Dvöl - 01.02.1912, Blaðsíða 2

Dvöl - 01.02.1912, Blaðsíða 2
6 D V 0 L. Ó, vei, Simmias! Eg get ekki búist við að eg geti sannfært aðra um, að eg skoða ekki þessi forlög min neina óhamingju, þegar eg get ekki einu sinni sannfært ykkur, og þið eruð hræddir um, að eg sé hnuggnari nú en eg hef áður verið í lífinu. Og það lítur út fyrir, að þið ætlið mér minni spádómsgáfu, en svönunum, sem, þó þeir jafnan syngi, þá syngja þeir fegurst og mest, þeg- ar þeir verða varir við dauðans aðkomu, sökum þess, að þeir eiga að fara til þess guðs, sem þeir hafa þjónað. Manneskjurnar, sem sjálfar eru hræddar við dauðann, Ijúga á svanina, og segja, að þeir syngi af sorg og barni sér yfir dauðanum. Þeir athuga ekki, að enginn fugl syngur, þegar hann er hungraður, kaldur eða þegar eitthvað gengur að honum, hvorki næturgalinn, svanur- inn eða »herfuglinn« sem sagt er um, að hann syngi raunakvæði af sorg. En hvorki þeir né svanirnir virðast syngja af sorg, en af þvi að þeir, hugsa eg, sem Appollon helgaði, eru gæddir spá- dómsgáfu, og hafa fyrirboði um hið góða í und- irheiminum, syngja og fagna meir þann dag, en áður. En eg hugsa sömuleiðis að eg sé samþjónn svananna og sé helgaður hinum sama guði, og að eg hafi ekki verið gæddur minni spádómsgáfu af herra mínum, en þeir, og þess vegna líka vera fær um að yfirgefa lífið með sömu rósemi og þeir. Þið megið því segja og spyrja mig um, hvað sem þið viljið, á meðan hinir ellefu Aþenuborgarmenn vilja leyfa það. — Hafnsögumanns-húsið fært í letur 1859. (Framh.). Það sker mig í hjartað, að segjað ykkur frá öllu, sem á daga mína hefir þrifið, en samt sem áður hefi eg staðráðið að gera það. Skulið þið nú heyra, hvað það var, sem rak mig frá fóstur- jörðu minni og kom mér til að draga dulur yfir ætterni mitt og nafn. Settust þau nú öll saman, og því næst hóf Karl að nýju sögu sína á þessa leið: »Faðir minn hét Ágúst Hammerström, hann var barón og lendur maður og bjó austur í Sví- þjóð. Við vorum tveir bræður, og vorum snemma settir til menta. Átti annar okkar að fara á kon- ungsfund og alast upp við hirðina, en hinn átti að verða hermaður. Við sáum föður okkar sjald- an, og get eg með sanni sagt, að hann þekti lítið til hinnar blíðu föðurástar. En áleit okkur syni sina ekki annað en verkfæri til að ná með upp- hefð og meterðum. Um það hugsaði hann öllum stnndum, hvernig við, prýddir Ijómandi riddara- merkjum og nafnbótum, gætum ennfremur grund- vallað heiður og veldi ættar vorrar. Eg vandist frá blautu barnsbeini á að ímynda mér föður minn sem þann, er refsaði fyrir hverja yfirsjón, og lærði því einungis að óltast en ekki að elska hann; var eg aldrei ókátari en þegar hann var hjá mér. Bróðir minn var mér kænnri, setti á sig auðmýkt- arsvip, kyssti á hönd föður okkar og hafði í frammi ýmsan fagurgala, sem karli kom vel; eg þorði ekki að tala orð og kom hvergi nærri. Með þessu móti komst bróðir minn í mesta eftirlæti hjá honum og öllum á heimilinn, allir sátu og stóðu eins og hann vildi, en euginn skifti sér af mér. Óskir mínar fékk eg aldrei uppfyltar; oft mátti eg þola ójöfnuð, oft var eg settur hjá; bæri eg þetta upp fyrir föður mínum, tók bróðir minn málstað þeirra, sem mér höfðu á móti gert, og endirinn varð sá, að eg hafði rangt að mæla. Bar eg harm minn i liljóði og þótti svo ekki ómaks- ins vert að tala máli mínu. En af þessu kvikn- aði í hjarta mínu einhver kali til manna, svo mér fanst eg ekki geta verið einlægur við nokkurn mann; allir héldu að eg væri mannhatari, sem engum manni mundi fært vera að búa við. Eitt sinn gaf faðir minn okkur bræðrum sinn hestinn hverjum; gerði hver sér það að skyldu að þjóna hesti bróður míns, en eg mátti sinna og gæta hests mins sjálfur og þótti mér því ennþá vænna um hann. — Einn dag hafði eg söðlað hest minn,. stóð eg hjá honum og strauk makka hans. Þá kom bróðir minn aftan að honum, en hesturinn vingsaði taglinu, svo það snart lítið eitt andlit hans. Bróðir minn varð æfa reiður, barði hest- inn óþirmilega og særði hann jafnvel með veiði- kníf sínum. Þetta stóðst eg ekki og greip bróður minn og jarðvarpaði honum, en hann særðist lít- ið eitt á andliti, svo að úr blæddi. Hann grét hástöfum, svo að það heyrðist um allt, hlupu liús- karlar föður míns til og ámæitu mér mjög, en tóku bróður ininn og báru hann með miklum æðrum og umstangi til stofu. Barst þetta til eyrna föður mínum og varð hann stórreiður og sagði að eg hefði ráðist á bróður minn og ætlað að sjá íyrir honum, hesti minum hefði eg kent allskonar óknytti o. fl. þesskonar. Eg kom engri vörn fyrir mig, svaraði engu, en órótt var mér innanbrjósts. Sagði faðir minn að eg skyldi fara á burt frá augum sínum, og ekki láta bróður minn sjá mig árlangt, heldur láta fyrirberast 12 mílur burtu þaðan í fornri liöll er hann átti þar. Mér þótti fremur vænt um útlegð þessa, því mig langaði lil að losast úr fjötrunum, og flýtti eg mér að losast burtu. Þá er eg kom þangað, tók til- sjónarmaður hallarinnar báðum höndum við mér.. Var staður þessi langt frá mannabygðum, og land- ið eyðilagt og óyrkt, en þó undi eg mér þar dá- vel. Enginn gei'ði á hluta minn, allir sýndu mér virðingarmerki. Þarna, eins og eg var sannkallað náttúrunn- ar barn, auðmýktist og styrktist hugur minn. Stundum var eg á dýraveiðum úti á skógi, stund- um sat eg á árbökkunum og veiddi fisk, stund- um var eg í húsi tilsjónarmannsins og kendi börn- um hans. Þar var á fóstri hjá honum bróður- dóttur hans 12 ára gömul, fríð og efnileg; lagði eg mikla alúð á að segja henni til. Svona leið árið;: voru það hinir skemtilegustu dagar, sem eg hefi lifað. Tímunum skifti eg milli skemtana og starfa. Mér var mikil gleði að því, hvað miklum fram- förum María — svo hét mærin — tók; enda var hún svo elsk að mér að kalla mátti, að hún tryði

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.