljóta það á ánægjulegan hátt, sem vorar mörgu tilraunir stefndu að i voru undangengna lífi; svo að sú ferð sein mér er nú skipað að fara, getur af sér- hverjum öðrum, verið farin með góðri von, sem þorir að trúa, að hann hafi kostað kapps um að halda sálu sinni hreinni. — Sannarlega, sagði Simmías. — Og mun ekki þessi hreinsun vera fólgin i í þvi, sem við höfum oft minnst á i samræðum okkar, að vér höldum sálinni, eflir mætti, frá líkamanum, og venjum hana. upp á sérhvern liátt á að halda sér frá líkamanum og lifa í sjálfri séi’, og' eins mikið og liægt er að vera til fyrir sjálfa sig hér og annars heims, frelsuð frá líkamanum eins og frá fjötrum sínum?— Sann- arlega, sagði Simmías. — En nefnist þá ekki þessi lausn sálarinnar og sldlnaður við líkamann dauði9 — IJað segir sig sjálft. — Thyra Varrick. Eftir Amalíu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). En jafnvel á meðan hún viðurkendi það, uppegndi hún sína egin sálarkrafta, af þvi hún þóttist viss um að upp úr laundýpi þeirramundi leiðheinandi hugarskoðun gera vart við sig — einhver leiðbeinandi raust vitrast sér. Og með því hún fór eftir þessari náttúrubendingu — sem henti henni til einhvers sem væri fyrir utan liana sjálfa, eða upp yfir henni — tók hún eina aí þessurn augnabliks ákvörðunum, sem einhver óþekkt hlið í manneðlinu ræður yfir. Það var samt ekkert glappaskots-tiltæki, af því, að á milli þessarar veraldar og þeirrar ósýnilegu, er ótölulegur grúi af nátengdum samhljóðunum; og sú sál hlýtur að vera heyrnárlaus, mállaus og blind, sem getur ekki í viðlögum, á vandræða- tímum, komist í samband við eitthvert hlut- tekningarsamt afl. Hvað Thyru áhrærði þá var tungumál undirvitundarinnar, í þetta sinn merki- legt, af því það var svo óbrotið og ákvarðað. »Farðu og findu herra Reid«. Svqna hljóð- aði það. Þetta var einmitt það sem hún álti að gera, og hún undraði sig á að henni hefði ekki dottið það fyr í luig. Hún slóð undir eins upp hress i huga, og út úr svip hennar og láthragði skein undirgefni, tign og göfgi, þess sem heilsar því nærverandi, óþekta, en ber þó fyllilega kensl á það. ótilkvödd gekk hún út úr húsinu og út á götuna, þar bað hún mann að segja sér hvar skrifstofa Tómasar Reidværi. Hannjbenti henni á stórl hús úr steini, og á tröppunum fyrir framan húsið stóð gamall sjómaður. »Segðu mér«, sagði hún, »hvernig eg get fengið að tala við herra Reid«. »Klappaðu á dyrnar, stúlka min, sem eru næstar götunni; og sé hann heima þá mun hann segja þér að opna hurðina«. Án þess að spyrja sig frekara fyrir bar hún sig að eins og maðurinn hafði sagt henni. Hún vai'ð hálft um hálft kjarklítil, er hún hej'rði einhvern segja hvatlega inni i herberginu: »Opnaðu hurðina«. Hún gerði það, gekk inn á skrifstofuna varpaði hettunni, er hún hafði aftur af höfðinu og stóð svo þarna inni í skugga- lega herberginu, eins og einhver yndisleg vera. Hinn mikilsmetni skipa-umsjónarmaðurvarð öldungis liissa er hann sá svona töfrandi fallegan gest, og sér óafvitandi varð hann hrifin af feg- urð hennar og látbragði. Hann stóð upp og dró fram stól handa henni, en Thyra, studdi sig við bakið á honum og sagði: »Eg er Thyra Varrick, dóttir Páls Varricks«. »Nú, — hann sagði mér sjálfur að hann ætlaði að fara með dóttur sína með sér«. ^Það ællaði hann lilca að gera, herra Reid, en ég strauk úr skipinu, tveimur klukkulímum áður en það lagði á stað frá Liverpool. Eg vildi ekki fara til Indlands. Eg var hrædd við það. Eg hafði heyrt um sjóvíkingana — og um fleiri voða og hættur sem eru á þeirri leið — svo eg réð af að strjúka«. »En því fórstu þá frá Kirkwall?« »Eg neyddist til að gera það. Faðir minn ætlaði að þröngva mér lil að eiga Róbert Þórs- son, meðeiganda sinn, en eg vildi með engu móti eiga hann. Eg var þá látin velja um Róbert og Indverskudrottninguna, og eg kaus skipið heldur en manninn — þvi af skipinu gat eg strokið«. Á meðan hún var að segja frá þessu jókst hugrekki hennar, hún kafroðnaði og augu hennar«tindruðu, og í þessu ástandi var hún sannarleg ímynd kvennlegrar fegurðar, — einþykk og ákvörðuð eins og hún var. Reid gat ekki að sér gert að brosa. »Eg sé«, sagði hann, »að þú ert vissulega dóttir kapteins Varrick. Nú, hvað hefir þú nú svo fleira að segja mér? Það eru nú fullar þrjár vikur síðan Indverskadrottn- ingin lagði út«. »Sjómaður nokkur sem var með skipinu frá Kirkvoll, sem hafði vei'ið skóla- bróðir minn, flutti mig af skipinu, og eg hef síðan verið hjá mágkonu hans, Margréli Saxby«. »Saxby? Já, eg þekki jiá konu«, sagði Reid. »Mér fellur ekki vel að vera hjá henni. Hún er samt ekki vond við mig, en — en eg vil ekki vera þar lengur, herra Reid, og eg kem til að hiðja yður að útvega mér rólegt heimili, þar sem eg get unnið, safnað mér ofurlitlu af peningum og lifað rólegu, heiðarlegu lífi þangað til faðir minn kemur aftur. Þá mun hann fyrirgefa mér«. »IIvernig veistu að hann muni gera það? Páll Varrick er harðlyndur maður«. »Það er Guð og hann faðir minn«, svaraði hún, »sem eg er ekki hrædd við að biðja fyrir- gefningar. Af því að þeir háðir skilja mig svo vcl, að eg þarf fyrir hvorugum þeirra að tjá mig með öðru en, eg iðrast eftir að hafa móðgað þig. — Páll Varrick hefir gott hjarta«. »Gott og vel ungfrú Varrirk—. Eg þekki hæfilegt heimili fyrir þig, en þá þarftu að ferðast

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.