Dvöl - 01.10.1911, Page 2

Dvöl - 01.10.1911, Page 2
3« DV0L Hafnsögumans-húsið fært í letur 1859. Fyrir mörgum árum bjó maður nokkur vest- an á Noregi, við útsjóinn, hann hét Pétur og var hafnsögumaður. Hús það er hann bjó i, stóð á hamri einum við sjóinn. Landið umhverfis var hrikalegt og gróðurlítið. Hafaldan leitaði sí og æ að sjávarhömrunum, og stundum lamdi hún þá ógurlega. Fáment var þar og heldur dauílegt. Eitt kvöld sat Pétur í húsi sínu. Hann var þá orðinn gamall, og sótti kuldinn á hann. Sat hann þá við eld og ornaði sér. »Hart hefir veðrið verið i dag utan skerja«, sagði hann við sjálfan sig, og leit út í gluggann á sjóinn, sem allur var í einu löðri, og gusaðist ógurlega upp á klettana. »Það er mælt, að ekk- ert megi við eldi og vatni«, »en það er þó ekki ætíð svo. Oft hafa hamrar þessir fengið harðan skell af hafbárunum, og þó hefir hún aldrei getað unnið á þeim. Hér á þessum stað bjó afi minn, hér bjó faðir minn, og liér bý eg. Eg er alinn upp við sjávarniðinn, veðurhljóðið og máfagargið, og kann allvel við þenna hljóm. Já, mér brá ekki meira við, þó eg sæi hafið, heldur en klett- unum þarna. En nú gerist eg gamall Á yngri árum kom eg skipum til hafna um hávetur, og kendi þó aldrei kulda, þó alt væri gaddfrosið, bæði festar og skipsreiði, og sjófuglarnir dyttu niður á þiljur, kalnir á fjöðrum og fótum, þá hló eg að því og spýtti um tönn. Nú er þetta alt á annan veg. Nú er ekki lengra liðið á sum- ar, en lítið eitt komið fram í seftembermánuð, og þó er mér kalt eins og komið væri fram um veturnætur. Það er nú komið svo fyrir mér, að eg skelf undan hverri skúrinni. Það var að sönnu ekki gaman að veðrinu í dag, hann blés harðan, og ekki er hann enn þá líkur þvi, að hann muni lygna, því hann kemur kolsvartur fram undan nesinu«. Hér þagnaði karlinn, kaslaði skíði á eldinn og hengdi klæði sín til þurks við eldstóna. í því var barið að dyrum. Pétur undraðist að nokkur væri á ferð i svo illu veðri, ogþaðseint á degi. Hann gekk til dyra og beiddi komu- mann ganga inn. Hann tók því með þökkum. Hann hafði kápu yzta klæða og hafði vafið að sér kápunni og rann vatnið niður úr henni. Maður var með honum og hafði sá plögg á baki. Pétur horfði á komumann um hrið, og furðaði mjög, er hann sá hann taka sofandi barn undan kápu sinni. »Reiðstu mér ekki, gamli maður«, sagði hann — og heyrði Pétur brátt á máli lians, að hann var sænskur — »eg var staddur á sjó með barnið og mann þenna, sem hér er með mér, þegar veðrið skall á okkur; bjóst eg ekki við öðru, en að hafið mundi svelgja okkur i sig á hverju augnabliki, en guð hefir viljað láta ann- að verða. Ró við værum óvanir sjómenn, kom- ustum við lífs af inn á millum skerjanna, og lent- um undir klettum þessum, og komum auga á hús þitt. Viljum við nú reyna höfðingskap þinn og biðja þig gistingar þangað til við getum Iialdið áfram ferðinni«. »Herra góður«, svaraði Pétur, »hús mitt er litið, og eg er ekki vanur að taka á móti gestum, og eg get ekki veilt ykkur góðan beina, en allt hvað eg hefi skal ykkur heimilt. Takið af ykkur vosklæðin og vermið ykkur við eldinn, en barnið getið þið lagt i rúmið mitt«. »í þessu litla húsi«, sagði komumaður, og stundi þungan við, »hjá þessum góða manni finn eg skjól og hæli, en þar, þar var ekki annað en eymd og volæði«. »Herra góður«, sagði hús- karlinn, sem með honum kom, og hafði lagt af sér byrgðina, »leggið þér af yður yfirhöfnina«. Pétur tók nú barnið í fang sér, og gætli að, hvort væta hefði komið að því, en það var elcki. Svaf það nú vært og vissi ekkert af hættu þeirri, er það hafði verið i, eða af því, að það var nú komið með föður sínum, harmþrungnum og raunamæddum inn í lítilfjörleg húsakynni eins hafnsögumanns á útkjálkum Noregs. »Sofðu nú vært unginn minn«, sagði Pétur, og breiddi brek- ánið yfir það. »Langt er nú siðan ungbarn hefir sofið í hvílu minni«. Komumaður hatði nú lekið af sér kápuna og studdi sig við húsvegginn. Hann mælti ekki orð við þá, en stóð í sömu sporum og var að velta einhverju fyrir sér í huga sínum. Hann var hár maður vexti og vel á sig kom- inn, miðaldra maður að sjá, en ]ió sprotnar hærur i höfði; ennið háít og hvelft; augun blá og fögur; nefið lítið eilt niðurbjúgt, svipurinn hinn höfðinglegasti, en þó soi-gbitinn mjög. »Þér munuð vera úr Svijijóð herra«, sagði liafnsögu- maður. »Föður mínum var aldrei um Svia, en eg hefi hugsað, að í öllum löndum eru menn misjafnir, og fyrir því vil eg taka eins vel á móti Svíum og Norðmönnum, ef þeir eru í hættu og þurfa lijálpar við, verið því velkomnir að þyggja hjá mér það, sem eg get boðið ykkur. Það er ekki mikið, þó get eg gefið ykkur að smakka brauð og smjör og volgan vatnssopa á eftir. Og ekki skuluð þið þurfa að bíða alla stund eftir því«. óðara en karlinn haíði slept orðinu, var hann búinn að setja ketil yfir eld, og var hinn kvikasti við hlóðin. Húskarlinn sat, studdi hönd undír kinn og svaf, en húsbóndi hans stóð enn þá í sömu sporum, og sýndist ekki gefa því nokkurn gaum, er í kringum hann gerðist. Nú vaknaði barnið og fór að gráta. Faðir minn, faðir minn! sagði það, og fór að brölta á fætur. »Gústa, eg er hér«, svaraði hann, og var það auðheyrt á Jiessum orðum, að þau lcomu frá föðurhjartanu. Tók hann barnið í fang sér, lagði það hendur um háls honum, og gekk hann með það að eldinum. Eldurinn logaði glatt og lagði birtuna á andlit meyjarinnar. Faðirinn leit á hana um stund, því næst þrísti hann lienni að brjósti sér og mælti: »Dóttir mín, hvað ælli þú segðir, ef þú þekktir ástand þitt? Hrakin ertu burt af fósturjörðu þinni, og komin hingað á björg og bersvæði, og hefir þar ekkert við að styðjast nema hann föður þinn, sorgmæddan mann, er þú getur mist })á minnst varir«. Svo mælti hann með tárin í augum, og hann kyssti

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.