Dvöl - 01.10.1911, Síða 4
40
D V 0 L.
ástæðurnar. Og áður en hann fór daginn eftir
til að heimsækja herra Gore, þá fékk hann alla
fjölskylduna til að lofa sér, að ferðast með sér
til Milesborgar næstu viku, til að skoða »sýn-
inguna«, og dvelja með sér þar á hóteli hálfs-
mánaðartíma. Meira að segja, hann varð góður
vinur Milly, og þegar hann snéri aftur til Nýju
Jórvíkur, sendi hann henni fullan kassa af bók-
um i jólagjöf, og Milly er á þeirri skoðun að
ræningjar með hans sinnislagi, séu hinar bestu
manneskjur á lifsleiðinni.
Hvað er þetta?
Undarleg sjón.
Einu sinni fyrir mörgum árum fór eg verzl-
unarferð upp að Papós, eg hafði einn hest í taumi
undir smá dót sem eg keypti; þegar eg kom í
kauptúnið var þar mikil ös, svo eg gat ekki feng-
ið úttekt fyr en seint um daginn, lagði eg svo á
stað um sólarlag eða lítið seinna at ósnum, um
dagsetur var ég kominn vestur í þinganes land,
yfir læk sem kallaðnr er Mígandi, vestan við læk-
inn standa tveir klettar, sem kallast Skarðshólar,
á milli þeirra liggur vegurinn sem gegnum borg-
arhlið. Fyrir vestan hólana taka við blautar
mýrar, klitja fær vegur er þar yfir blauta kéldu
aðeins á einu injóu hafti, á það baft stei'ndi eg,
þegar eg kom vestur fyrir Skarðshóla; varð mér
þá litið til vinstri handar niður að Mígandavík
sem kölluð er, sýndist mér þar margir menn á
ferð, á mönnum þar átti eg als enga von, þessi
hópur stefndi skakkhalt á sama veg yfir kélduna
og eg, hvorki heyrði eg mannamál né til hest-
anna, þegar þetta nálgaðist mig, og undraði mig
það, á einum hestinum framarlega í hópnum sá
eg blasa í eitlhvað livitleitt, í fyrstu gat ég ekki
greint hvað þetta var, en jiegar nær kom sá
eg glöggt að jietta var ómáluð líkkista, og svo
var sýnin glögg, að eg sá skakk kvista röð í lok-
fjölinni sem að mér sneri um leið og þetla fór
rétt fyrii' framan mig yfir áður áminsta kéldu,
ekki taldi eg mennina sem i hópnum virtust vera
en sjálfsagt virtust þeir vera 9—12. þetta hélt leið
sína og hvarf þar fyrir hæð sem var skamt þar
fyrir norðvestan, og eg hélt mina leið heim.
Þegar þetta var allra næst mér við kélduna virt-
ist mér það vera 5—6 faðma frá mér, reyndi ég
jiá til að hlusta en heyrnin naut einskis, alt var
fólkið (ef svo má kalla það) dökkldætt og hest-
arnir dökkleitir. Einskis ótta kendi eg við þessa
sýn. Ekki virtist mér heslurinn sem eg reið sjá
neitt eða verða neins var, en sá sem eg teymdi
varð liálf órólegur og trísaði öðru hverju, og lá
við að fælast, og var hann þvi óvanur. í þessari
ferð hafði eg ekki bragðað einn dropa af víni,
svo ekki þurfti þvi um að kenna.
Þess má geta að milli 20 og 30 árum síðar
kom Guðrún dóttir mín heim frá Ameríku, hún
lók land með manni sínum og börnum á Djúpa-
vogi, þá orðin talsvert veik; lagðist hún þar og
dó; sótti eg lik hennar, og flutti það heim i ó-
málaðri kistu. Eg fór með líkið nákvæmlega
sama veg yfir kelduna og sýnin bar fyrir mig,
en ekki datt mér sýnin þá i hug, og ekki fyr en
nokkrum árum síðar að við Björn sonur minn
vorum að tala um hana, og ég hálfgert að brosa
að henni. segir þá Björn við mig; þér skildi þó
pabbi, ekki hafa verið sjTnt svona löngu áður,
að þú fiyttir lík Guðrúnar sálagn þessa leið yfir
kélduna, að minsta kosti var hún flutt i ómálaðri
kistu. Eg hef aldrei verið hjátrúar maður og
verð það víst ekki héðanaf, en þegar eg fór til
að draga alt saman sýnina og flutning Guðrún-
ar sálugu, var það eitthvað svo líkt, að ég get
varla varist þvi að hugsa að mér hafi þá verið
sýnt fram í ókomna tímann þó ólíklegt sé. Mér er
sama hverjir heyra jiessar linur, þeir sem vilja
brosa að sögunni mega það, en eg hef nú sagt
hana svo sanna og rétta sem eg framast get
munað hana, hér ern taldar hérumbil allar þær
ofsjónir sem fyrir mig hafa borið um dagana og
er eg nú bráðum 71. árs gamall.
Þess má enn fremur geta, að lítið seinna
nætur, fluttum við lik Guðrúnar sálugu þessa
leið sem sýnin bar fyrir mig, en nákvæmlega
um sama leili um haustið, helst sama mán-
aðardag.
Bitað í Dilksnesi 4. sept 1911.
Eymundur Jónsson.
Smávegis.
Baðsvamp, góðan og ódýran má fá með þvi
að taka ód^'ra svampa og tæta þá niður í smá
parta, sauma svo utanum tætlunnar gisið léreft
(cheeseclotli), þannig lagaður svampur er ódýr,
og auðvelt að halda honum hreinum.
Hárolíu eða Pomade ætti aldrei að brúka,
það feslir dust í liárinu. Hreint vatn er best að
þvo höfuðið úr, og það gerir hárið slétt og
gljáandi.
Hæsi batnar oít við það að hafa upp í sér
lítinn mola af Borax, þangað til hann bráðnar.
(Heiniskringla).
Einn liluti af ediki og 2 hlutar af vatni er
gott að busta úr gylta ramma.
Eggja-geymsla er auðveldust í salti, en eggin
verða að vera ný, mega ekki koma hvert við
annað, né við ilátið, snúa mjóa endanum niður,
og ílátið geymt í súglausum og rakalausum stað,
helst í kjallara.
Útgefandi: Torfhildnr I*orsteiusdóttir Holm.
Prentsmiðjan Gutenberg.