Dvöl - 01.03.1910, Side 1

Dvöl - 01.03.1910, Side 1
Blaðið kostar hérá landi i kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. D V O L. Uppsögn skrifleg og bundin við 1. okt. en ó gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af greiðslan er á Laugaveg 36. An. 10. RETKJAVÍK, M A R Z 1910. NR. 3. Öfund (Envy). Áframhald af greininni „Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Ög hvað er það svo, sem öfundin leiðir fram? Frægð annara, það er auðmýkjandi serskoðun fyrir liana. Þess vegna er öfundin auðsæ lítilmenska — vöntunarjátning — Hollustuyfirlýsing við ann- ara 'yfirbnrði, gerum stollið að dyggð, sem ger- eyddi þessari banvænu ástríðu, þar eð hennar fullnægju-veiling getur einungis framleitt skömm og iðrun. Öfundin er mikilfengleg óvætt, og í hæzta máta óviðfeldin. Öfundsjúkur maður gremur sig yfir lifnaðarháttum nágranna sinna, eins og lion- um sjálfum kæmu þeir við. Sumir af þesskonar mönnum, öfunda aðra jafn sárt af því að þeir eiga gott mannorð, eins og þá sjálfa langar sárt til að eiga það, og það er ástæðan fyrir öfundinni. Öf- undin girnist að vera ágæt; en er í því lik sjúku auga, að hún þolir engan hlut sem er bjarlur. öfundin eykst að sama skapi og frægðin; því mað- ur sá er verður frægur fær jafnan öfundarmenn. Ágætur hugvitssnillingur er viss um að kalla fram skara af ónotalegum, bítandi, slingandi kvikindum, alveg á sama hátt og sólarbirtan vekur upp ótölu- legan grúa af ílugum. Dygðin er enganvegin ó- hult fyrir öfundinni, þvi slæmir menn vilja draga úr því sem þeir vilja ekki breyta eftir. Sé mað- urinn góður, þá er liann öfundaður; en sé liann vondur þá verður liann sjálfur öfundsjúkur. Þeir öfundsjúku eru í tvennu tilliti ófarsælir, fyrst vegna gæfu annara og svo af sinnar egin ógæfu. Öfundin er sú jurt sem vex í sérhverjum jarðvegi og sérhverju loftslagi, og hún er engu síður frjósöm uppi í landinu en við konungahirð- irnar; hún er hcldur ekki bundin við neina stétt eða lögtign eða auðsafn, en ríkir jafnt i brjóstum manna af öllum stéttum. Alexandir var ekki stoltari en Diogenes, þó stöðumunurinn væri stór; og svo getur farið, ef vér viljum reyna að gagn- rína hana í beztu skrautklæðum sínum, og fram- kvæmdum hennar er hún silur í riki sínu — ein- veldi sínu, — að vér munmn finna hana víða. 9 Urvals samræður. Eftir P1 a t o n. Fýtt úr grisku af prófessor C. J. Heise. (Frarnli.) Tilorðning liinnar einu tegundar af liinum ný- lega nefndu hlutum, hélt Sókrades áfram, ætla eg nú að segja þér, sömuleiðis hina þvi tilheyrandi tilorðningu; seig þú mér svo hinar aðrar. Eg segi nefnilega, það er annað að sofa, og annað að vaka, af svefninum flýtur vakandi ástandið og af hinu vakandi ástandi svefninn, og beggja þeirra tilorðn- ing er að sofna og vakna aftur. Hef eg nú nægi- lega skýrt það fyrir þér? — Já, fyllilega. — Segðu mér nú það sama um lífið og dauðann. Sagðir þú ekld, að lífið væri dauðanum gagnstætt? — Jú, — og að þau sprittu hvert af öðru. — Jú. — Hvað verður þá af því lifandi? — Hið dauða. — Og svo af því dauða? — Maðurinn verður nauðsyn- lega að játa að það sé hið lifandi. — Af hinum dauða Kebes, kemur þá hið lifandi og þeir lifendu? — Það er greinilegt, svaraði hann. — Eftir því, sagði hann, eru sálirnar í undirheiminum. — Svo lítur það út. — Ennfremur, hvað sem þessum til- orðningum líður, þá er önnur þeirra nógu greini- leg? — Því það að deyja er fullkomlega greini- legt? — Sannarlega. — En hvað eigum við að gera? sagði liann. Meigum við ekki nauðsynlega fallast á gagnstæða tilorðningu, eða ætti náttúran frá þessari hlið að vera máttvana? Meigum við ekki nauðsynlega fallast á lilorðningu, sem er dauðanum gagnstæðileg? — Nauðsynilega svaraði hann. — Og hver er liún þá? — Það er að end- urlifna. Bókmentir. Jón Trausti: Heiðarbýlið II. Grenjaskyttan, Reykjavík 1909 Raunar er þetta sjálfstæð saga, en þó er hún frarhhald af »Höllu« og Heiðarbýlina I. Tilkomumest er ástaæfintýri Jóhönnu og Þorsteins og víða áhrifamikið. Það er annars furða, hvað höfundi tekst vel með jafn umrætt efni eins og það er, að piltur girnist stúlku, móti vilja foreldra sinna og geti við henni barn. Orðlengingin er sumstaðar um of. Til dæmis að taka hefði mátt segja frá hengingarlilraun Þorbjarnar á færri blaðsíðum, ekki hugðnæmari viðburði, Ekki verður sagan eins skemtileg mér fyrir það, að vinátta Þorsteins til Höllu snýst upp í ástagambur. En skáldsins er vitanlega að yrkja, en okkar að lesa — og dæma. Frásögnin er víða góð og málið yfirleitt lát- laust. Mannlýsingar eru fremur samkvæmar og margar skýrar. Höfundi hefir tekist ljómandi vel að sýna meira en meðal kvenndjöful þar sem Borghildur er.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.